Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2007, Síða 43

Læknablaðið - 15.09.2007, Síða 43
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VINNUTÍM Jóhannes M. Gunnarsson lœkningaforstjóri Landspítala. Erfitt að mæta hvíldartíma- ákvæðum EES Á undanförnum niisscrum hafa verulegar breyt- ingar orðiö á vaktavinnufyrirkomlagi lækna á íslenskum sjúkrahúsum vegna tilskipunar frá Evrópusambandinu um lögboðinn hvfldartíma fyrir og eftir vaktir. Þetta hefur ekki aðeins haft áhrif á viðveru og vinnutíma lækna heldur einnig valdið breytingum á skipulagi og starfsemi deilda og verksviði lækna, ekki síst sérfræðinga sem telja margir að lögin hafi haft áhrif til hins verra sé miðað við óbreyttar forsendur að öðru leyti. Kostnaðarauki vegna þessa fyrir Landspítalann er nærri 100 milljónir króna á ári. Flestir eru sam- mála um kosti þess að vinna ekki óhóflega langar vaktir og að Iausnin felist í því að fjölga stöðum unglækna við spítalann til að mæta þessum breyt- ingum. Þar hefur hnífurinn hinsvegar staðið í kúnni þó reynt hafi verið að fjölga unglæknum en því eru takmörk sett bæði af fjárhagsástæð- um og svo því það hefur hreinlega ekki verið fleira fólk á markaðnum að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar lækningaforstjóra, Landspítala - háskólasjúkrahúss. „Vinnutímatilskipunin leiðir til talsvert mik- illa fjarvista hjá þeim læknum sem ganga vaktir. Á þeim deildum og einingum þar sem eru til- tölulega fáir aðstoðar- og deildarlæknar eru miklar fjarvistir. Samkvæmt tilskipuninni er hámarks- vinnutími á sólarhring 13 tímar og það er áskilið að viðkomandi sé í fríi daginn eftir bundna vakt. Lágmarkshvíldartími fyrir og eftir 13 tíma vakt er 11 klukkustundir og þetta hefur auðvitað veruleg áhrif á alla starfsemi deilda og lækningaeininga,” segir Jóhannes.I samtölum Læknablaðsins við lækna hafa komið fram ýmis sjónarmið varðandi þetta fyrirkomulag og er bent á ýmsar breyting- ar sem því fylgi þó allir séu sammála um að það nái tilgangi sínurn að því leyti að það dregur úr vinnuálagi og tryggir eðlilega hvíld á milli vakta. Hinsvegar hefur verið bent á að þetta hefur í för með sér meira álag á sérfræðinga deildanna, sér- staklega á dagvinnutíma þar sem ekki hefur tekist að manna deildirnar í samræmi við þetta breytta fyrirkomulag. Í viðtali í 3. tbl. Læknablaðsins 2007 sagði Guð- laug Þorsteinsdóttir, geðlæknir á geðdeild Land- spítalans, að verulegar breytingar hefðu orðið á daglegri starfsemi geðdeildarinnar í kjölfar inn- leiðingar EES tilskipunarinnar. „Fyrir 15-20 árum voru geðdeildir mjög vel mannaðar af aðstoðarlæknum og gott framboð Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2007/93 627

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.