Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 53

Læknablaðið - 15.09.2007, Page 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / CPME Fréttir frá Evrópusamtökum lækna Evrópusamtök lækna, CPME, mótuðu á stjórn- arfundi sínum í Póllandi 17. mars stefnu í fjölmörg- um málum, m.a. um tóbak, geðheilsu stríðsátök, svikalyf og fleira. A aðalfundi samtakanna sem haldinn var sama dag var kjörinn forseti fyrir tíma- bilið 1. janúar 2008 til 31. desember 2009, svo og framkvæmdastjórn, og var Katrín Fjeldsted kjörin einn fjögurra varaforseta samtakanna. Katrín Fjeldsted er fulltrúi Læknafélags íslands í Evrópusamtökum lækna og reifar hún hér á eftir stefnu CPME í nokkrum málaflokkum. Sumum þarf að gera ítarlegri skil en öðrum en í öllum tilvikum er vísað í viðkomandi skjal sem birt er á vefsíðu samtakanna, www.cpme.be. Skjölin eru númeruð þannig að fyrst kemur ártalið, þá skjaln- úmer innan ársins og loks kemur fram hvort text- inn er á ensku eða frönsku. Samþykkt um tóbak: CPME 2007/023 Final EN/FR CPME fagnargrænbók Evrópuráðsins um „Evrópu lausa við tóbaksreyk” og hvetur ESB til að korna á bindandi löggjöf um bann við reykingum í öllum aflokuðum almenningsrýmum og á vinnustöðum. CPME þykir miður að Evrópuþingið skuli hafa fellt úr gildi bann við reykingum í húsakynnum þingsins sjálfs og hvetur til þess að sú ákvörðun verði endurskoðuð. Geðheilsa: CPME 2007/032 Final EN/FR CPME hyggst halda áfram þátttöku í og stuðn- ingi við geðheilsuáætlun ESB (Mental Health Programme) og leggur til að aðstæðum á vinnu- stöðum verði bætt við sem mikilvægu atriði. Læknastéttin og stríðsátök: CPME 2007/026 Final EN/FR CPME tekur að fullu undir samþykkt Alþjóða- samtaka lækna um reglur sem gilda skulu á stríðs- tímum (Regulation in Times of Armed Conflict) og undirstrikar að stríð skapar ofbeldi, ótta og eyðileggingu sem stangast á við allt það sem lækn- isfræði stendur fyrir. Vegna siðfræðilegrar ábyrgð- ar sinnar skulu læknar sinna sjúklingum burtséð frá því hvaðan þeir eru eða hverju þeir tengjast. Aðgangur að læknishjálp fyrir þá sem leita hæiis sem pólitískir flóttamenn: CPME 2007/025 Final EN/FR CPME hyggst vinna að því gagnvart ESB að þeir sem leita hælis sem pólitískir flóttamenn eigi rétt á sambærilegri heilbrigðisþjónustu og aðrir borgarar. Læknasamtök í aðildarlöndum CPME munu gera slíkt hið sama gagnvart stjórnvöldum í hverju landi fyrir sig. Áyktun um svikalyf (Counterfeit Medicines): CPME 2007/052 Final EN/FR Mjög mikilvægt er að lyfjameðferð sé örugg og áreiðanleg bæði fyrir sjúklinginn og fyrir samband læknis og sjúklings. Þess vegna skorar CPME á Evrópuráðið og löggjafa í hverju aðildarlandi fyrir sig að skapa lagaramma sem dugar til að koma í veg fyrir framleiðslu, sölu og dreifingu á sviknum lyfjum og fer þess á leit að gæðaeftirliti sé beitt við öll lyf sem dreift er. Ályktun um mat á áhrifum meðferðar (Relative Effectiveness): CPME 2007/021 Final EN/FR CPME telur að til þess að meta áhrif meðferðar þurfi að byggja á læknisfræðilegum vísindarann- sóknum og niðurstöðum (medical data) eingöngu og að efnahagslegar forsendur megi ekki verða að- alatriðið. CPME fellst þó á að mat á áhrifum með- ferðar skipti miklu í sérhverri úttekt á því hvaða meðferð svari kostnaði. Sameiginlegt framlag CPME/EMSA/PWG um skjal Evrópuráðsins um nútímavæðingu í vinnulöggjöf til að mæta áskorun 21. aldarinn- ar: CPME 2007/054 Final EN/FR EMSA eru Evrópusamtök læknanema og PWG eru samtök unglækna. Samtökin þrenn fögnuðu umræðunni sem Evrópuráðið hratt af stað. Hins vegar eru nokkur mál sem sérlega þarf að huga að. Sé litið á svokallað sveigjanlegt öryggi (flexicurity - nýyrði á ensku yfir samspil milli sveigjanleika og öryggis) og sveigjanleikinn látinn sitja í fyrirrúmi þá hefur það áhrif á öryggi fagfólks og almennings. CPME, EMSA og PWG styðja heilshugar vinnu- tímaskilgreiningu Evrópudómstólsins og leggja áherslu á mikilvægi vinnutímatilskipunarinnar í heild (European WorkingTime Directive). Katrín Fjeldsted Læknablaðið 2007/93 637

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.