Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.09.2007, Qupperneq 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SVAR VIÐ TILFELLI MÁNAÐARIN Svar við tilfelli mánaðarins Hér er um að ræða Stevens-Johnson/Toxic epider- mal necrolysis heilkenni (TEN). Þetta er sjaldgæft heilkenni og er talið að nýgengi sé í kringum 1-2 til- felli á hverja milljón íbúa (1). Dánartíðni er umtals- verð, eða í kringum 5% í vægari tilfellum og allt að 35% fyrir alvarlegastu tilfellin (TEN) (2). Helstu einkenni eru hiti og útbrot með sárum í munni og augnslímu. Stundum er einungis um sakleysisleg útbrot að ræða (erythema multiforme minor) en í öðrum tilfellum sést útbreitt húðrof. Útbrotin verða vegna rofs á mótum yfirhúðar og leðurhúðar og er margt á huldu um meingerð sjúk- dómsins. Algengustu orsakavaldar eru súlfonamíð, sýklalyf, ýmis flogaveikilyf, bólgueyðandi lyf og al- lopúrínól (3). Þekkt er að flogaveikilyfið lamótrígín geti valdið þessu heilkenni, eða hjá um það bil einum af hverjum 1000 sjúklingum sem fá lyfið (4). Jafnframt geta sýkingar, eins og t.d. Mycoplasma pneumonie orsakað þetta heilkenni (5), og er að minnsta kosti eitt slíkt tilfelli þekkt hér á landi. Tilfellið sem hér er lýst er dæmigert fyrir Ste- vens-Johnsons/Toxic epidermal necrolysis heil- kenni. Einkenna varð vart um það bil þremur vikum eftir að meðferð með lamótrígín var hafin, og voru hiti, hrollur, roðaflekkir, verkir í húð og kláði mest áberandi. Útbrot byrja gjarnan í and- liti eða á brjóstholi og dreifast síðan samhverft til annarra líkamshluta. Blöðrur myndast í kjölfarið og halda oft áfram að myndast í 2-3 daga. Sjúkdó- murinn leggst einnig á slímhúðir, til dæmis í augum, nefi, munni og lungum, meltingarvegi og þvag- og kynfærum (6). I þessu tilfelli stöðvaðist útbreiðsla útbrota innan sólarhrings frá komu og svo var ein- nig með slímhúðarsárin. Greiningin er fyrst og fremst klínísk, studd af vefjasýni. I þessu tilfelli var tekið húðsýni sem sýndi dæmigerðar vefjabreytingar. Meðferð er fyrst og fremst fólgin í því að fjarlægja orsakavaldinn, þar með talið hætta lyfjameðferð. Meðferð útbrota svipar til meðferðar brunasjúklinga með reglu- legum sáraskiptingum og hreinsun sára. Einnig þarf að huga vel að vökva- og næringarbúskap sjúklinga og fylgjast vel með ástandi augna því hætta er á örvefsmyndun á hornhimnu augans. Hvað aðra meðferð varðar þá skortir ítarlegri rannsóknir. Sterameðferð er umdeild en getur komið til greina í vægum tilfellum. Gagnsemi hennar hefur hins vegar verið dregin í efa í alvarlegri tilfellum, aðal- lega vegna aukinnar sýkingarhættu (6, 7). Notkun gammaglóbúlína í háum skömmtum (lg/kg/dag- lega í þrjá daga) virðist hefta framrás sjúkdómsins en rannsóknir á gagnsemi slíkrar meðferðar eru fáar (6,7). Sama á við um notkun blóðvökvaskipta (plasmapheresis) (6,7) og lyfsins cyclosporíns sem hefur reynst í vissum tilfellum (7). Sjúklingurinn í þessu tilfelli fékk háskammta gammaglóbúlín í æð strax eftir að greining lá fyrir. Hún lá á gjörgæsludeild í 12 daga og útskrifaðist eftir tæplega þriggja vikna legu á sjúkrahúsi. Við eftirlit fjórum vikum síðar höfðu öll sár gróið og er hún við góða heilsu í dag. Þakkir Fær Þórdís Erla Agústsdóttir ljósmyndari fyrir hjálp við gerð mynda ogTómas Guðbjartsson fyrir yfirlestur og aðstoð við textagerð. Heimildir 1. Rzany B, Mockenhaupt M, Baur S, Schröder W, Stocker U, Mueller J, et al. Epidemiology of erythema exsudativum muitiforme majus, Stevens-Johnson syndrome, and toxic epidermal necrolysis in Germany (1990-1992): structure and results of a population-based registry. J Clin Epidemiol 1996; 49:769-73. 2. Ghislain PD, Roujeau JC. Treatment of severe drug reactions: Stevens-Johnson syndrome, toxic epidermal necrolysis and hypersensitivity syndrome. Dermatol Online J 2002; 8:5. 3. Roujeau JC, Kelly JP, Naldi L, et al. Medication use and the risk of Stevens-Johnson or toxic epidermal necrolysis. N Eng J Med 1995;333:1600-607. 4. Rzany B, Correia O, Kelly JP, Naldi L,Auquier A,Stern R. Risk of Stevens-Johnson syndrome and toxic epidermal necrolysis during first weeks of antiepileptic therapy: a case-control study. Lancet 1999;353:2190-4. 5. Tay YK, Huff JC, Weston WL. Mycoplasma pneumoniae infection is associated with Stevens-Johnson syndrome, not erythema multiforme (von Hebra). J Am Acad Dermatol 1996; 35:757-60. 6. High W. Stevens-Johnson syndrome and toxic epidermal necrolysis in adults. Uptodate.com 7. Pereira FA, Mudgil AV, Rosmarin DM. Toxic epidermal necrolysis. J Am Acad Dermatol 2007; 56:181-200. Ragnar Freyr Ingvarsson Magnús Gottfreðsson Arnór Víkingsson Lyflækningasviði Landspítala, Læknadeild HÍ. Bréfaskipti: Ragnar Freyr Ingvarsson, deildarlæknir lyflækningasviðs Landspítala ragnari @landspitali.is Læknablaðið 2007/93 641
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.