Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 3
Frú Vigdís Finrtbogadóttir og Margrét Guðnadóttir voru saman í menntaskóla. Kvenþjóðinni úr bekknum farnaðist sérlega vel, í hópnum eru til dæmis ráðherra, prófessor og forseti íslands! Margrét var heiðursgestur á nýafstöðnum Læknadögum þar sem fjallað var um multiple sclerosis á málþingi tileinkuðu henni. Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins Dr. Margrét Árnadóttir lét að eigin ósk af störfum í ritstjórn um síðastliðin áramót. Ritstjórn kveður Margréti með eftirsjá og þakkar frábær störf hennar og gott samstarf. Dr. Inga S. Þráinsdóttir, sérfræðingur í hjartasjúkdómum, tók frá áramótum sæti í ritstjórn. Ritstjórnin býður Ingu velkomna og væntir sér góðs af samstarfinu. Jóhannes Bjömsson LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS ■ Læknablaðið THE ÍCELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Óhlutbundin eða abstrakt list var einhver róttækasta nýlundan í listasögu síðustu aldar. Hún kom fram með ýmsu móti víða um heim snemma á 20. öld og tók á sig ólíkustu myndir fram eftir öldinni með viðkomu í öllum listmiðlum. Það er athyglisvert að enn virðist henni vaxa fiskur um hrygg, þó að nú sé fremur um að ræða endurmat genginna tímabila en fagurfræðilega byltingu. Tveir angar abstraktlistarinnar, súrrealismi og Cobra hreyfingin, koma í hugann á sýningunni „Væmin natúr og dreki” sem nú er uppi í 101 Projects á Hverfisgötu. Þar sýnir Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) málverk og veggverk sem einkennast af smitandi lita- og sköpunargleði. Súrrealistarnir leyfðu á sínum tíma verkunum að flæða áfram á ósjálfráðan máta til að undirmeðvitundin kæmi þar óhefluð fram. í stefnuyfirlýsingu Cobra hreyfingarinnar frá 1945 segir ennfremur: J listinni teijum við það sem sjálfkrafa sprettur fram við sköpunarstarfið skipta meginmáli." Ekki er annað að sjá en að Davíð Örn leiti fanga í gamalli aðferðafræði en útkoman er nútímaleg og á til dæmis margt skylt við fagurfræði veggjakrots. Hin sjálfsprottna list hans virðist vaxa áfram í lögum, ýmist í hröðum og tjáningarríkum bylgjum en þar ofan á eru fínlegir og nákvæmir drættir sem magnast út frá tilviljanakenndum upphafspunktum. Þá sækir listamaðurinn einnig innblástur og fyrirmyndir í tilbúin form og skreyti í umhverfinu og vefur þau inn í sinn eigin óhlutbundna myndheim þannig að þar kemur furðu margt kunnuglega fyrir sjónir. í verkinu sem hér um ræðir, Vínviður (Tropicalia) (2009), má sjá ólíka tækni þar sem misþykkur litur er borinn á yfirborðið með hjálp úðabrúsa, límbanda, pensla og skapalóna. Yfirleitt notar Davíð Örn fundin efni til þess að mála á, tréplötur eða pappa, og eins og sjá má á sýningunni í 101 Projects málar hann líka heilu verkin beint á veggina. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) og Journal Citation Reports/Science Edition. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) and Journal Citation Reports/Science Edition. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2009/95 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.