Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINA RANNSÓKNI Fengið var leyfi hjá siðanefnd Landspítala og Persónuvernd fyrir rannsókninni. Niðurstöður Mótefnamælingar Af 280 sýnum voru þrjú sýni útilokuð vegna gilda nálægt 0,2, af þeim voru tvö í aldurshópnum 0-1 árs og eitt í aldurshópnum 3-4 ára. Eitt sýni var útilokað vegna þess að það tilheyrði ekki réttum aldurshópi. Hjá börnum á fyrsta aldursári voru um 65% með mótefni gegn hlaupabólu en einungis um 10% barna á aldrinum 1-2 ára voru með mæl- anleg mótefni. Fyrir 10 ára aldur voru nær öll börnin með mótefni gegn hlaupabólu (mynd 1). Samanlagt voru 97,5% (78/80) bama yfir 10 ára aldri með mótefni. Þegar börn yngri en tveggja ára voru skoðuð sérstaklega sést að við fæðingu eru öll barnanna með mótefni, þetta hlutfall lækkar á fyrstu mán- uðum ævinnar en rís að nýju eins og sjá má á mynd 2. Fylgikvillar Eitt hundrað og fjórtán manns voru lagðir inn með greininguna hlaupabóla eða fylgikvillar hennar á rannsóknartímabilinu. Fimmtíu og sex voru útilokaðir úr rannsókninni vegna rangrar greiningar í sjúkraskrá eða hlaupabólan var ekki innlagnarástæðan og vandamálin ótengd henni. Þannig voru 58 einstaklingar lagðir inn vegna hlaupabólu eða fylgikvilla á rannsóknartímanum (mynd 3) eða 2,9 börn að meðaltali á ári. Fjöldi barna <18 ára var að meðaltali 81.588, innlagnir era því 3,6/100.000 börn 18 ára og yngri á ári (tafla I). Af þessum 58 börnum vom 51 barn <10 ára, meðalfjöldi barna <10 ára var 47.488 á rannsókn- artímabilinu. Innlagnir í þessum aldurshópi voru því 2,6 á ári eða 5,4/100.000 börn 10 ára og yngri á ári. Algengast var að börnin sem lögðust inn á sjúkrahús vegna hlaupabólu hefðu einn fylgikvilla eða 35 alls, en fimm höfðu tvo fylgikvilla. Fjórtán lögðust inn á sjúkrahús vegna hlaupabólu án ann- arra fylgikvilla og voru ástæðurnar oftast mikil ónæmisbæling, gjaman í kjölfar ónæmisbælandi meðferðar eða hár hiti. Iimlagnir virtust fleiri á seinni hluta tímabilsins en munurinn var ekki töl- fræðilega marktækur (mynd 3). Árstíðabundinn munur sást einnig sem þó var ekki tölfræðilega marktækur en flestar innlagnirnar voru á tíma- bilinu frá nóvember til júní. Aldursdreifing barnanna sýndi að flest þeirra sem lögðust inn voru á aldrinum 1-6 ára (mynd 4) og var meðalaldurinn 5,3 ár (miðgildi: 3,5 ár, Tafla I. Fjöldi, meðalljöldi á ári og nýgengi barna <18 ára með alvarlega hlaupabólu eða fylgikvilla hennar á 20 ára tímabili. Fylgikvilli Fjöldi Meðal- fjöldi á ári Nýgengi Fjöldi á ári miöað við 100.000 börn <18 ára Húösýkingar 21 1,1 1,29 Hnykilslingur (cerebellar ataxia) 7 0,4 0,43 Vannæring eða þurrkur 7 0,4 0,43 Blóðsýking 3 0,4 0,18 Lungnabólga 3 0,2 0,18 Heilahimnubólga 2 0,1 0,12 Hitakrampar 2 0,1 0,12 Berkjubólga 2 0,1 0,12 Drepmyndandi fellsbólga 1 0,05 0,06 Bein- og beinmergsbólga 1 0,05 0,06 Lost 1 0,05 0,06 Heilabólga (encephalitis) 1 0,05 0,06 Taugaverkur 1 0,05 0,06 Liðbólga 1 0,05 0,06 Iðra- og þarmabólga 1 0,05 0,06 Hiti án annarra fylgikvilla 4 0,2 0,25 Alls 58 2,9 3,55 | Sýking | Taugakerfiseinkenni _j Aðrir fýlgikvillar 1__| Enginn fylgikvilli Mynd 5. Ástæður innlagm hjá 58 börnum sem lögðust inn vegna alvarlegrar hlaupabólu eða fylgikvilla hennar. Tafla II. Niðurstöður ræktana frá 16 börnum sem lögðust inn með sýkingar í kjölfar hlaupabólu. Meinvaldar bakteríusýkinga Fjöldi Hlutfall Staphylococcus aureus 8 50% Staphylococcus aureus og pneumókokkar 2 13% Staphylococcus aureus og enterókokkar 1 6% Streptococcus pyogenes 3 19% Streptococcus pyogenes og coag. neg staph. 1 6% Streptococcus pyogenes og staphylococcus aureus 1 6% alls 16 100% LÆKNAblaðið 2009/95 1 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.