Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 18
F R Æ Ð I G R E I
RANNSÓKN
N A R
I R
100% Hlutfall barna með mótefnl gegn VZV eftir aldurshóf um
90%
80%
70%
60%
50%
40% . J i
30% -
20% .
10% .
0% -
^•ra-ra-ra-ra-ra-ra-ra-ra^^^^^^^^L^ T7<V<?tU?C9íí0P9ÖT-(Mc*jrtlO{ONOOO> Ot-(njcot}-io(Oncot77,7t7t7t7,7t7t7t7 0> O t- CNJCO *íl/>CO NCO
Mynd 1. Hlutfall 0-19 ára barna með mótefni gegn hlaupabólu (95% ön/ggisbil).
100% 1 Hlutfall barna með mótefni gegn VZV eftir aldurshópum
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30% -
20% -
10% .
0% -
0-6 mánaða 6-12 mánaða 12-18 mánaða 18-24 mánaða
Mynd 2. Hluttfall 0-2 ára barna með mótefni gegn hlaupabólu (95% öryggisbil).
Fjöldi innlagna eftir árum 7 -
6
5
4 -
3 - r
2 - n t
1 - | . 1 II | íl r
n - 1M ■ 1 1 1III 1
< 1982 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001
Mynd 3. Fjöldi barna sem lögðust inn á sjúkrahús í Reykjavík vegna alvarlegrar hlaupabólu
eða fylgikvilla hennar á 20 ára tímabili.
Mynd 4. Aldursdreifing barna sem lögðust inn vegna alvarlegrar hlaupabólu eða fylgikvilla á
20 ára tímabili.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var afturvirk, þversniðsrannsókn.
Rannsóknarhópurinn var valinn af handahófi úr
blóðvatnssýnum frá börnum 18 ára og yngri sem
höfðu borist til veirufræðideildar Landspítalans
á árunum 2001-2002. Sýnin sem voru rannsökuð
höfðu verið send inn til mælinga á mótefnum
gegn ýmsum veirum öðrum en hlaupabólu.
Valin voru 20 sýni úr hverjum árgangi 0 til 10
ára og öðrum hverjum árgangi frá 10 til og með
18 ára. Yngsta aldurshópnum, 0-2 ára, var skipt
eftir aldri í fjögur 6 mánaða tímabil. Notuð voru
sýni sem send voru til greiningar á hinum ýmsu
sjúkdómum, einkum öndunarfærasýkingum en
ekki úr skimunum. Sleppt var sýnum þar sem
hugsanleg ónæmisbæling eða hlaupabóla var
nefnd á rannsóknarbeiðni. Til mótefnamælinga
voru notuð enzyme linked immunoassay (ELISA)
próf. Þau voru framkvæmd á hefðbundinn hátt
á veirufræðideild Landspítala og niðurstöðurnar
lesnar í ljósgleypnimæli með filter fyrir 492nm.
Einstaklingur taldist vera með mótefni ef
ljósgleypni (optic density, OD) mældist yfir 0,2.
Ljósgleypnigildið 0,2 var valið sem viðmið-
unargildi (cut-off) eftir útreikninga með tilliti til
þekktra jákvæðra og neikvæðra sýna og jafnframt
var borið saman við gæðaeftirlitssýni frá stofnun-
inni Equalis í Uppsölum í Svíþjóð. Ef einstaklingar
mældust með ljósgleypni um 0,2 var prófið end-
urtekið og ef gildin mældust enn nálægt 0,2 voru
þau börn ekki tekin með í rannsóknina.
Til að finna fylgikvilla hlaupabólu voru sjúkra-
skrár athugaðar hjá bömum, 18 ára og yngri sem
lögð höfðu verið inn á Bamaspítala Hringsins,
barnadeild Landspítala Fossvogi (áður Sjúkrahús
Reykjavíkur) og Landakot á tímabilinu 01.01.1983
til 31.12.2002 vegna hlaupabólu eða fylgikvilla
tengdum henni.
Leitað var eftir greiningamúmemm í ICD-9 og
ICD-10; hlaupabóla, ristill, meðfædd hlaupabóla,
drepmyndandi fellsbólga (necrotizing fasciitis),
hnykilslingur (cerebellar ataxia; cerebellitis) og
Reye heilkenni. Úr sjúkraskrám var safnað upp-
lýsingum um sjúklingana og sjúkdómsferlið, þar
með talið innlagnardag, útskriftardag, aldur við
innlögn, kyn, ástæðu innlagnar, fylgikvilla og
meðferð.
Nýgengi helstu fylgikvilla (fjöldi barna/100.000
böm) sem kröfðust innlagnar var reiknað miðað
við meðalfjölda bama á aldrinum 0-18 ára eða
meðalfjölda barna 0-10 ára á rannsóknartíma-
bilinu.27
Tölfræðiútreikningar voru gerðir í SPSS en ör-
yggisbil reiknað í EXCEL.
1 14 LÆKNAblaöið 2009/95