Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 42
U M R Æ Ð U R HJARTAVER O G N D F R É T T I R Afmælisgjöf okkar til þjóðarinnar - viðtal við Vilmund Guðnason Á heimasíðu Hjartavemdar www.hjarta.is hefur verið sett út Handbók Hjartaverndar með tölfræðilegum gögnum úr rannsókn- um síðustu 40 ára á heilsufari þjóðarinnar, áhrifum neyslumynsturs „Handbókin er hugsuð sem tækifæri Hjarta- verndar til að koma gögnum frá faraldsfræði- rannsóknum síðustu 40 ára til almennings. Ekki síst er hugmynd okkar að með handbókinni gefist heilbrigðisstarfsfólki og almenningi öllum tæki- færi til að nýta þessar upplýsingar á sem fjölbreytt- astan hátt; við nám, kennslu og upplýsingagjöf af öllu mögulegu tagi. Við höfum alltaf litið svo á að það væri mikilvægt hlutverk Hjartaverndar að veita aðgang að öllum okkar upplýsingum enda byggjast rannsóknir okkar á velvilja og þátttöku þjóðarinnar. Vinnsla og útgáfa handbókarinnar er í rauninni afmælisgjöf Hjartaverndar til þjóðarinn- ar með þakklæti fyrir stuðninginn og samstarfið í 40 ár, sem hófst með Reykjavíkurrannsókninni 1967," segir Vilmundur Guðnason forstöðulæknir Hjartaverndar. Stórkostlegur árangur I handbókinni er að finna ítarlegar upplýsingar um þróun hjarta- og æðasjúkdóma með íslensku þjóðinni tímabilið 1967-2007 og hverjir helstu áhættuþættirnir eru og hvernig þeir hafa breyst á þessu tímabili. í handbókinni er kynntur áhættu- reiknir sem heilbrigðisstarfsfólk og almenningur geta nýtt sér og hann hefur vakið nokkra athygli þar sem í ljós kemur að hér á íslandi eru áhættu- þættirnir nákvæmlega þeir sömu og annars staðar í Evrópu. „Þetta er mjög mikilvægt og gagnlegt fyrir okkur að vita að þekkingin sem hér verður til á einnig við annars staðar, því á íslandi er hægt að gera stórar marktækar faraldsfræðilegar rann- sóknir sem ekki er auðvelt að gera annars staðar. Það sem einkennir rannsóknir Hjartaverndar er hversu ítarlega hver einstaklingur er rannsakaður. Við höfum upplýsingar um alla áhættuþætti hjá sama einstaklingi þegar erlendar rannsóknir hafa aðeins upplýsingar um einn áhættuþátt eða tvo. Hjartavernd hefur á hinn bóginn upplýsingar um Hávar alla áhættuþætti, læknisfræðilegar aðgerðir, hvaða Sigurjónsson lyf viðkomandi hefur verið að taka og með þessu getum við svarað ýmsum spurningum sem aðrir verða að láta sér nægja að leiða líkum að," segir Vilmundur. „Handbókin inniheldur mjög mikilvægar lýð- heilsufræðilegar upplýsingar fyrir heilbrigðis- yfirvöld því hér geta þau séð hvað hefur verið gert rétt á undanfömum áratugum og hvemig hægt er að ná áþreifanlegum árangri í baráttu við sjúkdóma. Það þarf ekki annað en skoða línurit yfir tíðni dauðsfalla vegna hjartaáfalla síðustu 60 árin til að sjá hversu stórkostlegur árangurinn er. Á tímabilinu eftir seinna stríð og fram til 1967 eykst tíðni dauðsfalla vegna hjartasjúkdóma geigvænlega og þar vega reykingar þungt og einnig mataræði þjóðarinnar. Frá 1967 hefur tíðnin lækkað markvisst og segja má að áróður gegn reykingum og breytt mataræði þjóðarinnar hafi þar mest áhrif. Framfarir í læknisfræði hafa einnig áhrif. Eftir 1980 verður stærsta breytingin og und- anfarna tvo áratugi hefur dregið vemlega úr tíðni dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma." Erfðir vega einnig þungt að sögn Vilmundar en hann segir að líta megi á erfðaþáttinn sem hæfi- leika einstaklingsins til að mæta þeim aðstæðum sem hann lifir í. „I rannsóknum okkar á arfbund- inni kólesterólhækkun sjáum við tvo einstaklinga sem lifa í nákvæmlega eins umhverfi; annar er kominn með alvarlegan kransæðasjúkdóm fyrir fimmtugt á meðan hinn kertnir sér einskis meins langt fram yfir sjötugt. Við vitum að arfbund- in kólesterólhækkun stafar af galla í ákveðnu próteini. Það skiptir auðvitað máli en í grunninn er þó ljóst að þjóðin í heild hefur ekki þolað þessa neyslu og með breyttri neyslu breytist tíðnin." Fækka ótímabærum dauðsföllum Að lokum deyja allir úr einhverju og spurningin er hvort aðrir sjúkdómar taka ekki við ef þessum sleppir. „Vissulega er það rétt en við erum fyrst og fremst að fást við sjúkdóma sem valda ótímabær- um dauðsföllum. Okkur finnst ótímabært að ein- staklingur deyi úr fyrirbyggjanlegum sjúkdómi fyrir 75 ára aldur. Miðað við lífsýn okkar í dag þá viljum við ná þessum aldri og helst hærri og vera við sæmilega góða heilsu á meðan. Við teljum okkur eiga rétt á því." Þegar tíðni kransæðasjúkdóma hjá körlum og konum er skoðuð sést glöggt að karlamir eru mun fleiri. 138 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.