Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 25
Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur Ester Sighvatsdóttir íslenskufræðingur Lykilorð: heilablóðfall, hægra heilahvels málstol, aðblástur. FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Ágrip Fjallað er um hægra heilahvels málstol almennt ásamt einstöku sjúkdómstilfelli. 60 ára rétthentur karlmaður, AA, fékk Broca-málstol og mikið mállegt verkstol eftir heilablóðfall í hægra heilahveli. Tölvusneiðmynd þremur dögum eftir innlögn sýndi ferskt stífludrep framan til hægra megin, í eyjablaði og fremri hluta efri- og miðgára gagnaugablaðs. Segulómim hálfum mánuði seinna sýndi útbreiddari breytingar á sömu svæðum og til viðbótar teygði stífludrepið sig bæði upp og aftur í hvirfilblaðið sömu megin í heilanum. Auk þess sem prófun sýndi fram á Broca-málstol og mállegt verkstol hafði AA skerta getu til að nota rétt tónfall og beita áherslum og blæbrigðum rétt í tali sínu. Einnig voru mjög athyglisverðir og óvenjulegir hljóðkerfisfræðilegir erfiðleikar í tali hans, til að mynda brottfall svonefnds aðblásturs (í orðum eins og hoppa og epli). í um það bil 70% tilfella eru einkenni málstols eftir skaða í hægra heilahveli svipuð og hjá þeim sem fengið hafa skaða vinstra megin en óhætt er að segja að AA falli ekki í þann hóp. Inngangur Hugtakið hægra heilahvels málstol (e. crossed aphasia) kom fyrst fyrir í skrifum Bramwells1 í grein sem birtist í Lancet árið 1899, en hann notaði þetta hugtak um áunnið málstol í kjölfar skaða í heilahveli sömu megin og ríkjandi hönd. Það þýðir í hægra heilahveli hjá rétthentum einstaklingum en í því vinstra hjá örvhentum. í dag er þetta hugtak eingöngu notað um það þegar málstol í kjölfar heilablóðfalls er í hægra heilahveli hjá rétthentum einstaklingum.210 Hægra heilahvels málstol er mjög sjaldgæft. Coppens og félagar vitna til dæmis í fjölda rannsókna sem allar benda á minna en 3% algengi3-4 en ein rannsókn birtir 18% algengi sem er undantekning.11 Flest okkar sem rétthent erum höfum málstöðvarnar í vinstra heilahveli eins og þekkt er. Spumingar vakna um það hvort einkennin hægra megin séu spegilmynd þeirra einkenna sem við þekkjum í málstoli eftir skaða vinstra megin eða hvort búast megi við einhverjum sérstökum mun og þá hverjum. í þessari grein skoðum við hægra heilahvels málstol almennt, síðan verður sjúkrasaga íslensks sjúklings AA rakin, en hann greindist með slíkt málstol, og skoðað hvernig einkennum hans ber saman við einkenni þeirra sem hafa fengið heilablóðfall í vinstra heilahvel. í lokin verður velt upp spurningum um það hvort lýsing á hægra heilahvels málstoli geti sagt okkur eitth vað nýtt um eðli málstols eða um málstöðvarn- ar í heilanum. Almennt um hægra heilahvels málstol Menn velta fyrir sér ástæðum þess að málstöðv- arnar eru stundum hægra megin í heilanum í rétt- hentum einstaklingum en engin einhlít skýring hefur fundist á því. Talið var að algengara væri að karlar fengju hægra heilahvels málstol en konur og að þeir sem fengju slíkt málstol væru að jafnaði yngri að meðaltali en þeir sem fengu málstol eftir skaða vinstra megin. í yfirgripsmikilli samantekt um 167 einstaklinga með hægra heilahvels málstol kom í ljós að ekki reyndist marktækur munur á þessum þáttum og ekki heldur á tegundum mál- stols eða verkstoli, en verkstol í talfærum (e. oral apraxia) birtist hjá um það bil 45% þeirra sem fá hægra heilahvels málstol.2-3' 7 Meðalaldur mál- stolssjúklinga, hvort sem málstolið fylgir skaða hægra megin eða vinstra megin, reyndist vera rétt rúmlega 57 ár. Einnig kom í ljós í þessari rannsókn að sami meðalaldursmunur var á þeim sem fengu Broca-málstol og/eða nefnistol og þeim sem fengu Wemicke-málstol og/eða algjört málstol hvort heldur er hægra eða vinstra megin. Fyrmefndi hópurinn, það er þeir sem fengu Broca-málstol eða nefnistol, er að meðaltali yngri við áfallið en hinn, það er þeir sem fengu Wernicke-málstol eða algjört málstol.3'12-13 Broca-málstol er algengasta málstolið hjá báðum hópum, það er hvoru megin sem skaðinn lenti. Marktækur munur reyndist til staðar í einu atriði3 þar sem fram kom að fleiri karlar með hægra heilahvels málstol áttu örvhent skyldmenni. Hefðbundið Broca-málstol verður eftir skaða í vinstra ennisblaði. Helstu einkenni em skert máltjáning, oftast bæði í töluðu og rituðu máli. Wemicke-málstol fylgir því oftast skaða í vinstra gagnaugablaði og leiðir til málskilnings- LÆKNAblaðið 2009/95 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.