Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 37
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR LUNDBERG Þá á ég að sjálfsögðu ekki við persónulegar upp- lýsingar heldur vísinda- og fræðilegar. Þar á ekki að leyna almenning neinu, hvort sem um er að ræða klínískar upplýsingar, rannsóknarniðurstöð- ur, læknisfræðileg tilfelli eða faglega umfjöllun af einhverju tagi." Býður þetta ekki heim hættu á að fólk taki í ein- hverjum skilningi fram fyrir hendurnar á læknin- um, hafi skoðun á því hvemig eigi að meðhöndla það, hvaða lyf eigi best við og svo framvegis? „Við erum öll okkar eigin læknar í ákveðnum skilningi. Megnið af heilsugæslu hvers og eins felst í því að fylgjast með sjálfum sér. Ég fer yfir mitt eigið heilsufar á hverjum morgni og þegar ég vaknaði á hótelinu mínu í Reykjavík í morgun þá gekk ég úr skugga um að ég hefði ekki fengið hjartaáfall um nóttina. Ég komst að því að svo var ekki, heldur var bara kolniðamyrkur úti. Þá mundi ég hvar ég var staddur. Á íslandi. Við leitum ráða hvert hjá öðru, gerum samanburð á einkennum og segjum reynslusögur. Allt gerist þetta áður en við leitum til læknis. Nú getum við líka leitað upp- lýsinga á netinu, bæði fyrir og eftir að við höfum fengið greiningu hjá lækninum okkar. Læknar ættu að fagna því að skjólstæðingar þeirra eru vel upplýstir og hafa aðgang að upplýsingum um sjúkdóma sína. Þegar ég byrjaði með netútgáfu af JAMA 1995 og síðar Medscape varð ég var við að læknar voru margir á móti svo auðveldu aðgengi að upplýsingum á netinu. Þeir sögðu þetta tefja sig í störfum sínum þar sem sjúklingarnir þyrftu að ræða alls kyns efni sem þeir hefðu lesið og lækn- irinn þyrfti að eyða dýrmætum tíma í að leiðrétta alls kyns misskilning og ranghugmyndir sjúkling- anna. Þetta hefur breyst og undanfarin þrjú til fjögur ár hef ég ekki heyrt gagnrýni af þessu tagi. Læknar hafa gert sér grein fyrir að þetta er raunveruleiki sem bregðast verður við á jákvæðan hátt. Þetta útheimtir að læknirinn sé sjálfur mjög vel upplýstur um hvaða upplýsingar eru í boði á netinu og hann þarf hreinlega að láta sjúklinga sína hafa „netseðil", þar sem þeim er vísað á góðar og áreiðanlegar upplýsingar um sjúkdóm viðkom- andi. Þannig sparast tími beggja, læknirinn getur haldið áfram skoðuninni og sjúklingurinn er ekki að lesa einhverja vitleysu." Framtíðin í rafrænni útgáfu Lundberg segir magn upplýsinga á netinu geta skapað vandamál og erfitt fyrir leikmenn að átta sig á gæðum upplýsinganna. „Hlutverk læknisins í þessu efni er mjög mikilvægt. Þegar leitað er á netinu eftir upplýsingum um tiltekinn sjúkdóm kemur upp alls konar efni, mjög misjafnt að gæðum og sumt jafnvel varasamt. Ýmis netfyr- „Rafræn útgáfa er framtíðin og framtíðin er komin," segir George D. Lundberg aðalritstjóri Medscape. LÆKNAblaðið 2009/95 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.