Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 47
U M R Æ Ð
U R
0 G FRÉTTIR
LANDSPÍTALI
Eiríkur Jónsson hlýtur
kennsluverðlaun á Landspítala
Tómas
Guðbjartsson
Þann 19. desember síðastliðinn voru í fyrsta skipti
afhent kennsluverðlaun á skurðlækningasviði
Landspítala. Verðlaunin voru veitt þeim sérfræð-
ingi sem þykir hafa skarað fram úr við kennslu
deildarlækna á síðasta ári. Á haustmánuðum var
gerð ítarleg könnun meðal deildarlækna á skurð-
lækningasviði um ýmis atriði sem snúa að kennslu
og fræðslu. Meðal annars var spurt hver væri besti
kennarinn og hvaða deild hefði verið lærdómsrík-
ust. Hlutskarpastur varð Eiríkur Jónsson yfirlækn-
ir á þvagfæraskurðdeild Landspítala og deildin
var kosin sú besta. Á myndinni sést Eiríkur með
verðlaunin en hann hefur um árabil verið óþreyt-
andi við kennslu unglækna og læknanema. Stefnt
er að því að þessi verðlaun verði árlegur viðburð-
ur.
Ljósmynd: Inger Helene Bóasson.
Félag fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu
Styrkir úr vísinda- og fræðslusjóði FHLE
Sjóðsstjórnin auglýsir styrki úr vísinda- og fræðslusjóði til
umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2009. Úthlutað
verður 1. apríl 2009.
Sjóðurinn var stofnaður að loknu sjötta norræna hjarta-
endurhæfingarþinginu sem haldið var í Reykjavík í
júní árið 2002 á vegum Félags fagfólks um hjarta- og
lungnaendurhæfingu. Rann allur ágóði ráðstefnunnar í sjóðinn.
Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknar- og þróunarverkefni
og ritsmíðar um hjarta- og lungnaendurhæfingu. Sérstök
skipulagsskrá gildir um sjóðinn.
Sjóðurinn styrkir:
A. Útiagðan kostnað vegna samþykkts verkefnis, s.s.
póstburðargjöld og aðkeypta tölfræðiúrvinnslu.
B. Ferðakostnað tengdan rannsóknar- og
þróunarverkefnum.
C. Kaup á nauðsynlegum tækjum til samþykkts verkefnis.
Styrkurinn er veittur til eins eða fleiri þátta sem tilgreindir eru
að ofan, allt eftir eðli og umfangi verkefnisins. Ekki er gert ráð
fyrir launagreiðslum til rannsakenda.
Umsóknir verða metnar af stjórn sjóðsins. Úthlutunarfé er
ákveðið samkvæmt mati stjórnar sjóðsins. Stjórn sjóðsins
áskilur sér rétt til að hafna umsóknum eða fara fram á
endurskoðun verkefnis eða kostnaðaráætlunar.
Skriflegar umsóknir um styrki úr sjóðnum skulu vera vel
rökstuddar með kostnaðar- og tímaáætlun. Jafnframt skal
koma fram í umsókninni hvort aðili nýtur styrkja frá öðrum
sjóðum. Vanda ber frágang umsóknarinnar.
Umsóknum, ásamt fylgigögnum, skal skilað á sérstöku
umsóknareyðublaði í fjórriti til formanns sjóðsstjórnar. Einnig
skal senda umsóknina á rafrænu formi til magnus.b.einarson@
simnet.is
[ sjóðsstjórn eru Marta Guðjónsdóttir, Reykjalundi, Axel F. Sigurðsson, Landspítala
og Magnús B. Einarson, formaður, Hlyngerði 9, 108 Reykjavík.
LÆKNAblaðið 2009/95 143