Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 39
LUNDBERG irtæki hafa sérhæft sig í læknisfræðilegum upp- lýsingum og einnig eru alls kyns samtök fólks með heimasíður með upplýsingum um tiltekna sjúkdóma og þetta þurfa læknar að skoða og vita hvers eðlis er ef sjúklingurinn nefnir það. Læknar þurfa í sem fæstum orðum að vera mjög hand- gengnir netinu og hafa góða yfirsýn yfir hvað þar er í boði því staðreyndin er sú að tugir milljóna manna leita sér læknisfræðilegra upplýsinga á net- inu á hverjum degi." Lundberg er sannfærður um að rafræn útgáfa sé framtíðin og hann leggur áherslu á sú framtíð sé nútíðin. „Medscape nettímaritið er stærsta lækn- isfræðiritið á netinu sem lýtur ströngustu reglum um ritrýni og meðhöndlun fræðigreina. Medscape hefur verið á Medline síðan árið 2000 og frá 2004 hafa fræðigreinar Medscape verið birtar á Medline í fullri lengd. Aðgangur að Medscape er ókeypis og öllum opinn." Medscape er í rauninni margþætt útgáfa þar sem fræðigreinahlutinn er að vissu leyti aðskilinn og dagleg frétta- og greinaútgáfa er það umhverfi sem opnast þegar farið er inn á heimasíðu útgáf- unnar. Allt efnið er engu að síður jafn aðgengilegt og engum hindrunum háð. Frá stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna Á fundi stjórnar FOSL sem haldinn var þann 7. janúar 2009 var sú ákvörð- un tekin að hækka ekki greiðslur úr sjóðnum miðað við síðustu áramót. Styrkfjárhæðir verða því þær sömu fyrir árið 2009 eins og þær voru fyrir árið 2008. Skv. 2. mgr. 8. gr. reglna sjóðsins á að endurskoða fjárhæðir 1. mgr. 2. tl. 8. gr. (eingreiðslustyrkurinn), 3. og 5. tl. 2. gr. (fæðingarstyrkur og útfar- arstyrkur) miðað við 1. janúar ár hvert og þá miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs. Til þessa hefur stjórnin ákveðið að breyta fjárhæðum að fullu í samræmi við breytingar á vísitölunni. Ástæða þess að stjómin hefur nú ákveðið að gera engar breytingar á þessum fjárhæðum er sú að eignir sjóðs- ins hafa rýrnað umtalsvert á síðasta ári vegna fjármálakreppunnar. Ennþá er ekki orðið ljóst hver rýrnunin verður en vitað er að hún verður umtalsverð. Utgreiðslur úr sjóðnum árið 2007 voru meiri en inngreiðslur. Vegna vaxtatekna það ár var rekstrarstaðan þó jákvæð sem nam tæpum 5 millj- ónum. Ekki liggur enn fyrir hver rekstrarniðurstaða ársins 2008 var en þó er vitað að útgreiðslur voru meiri en á árinu 2007 þannig rekstarniðurstaðan verður neikvæð. Rétt er að taka fram að ákvörðun þessi hefur ekki áhrif á greiðslur í for- eldraorlofi eða vegna greiðslna í ólaunaðri fjarveru frá vinnu þar sem þær greiðslur taka mið af hlutfallsgreiðslum af launum. F.h. stjórnar Fosl Gunnar Ármannsson frkvstj. LI „Rafræn útgáfa er einfaldari og ódýrari en prentuð útgáfa. Sumir læknar vilja frekar lesa greinar prentaðar á pappír en á skjánum og þá er einfalt mál að styðja á PRINT og fá efnið prentað á pappír. Ég vil hins vegar vera laus við fyrirhöfn og kostnað sem prentun og dreifing kallar á. Netútgáfa hefur bæði kosti og galla. Ég tel kostina fleiri en gallana og hef valið þá leið. Flest lækna- tímarit halda úti hvorutveggja, prentaðri útgáfu og rafrænni, og sjálfur les ég öll tímarit á netinu, prentaða útgáfan endar ólesin í ruslinu. Þeir læknar eru vissulega til sem finnst meira til um að fá greinar sínar prentaðar en birtar á netinu en flestum finnst skipta mestu máli hversu vel metin útgáfan er, hvort sem hún er prentuð eða rafræn. Medscape nýtur mikils álits og við erum að frum- birta allar okkar fræðigreinar." Obama lofar góðu Lundberg hefur verið ótrauður við að halda fram skoðunum sínum um ýmis málefni er snerta lýð- heilsu og heilbrigðisþjónustu í Bandaríkjunum. Hann bendir á að 48 milljónir Bandaríkjamanna séu án sjúkratrygginga af nokkru tagi og að heil- brigðiskerfi Bandaríkjanna sé alltof flókið, alltof dýrt og mismuni fólki á ýmsan hátt. Hann hefur einnig beitt sér gegn löggjöf um skotvopnaeign og bendir á að á sumum svæðum, borgum og/ eða borgarhverfum sé algengasta dánarorsök ungs fólks, sérstaklega karlmanna, af völdum skotsára. „Það er auðvitað skelfilegt og skrán- ing seldra skotvopna er í megnasta ólestri og í sumum fylkjum eru engar reglur um slíkt. Ekki þarf leyfi til að kaupa skotvopn og megnið af þeim skotvopnum sem seld eru í Bandaríkjunum eru einungis ætluð til að skjóta fólk því skammbyssur og hríðskotarifflar eru ekki veiðivopn. Læknar sem vinna á bráðadeildum ákveðinna borgarspít- ala í Bandaríkjunum hafa jafnvel meiri reynslu af meðhöndlun skotsára en læknar í hernum. Ég bind miklar vonir við að nýr forseti muni setja reglur um þetta í embættistíð sinni." Það er augljóst að Lundberg er ánægður með nýja forsetann og hann segir hiklaust að undanfar- in átta ár undir stjórn Georg W. Bush hafi verið til skammar og nú loks geti Bandaríkjamenn litið kinnroðalaust framan í heiminn að nýju. „Ég bíð reyndar milli vonar og ótta um hvern Obama mun skipa í embætti landlæknis Bandaríkjanna. Þar hefur eitt nafn verið nefnt að undanförnu sem ég ásamt fleirum er ekki alls kostar sáttur við. Obama hefur sagt að undir hans stjórn verði lögð áhersla á menntun, rannsóknir og fræðslu sem ekki veitir af eftir tímabil afturhalds og íhaldssemi á öllum svið- um. Ég hef fulla trú á að hann standi við það." LÆKNAblaðið 2009/95 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.