Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 14
RANNSÓKN Mynd 2. Kaplan-Meier graf sem sýnir lifun sjúklinga 75 ára ogeldri semgengust utidir kransæðahjáveituaðgerð eingöngu (mynd 2a) eða ósæðarlokuskipti með eða án krans- æðahjáveitu (myni 2b) á Islandifrá 2002 til 2006 (blá lína, 95% öryggisbil sýnd með bláum brotalínum), samanborið við viðmiðunarhóp íslendinga afsama aldri og kyni (svört lína). Prósentutölur sýna lifun 12 og 36 mánuðumfrá aðgerð. Lifun sjúklingahópsins var ekki marktækt frábrugðin lifun viðmiðunarhóps, hvorki eftir kransæðahjáveituaðgerð né ósæðarlokuskipti með eða án kransæðahjáveituaðgerðar. sjúklingar í ósæðarlokuhópi voru hins vegar marktækt líklegri til að fá hjartadrep (21% sbr. 8%, p=0,05) eða fjöllíffærabilun (19% sbr. 7%, p=0,03). Auk þess var samanlögð tíðni allra meiriháttar fylgikvilla hærri. Skurðdauði reyndist marktækt hærri í hópi eldri sjúklinga, bæði eftir kransæðahjáveitu (9% sbr. 2%, p<0,001) og ósæðarloku- skipti (11% sbr. 2%, p=0,003) (tafla III). Ekki var tölfræðilega mark- tækur munur á skurðdauða milli sjúklinga 75-79 ára og sjúklinga 80 ára og eldri, hvorki eftir kransæðahjáveitu (6% sbr. 16%, p=0,06) né ósæðarlokuskipti (7% sbr. 18%, p=0,29). Fjölbreytugreining á áhættuþáttum skurðdauða hjá sjúklingum 75 ára eða eldri sýndi að hærri aldur (OR 1,24, 95% CI: 1,02-1,52, p=0,03) og hærra Euro- SCORE (OR 1,26, 95% CI: 1,02-1,56, p=0,03) voru sjálfstæðir for- spárþættir skurðdauða. Hins vegar reyndust ósæðarlokuskipti ekki sjálfstæður forspárþáttur (OR 1,16, 95% CI: 0,98-1,37, p=0,08). Heildarlegutími var sólarhring lengri hjá eldri kransæðahjá- veitusjúklingum (12 dagar sbr. 11 dagar að miðgildi, p<0,001), en miðgildi legutíma á gjörgæslu var hið sama (p=0,10). Legutími á gjörgæslu var sólarhring lengri hjá eldri hópnum eftir ósæðar- lokuskipti með/án kransæðahjáveituaðgerðar (2 sbr. 1 dagar að miðgildi, p<0,001), og var heildarlegutími einnig lengri (15 sbr. 11,5 dagar að miðgildi, p<0,001). Eins árs og fimm ára lifun mældist 97% og 91% fyrir yngri sjúk- lingahópinn, samanborið við 86% og 71% hjá þeim eldri (p<0,001, log-rank próf). Sjúkdómasértæk lifun (disease specific survival) á sömu tímapunktum var 97% og 95% fyrir yngri hópinn saman- borið við 89% og 84% fyrir þann eldri (p<0,001, log-rank próf). Á mynd 2 sést samanburður á heildarlifun sjúklinga 75 ára og eldri og samanburðarhóps íslendinga af sama aldri og kyni, bæði fyrir kransæðahjáveituaðgerðir (mynd 2a) og ósæðarloku- skipti með/án kransæðahjáveituaðgerðar (mynd 2b). Tólf mánuð- um eftir kransæðahjáveituaðgerð skaraðist lifunarkúrfa viðmið- unarhópsins við 95% vikmörk lifunarkúrfu sjúklingahópsins og ekki reyndist marktækur munur á lifun þessara hópa (p=0,87, log-rank próf). Eftir ósæðarlokuskipti sköruðust þessar línur eft- ir rúma 30 mánuði. Þrátt fyrir að lifun hópanna virtist framan af frábrugðin var munurinn ekki marktækur (p=0,06, log-rank próf). Cox-áhættulíkan hjá sjúklingum 75 ára og eldri sýndi aukna áhættu á skurðdauða með hækkandi aldri (HR 1,17, 95% CI: 1,06- 1,29, p=0,002), en hærra útstreymisbrot vinstra slegils virtist vernd- andi þáttur (HR 0,97, 95% CI: 0,94-1,00, p=0,03). Aðrar breytur í líkaninu (EuroSCORE, bráðaaðgerð, kyn) reyndust ekki sjálfstæðir áhættuþættir skurðdauða. Umræða Rannsókn okkar sýnir að fjórðungur sjúklinga sem gekkst undir tvær algengustu opnu hjartaskurðaðgerðirnar á íslandi er kominn yfir 75 ára aldur, og fyrir ósæðarlokuskipti er hlutfallið 46%. Þetta er nánast sama hlutfall og í sænska Swedeheart-grunninum sem nær til allra hjartaskurðdeilda í Svíþjóð.15 Þar sem aldursdreifing og tíðni fylgikvilla reyndist mismun- andi fyrir kransæðahjáveituaðgerðir og ósæðarlokuskipti, ákváð- um við að greina frá árangri aðgerðanna í tveimur hlutum. í báðum hópum reyndust eldri sjúklingar síður líklegir en þeir yngri til að reykja, hafa sykursýki eða blóðfituröskun (tafla I). Skýringin gæti verið sú að sjúklingar með óheppilega samsetningu áhættuþátta hafi síður verið teknir til aðgerðar eða hafi jafnvel komið yngri inn í aðgerð. Hvort tveggja getur valdið bjögun í vali sjúklinga. Kransæðasjúkdómur var hins vegar útbreiddari í hópi eldri krans- æðahjáveitusjúklinga og þrýstingsfall hærra yfir ósæðarloku í eldri ósæðarlokuhópi. Eldri sjúklingar virðast því hafa alvarlegri 14 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.