Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 56
NÝR DOKTOR óvirkjunar með DNA-metýleringu, koma oft fyrir í þeim tilfellum þar sem stök brjóstakrabbamein hafa þróast eftir sömu leiðum eins og BRCAl-stökkbreytt æxli. Þetta er í rauninni lykilatriði í minni rann- sókn, það er að gallar í þessum genum koma fram hjá ákveðnum undirhóp af stökum tilfellum." Ólafur segir að þetta gæti haft mikla klíníska þýðingu núna þar sem nýlega eru komin fram lyf sem kallast PARP-hindr- arar og hafa mjög nýstárlega virkni. „Þetta eru mjög sérhæfð lyf sem hindra ákveð- ið DNA-viðgerðaferli og valda með því frumudauða, en einungis í frumum sem hafa BRCAl- eða BRCA2-tengda afbrigði- leika og er virknin því að mestu bundin við krabbameinsfrumurnar sem slíkar, frekar en eðlilegar frumur líkamans. Þessi lyf eru komin vel áleiðis í rannsóknum og vonandi líður ekki á löngu áður en þau komast í almenna notkun." Ólafur segir að niðurstöðurnar bendi til þess að PARP-hindrarar muni ekki einungis gagnast BRCAl- og BRCA2- arfberum heldur einnig mun stærri hóp sjúklinga, það er þeim sem hafa áunnar breytingar í BRCAl-geni. „Þetta er liður í þeirri framþróun sem er sífellt að verða meira áberandi, það er að lyf í meðhöndl- un sjúkdómsins séu valin í samræmi við það hvaða breytingar hafa komið fram." Rannsakar áfram sviperfðabreytingar Rannsókn Ólafs Andra var fjármögnuð með styrkjum frá Háskólasjóði Eimskipa- félagsins og Rannís en einnig lögðu fleiri aðilar til styrki. „Styrkurinn frá Eim- skipafélaginu varð til þess að ég skipti úr meistaraverkefni yfir í doktorsverkefni. Styrkurinn greiddi launin mín meðan á rannsókninni stóð en styrkir frá Rannís og Rannsóknarsjóði Háskóla Islands stóðu að mestu leyti undir öðrum kostnaði. Styrkir á lokasprettinum frá Göngum saman og Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar hjálpuðu mér mjög mikið við að ljúka verkefninu sem fór eitt ár framyfir þann tíma sem doktors- verkefnum er ætlaður." Ólafur starfar á rannsóknarstofnun í Barcelona og rannsakar sviperfðabreyt- ingar í brjóstakrabbameinum. „Ég náði sambandi við forstöðumann þessarar stofnunar, Manel Esteller, en hann hefur gert rannsóknir sem hafa haft mikil áhrif á þessu sviði. Ég vissi að þessi stofnun væri mjög góð og hér væri góð aðstaða til að rannsaka sviperfðabreytingar. Ég komst í kynni við hann á ráðstefnu í Noregi í fyrra og í kjölfarið sendi ég honum tölvuskeyti og hann bauð mér rannsóknarstöðu. Þetta gekk ótrúlega hratt og snurðulaust fyrir sig." Ólafur flutti síðan út með fjölskyldu sína, eiginkonu og tvö börn. „Ég er ekki spænskumælandi ennþá og það er dálítið snúið í hinu daglega lífi, en í vinnunni tala allir ensku. Sonur minn 8 ára spjarar sig ótrúlega vel og talar spænskuna reiprenn- andi eftir eitt ár. Við höfum ekki hugsað okkur að vera hér lengur en eitt ár í viðbót og ég er þegar byrjaður að leggja drög að því hvað tekur við þá. Það þarf að hafa tímann fyrir sér í þessu sem öðru," segir Ólafur Andri Stefánsson. Hollvinahópur fyrir Urtagarðinn í Nesi Sumarið 2010 var opnaður lækningajurta- garður í Nesi í samstarfi Seltjarnarnesbæj- ar, Lækningaminjasafns, Lyfjafræðisafns, Læknafélags íslands, Lyfjafræðingafélags íslands, landlæknisembættisins og Garð- yrkjufélags íslands. Plöntur í garðinum voru valdar út frá heimildum um ræktun hér á landi á tímabilinu 1760-1834. Stjórn garðsins vill stofna hollvinahóp Urtagarðsins og gefa bæði félagsmönnum og öðrum áhugasömum möguleika á að fylgjast nánar með starfseminni og styrkja hana samhliða. Fyrirtæki geta gerst styrktaraðilar Urtagarðsins og áhugasamir starfsmenn verið meðlimir hollvinahóps- ins. Hollvinahópurinn getur tekið þátt í viðburðum Urtagarðsins, lagt fram vinnu eða efni til afmarkaðra verkefna, til dæmis sjálfboðavinnu við umhirðu garðsins og lagt fram plöntur í plöntusafnið. Um starf Urtagarðsins má lesa á vefsíðu Lækningaminjasafnsins og Nesstofu, Plöntuvísir gerir grcinfyrir plöntuvali ígaröinum nú. www.nesstofa.is Allir sem vilja gerast holl- vinir Urtagarðsins eru beðnir að gefa sig fram við Lækningaminjasafnið, laekninga- minjasafn@seltjarnarnes.is. Fréttatilkynning 56 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.