Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 53
S I Ð F R Æ Ð I Umsjónarmenn siðfræðipistils Læknablaðsins eru Ástríður Stefáns- dóttir (astef@hi.is) og Stefán Hjörleifsson (stefan.hjorleifsson@isf.uib.no). Allar tillögur og gagnrýni varðandi efni þessara pistla eru vel þegnar. urstaða þeirra er að placebo hafi ekki áhrif á hlutlægar mælingar en mögulega væg áhrif þar sem mælingar voru huglægar. Sérstaklega á það við meðferð á verkjum. Þeir telja að placebo-meðferð eigi ekki heima utan við rannsóknir en taka fram að þeir gerðu enga tilraun til að meta áhrif sambands læknis og sjúklings á niður- stöður. Hvernig virkar placebo þegar það minnkar verki eða þunglyndi? Svo virðist vera að um sé að ræða fleiri en eina leið til að mynda placebo-svörun. Heilamynda- tökur hafa sýnt að það að vænta áhrifa, geti virkjað minnisstöðvar sem framkalla líffræðilega svörun sem er sú sama og við virka meðferð.2 Önnur rannsókn á áhrifum placebo í þunglyndi benti til að áhrif lyfleysu væru öðruvísi en virkni þunglyndislyfja.3 í skemmtilegri grein Benedettis um hvernig orð læknisins hafa áhrif á heila sjúklings er lýst niðurstöðum tilrauna þar sem verkjalyf eru gefin með mismunandi lýsingum á væntanlegri virkni þeirra.4 Áhrif jákvæðra orða má blokka með notkun naloxones sem bendir til ópíoíð-áhrifa. Að orð læknisins hafi bein áhrif á hlutlægar mælingar á sjúk- dómsgangi er ólíklegra, en gæti haft áhrif vegna betri meðferðarheldni, til dæmis eins og að hætta að reykja eða sem hluti af endurhæfingu. Hugsun og skynjun hefur áhrif á boðefni og boðefni hafa áhrif á hugsun og skynjun. Einnig er það ástand sem lyf falla inn í misjafnt. Mér dettur í hug konan sem ásakaði hjúkrunarfræðing fyrir að gefa sér svikið lyf þegar hún sofn- aði ekki af svefnpillunni sem hafði svæft hana svo vel deginum áður. Sennilega hefur hún ekki verið eins þreytt þá eins og fyrstu nóttinna. Annað dæmi kemur í hugann, en ég hef fengið petidín tvisvar. í fyrra sinnið var það við fæðingu fyrsta barnsins míns og þvílík sæla. Hitt skiptið var við fósturlát en engin sæla fylgdi þeirri upplifun, þó það drægi úr sársauka eins og áður. Petidínið var efnafræðilega eins en féll í ólíkt efnafræðilegt umhverfi og huglægt samhengi. Rannsóknir sýna að margir læknar nota placebo-virkni í daglegu starfi.5-6 Meirihluti þeirra notar væg virk lyf eins og verkjalyf sem fást án lyfseðils eða vít- amín sem placebo, lyf sem þeir eiga ekki von á að skaði sjúklinginn.5 Eins og að ofan greinir er vandinn við notkun pla- cebo sá að maður á að segja sjúklingnum satt. Menn hafa velt fyrir sér hvort hægt sé að réttlæta hvíta lygi vegna þess að placebo getur virkað á þunglyndi og verki, svo dæmi séu tekin.7 Það væri þá þannig gert að læknir byði sjúklingi lyf sem hefði væg áhrif og væri ekki eins virkt og hefð- bundin meðferð, en án aukaverkana. Mér finnst slík notkun ekki aðlaðandi en hins vegar er áhugavert að velta fyrir sér hvern- ig læknir getur nýtt sér placebo-svörun eða placebo-líka svörun með orðum sínum og viðbrögðum við kvörtunum sjúklings. Það að virkja þá ferla án þess að nota lyf sem ekki hafa efnafræðilegan ávinning, er meira spennandi, kannski ekki síst með annarri meðferð sem er efnafræðilega virk. Að hafa áhrif á líðan er ekki síður mikilvægt en að hafa áhrif á sjúkdóma. Slík meðferð er þó gjarnan vanmetin í heimi læknisfræðinnar en hlutverk lækna er bæði að lækna og líkna. Sjálf hef ég ekki oft fundið þörf fyrir að nota placebo- pillur, og minnist þess ekki nema það hafi verið stöku kalkpilla gefin sem svefnlyf. Oftast eru margir meðferðarkostir í boði og ég hef oft litið svo á að sjúklingar sem kvarta stöðugt geri það yfirleitt vegna þess að að við höfum ekki skilið nægilega vel hvað veldur kvörtunum þeirra. Stundum þarf hlustun og athygli, líkamsþjálfun og virkni, stuðning, sálfræðimeðferð, fræðslu og svo mætti lengi telja, en mér sýnist oftast hægt að hjálpa fólki til að lifa viðunandi lífi, þótt ekki sé um lækningu að ræða. Ég velti fyrir mér hvort dáleiðsluáhrif séu í placebo-svörun. Eftir að Jakob Jónasson geðlæknir gerði handlegginn á mér stífan á 5. ári í læknisfræði með dá- leiðslu trúi ég öllu (næstum því). Ég hef þó ekki hugmynd um hvernig dáleiðsla virkar, fremur en ég skil hvað meðvitund raunverulega er (þrátt fyrir að hafa setið nokkra fyrirlestra í Háskólanum fyrir nokkrum árum þar sem fjöldi manna frá ýmsum fögum fjölluðu ítarlega um eðli meðvitundarinnar og lesið nokkrar bækur þar um). Að lokum, margir læknar nota pla- cebo-lyf til meðhöndlunar sjúklinga en það hefur verið gagnrýnt vegna réttar sjúklings á upplýsingum. Placebo hefur ekki verkun á hlutlæga mælikvarða á framvindu sjúkdóma en getur haft áhrif á líðan. Sú verkun byggist á skilgreinan- legum og mælanlegum lífeðlisfræðilegum breytingum sem þó eru lítið þekktar. Ég velti fyrir mér hvort sú verkun eigi eitt- hvað skylt við áhrif dáleiðslu og þætti mér gaman að heyra álit fleiri lækna á þeirri hugmynd. 1. Hróbjartsson Á, Götzsche PC. is the placebo powerless. An analysis of clinical trials comparing placebo with no treatment. NEJM 2001; 344:1594-602. 2. Haour F. Mechanisms of the placebo effect and of conditioning. Neuroimmunomodulation 2005; 12:195- 200. 3. Leuchter AF, Cook IA, Witte EA, Morgan M, et al. Changes in Brain Function of Depressed Subjects During Treatment With Placebo. Am J Psychiatry 2002; 159:122-9. 4. F Benedetti. How the doctor's words affect the patient's brain. Eval Health Prof 2002; 25: 369-86. 5. Tilburt JC, Emanuel EJ, Kaptchuk TJ, Curlin FA, et al. Prescribing „placebo treatments": Results of national survey of US intemists and rheumatologists. BMJ 2008; 337; al938. 6. Nitzan U, Lichtenberg P. Questionaire survey on use of placebo. BMJ 2004: 329; 944-6. 7. Pittrof R, Rubinstein I. The thinking doctor's guide to placebo. Views and reviews. BMJ 2008; 336:1020. LÆKNAblaöið 2012/98 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.