Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 36
Y F I R L I T Tafla IV. Lyf við fótaóeirð. Dópamínörvarar Pramípexól 0,18-0,75 mg að kveldi Rópíníról 0,25-2 mg að kveldi Levódópa/dekarbóxýlasahemjari Madopar/Sinemet 62,5-125 mg að kveldi Ópíöt Kódein 25-50 mg að kveldi Oxýkódón 10-20 mg að kveldi Parkódin 1-2 tafla að kveldi Tramadól 50-100 mg að kveldi Flogaveikilyf Gabapentín 200-400 mg að kveldi Karbamazepín 100-200 mg að kveldi Pregabalin 25-100 mg að kveldi mögnun getur eftirfarandi gerst: einkennin koma fyrr en venjulega (að minnsta kosti tveimur klukkustundum), eru aukin að styrk- leika, koma fyrr við hvíld og færast jafnvel yfir á aðra líkamshluta.9 Levódópa í byrjun níunda áratugarins kom í ljós að levódópa hafði góð áhrif á fótaóeirð,52 og hafa margar rannsóknir staðfest það.9 Helsta takmörkun levódópa er einkennamögnun og hún er heldur meiri en hjá dópamínörvurum. Hætta á einkennamögnun eykst með hækkandi skömmtum af levódópa. í einni rannsókn fengu um 60% sjúklinga á levódópa einkennamögnun. Stór hluti þurfti að hætta meðferðinni vegna þessa.53 Til að komast hjá þessu er mælt með því að nota levódópa sparlega, helst sem lyf eftir þörfum, og ekki í háum skömmtum. Ógleði og svimi eru helstu aukaverkanir levódópa-meðferðar. Önnur lyf í upprunalegri lýsingu Willis frá 1672 nefndi hann virkni ópíata við fótaóeirð. Hægt er að nota ópíöt á borð við oxýkódón, trama- dól og kódein við fótaóeirð.54 Rannsóknir hafa sýnt að oxýkódón dregur úr fótaóeirð. auk þess sem það bætir svefn og minnkar lotuhreyfiröskun útlima í svefni.54 Þessum lyfjum er hægt að beita ENGLISH SUMMARY Restless legs syndrome - a review Sveinsson OA’, Sigurdsson AP2 Restless legs syndrome (RLS) is a common disorder with a prevalence between 10-20% in lceland. There are two forms of RLS, idiopathic and secondary. Symptom onset of RLS before the age of 45 suggests an idiopathic form with no known underlying cause but inheritance. Symp- tom onset after age of 45 indicates a secondary form with an underlying cause without inheritance. Causes for secondary forms are for example: iron depletion, uraemia and polyneuropathy. Symptoms of RLS are ef dópamínvirk lyf þolast illa. Ópíöt eru ekki fyrsta val vegna ávanahættu. Þó hafa langtímarannsóknir ekki sýnt fram á mikla ávanabindandi hættu við notkun ópíata við fótaóeirð.47 Hafa ber í huga að ópíöt geta haft í för með sér versnun á kæfisvefni. Mælt er með því að nota forðatöflur til að minnka ávanahættu og tryggja lengri verkun yfir nóttina. Flogaveikilyf á borð við gabapentín55, pregabalín, karbamazep- ín56 og valpróinsýra57 draga úr einkennum fótaóeirðar. Gabapentín kom jafn vel út og rópíníról í einni samanburðarrannsókn.58 Gaba- pentín er ekki síst góður kostur ef fjöltaugabólga er til staðar og hjá sjúklingum í blóðskilun, þá í lægri skömmtum.59 Síður er mælt með bensódíaspínsskyldum lyfjum sem sértækri meðferð við fótaóeirð. Eigi að síður hafa lyf eins og klónazepam sýnt fram á árangur við fótaóeirð.60 Helst eru áhrifin talin felast í bættum svefni án mikilla áhrifa á fótaóeirðina sjálfa eða lotu- hreyfiröskun útlima í svefni.28'60 Meðferð fótaóeirðar á meðgöngu Fótaóeirð getur hafist eða versnað á meðgöngu. Ólíkar skýringar hafa verið settar fram, meðal annars járnskortur. Ekki er hægt að meðhöndla ófrískar konur með hefðbundnum lyfjum við fóta- óeirð. Því er um almennar ráðleggingar að ræða: góðar svefn- venjur, ganga fyrir svefninn, kæling, nudd, auk inntöku járns ef járnbirgðir eru lágar. Hugsanlega getur inntaka magnesíum og/ eða fólínsýru hjálpað. Samantekt Fótaóeirð er afar algengur kvilli sem getur leitt af sér svefntruflun og dagsyfju og haft neikvæð áhrif á lífsgæði. Tiltölulega auðvelt er að greina og meðhöndla kvillann. Fyrsta val í meðferð eru dópamínörvarar. Mikilvægt er að byrja með lága skammta vegna mögulegra aukaverkana. Nauðsynlegt er útiloka og meðhöndla járnskort. Þakkir Höfundar vilja þakka Ögmundi Bjarnasyni lækni fyrir yfirlestur greinarinnar og gagnlegar ábendingar. uncomfortable and unpleasant deep sensations in the legs that are felt at rest, accompanied by an urge to move the legs, typically just before sleep. Accompanying RLS is a sleep disturbance that can lead to day- time somnolence, decreased quality of life, poor concentration, memory problems, depression and decreased energy. Dopamine agonists are currently the first line treatment for RLS. Keywords: restless legs, periodic limb movements, sleep disturbance, dopamine agonists. Correspondence: Olafur Sveinsson MD, olafur.sveinssontSkarolinska.se 'Department of Neurology Karolinska Hospital, Stockhotm, Sweden, 2Department of Neurology, Landspitali University Hospital, Reykjavik, lceland. 36 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.