Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREIN Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli á niðurskurðartímum! Þorvaldur Ingvarsson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, bæklunarskurðlæknir og dósent við Háskóla íslands. thi@fsa.is Sú staðreynd hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að heilbrigðisþjónustan í landinu virðist eiga að bera þyngsta og stærsta hlutann af niðurskurði þeim sem þjóðin stendur frammi fyrir til þess að ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Víða um land hefur minni heilbrigðisstofnunum verið gert að skera niður um 30-40% og stærri sjúkrahúsunum, Landspítala og Sjúkra- húsi Akureyrar, um og yfir 20%. Það vekur hins vegar athygli að fjárframlög til sjálf- stætt starfandi sérfræðinga aukast á sama tíma.1 Meiri niðurskurður á minni heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni ásamt þeirri staðreynd að sérfræðiþjónusta er þar minni en á höfuðborgarsvæðinu skerðir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni enn meira en ella. Læknum hefur fækkað og þeim sem eftir eru er gert enn erfiðara en ella að sinna þjónustu við sjúklinga vegna fækk- unar á sjúkra- og hjúkrunarrýmum, sam- einingar vaktsvæða og skerðingar á stoð- þjónustu, svo sem þjónustu lífeinda- og geislafræðinga. Augljóst er að þessi niður- skurður hefur veruleg áhrif á þjónustu í heilbrigðiskerfinu, sums staðar þannig að þjónusta hefur lagst af og öryggi kann að vera ógnað, læknar á landsbyggðinni eru aftur orðnir einyrkjar. Tjónið verður seint bætt þegar fagfólk eins og læknar hefur flust burt. Það liggur í augum uppi að það getur kostað meira að þjónusta fólk í dreifbýli en í þéttbýli. Legutími getur verið mis- munandi vegna landfræðilegra staðhátta og það getur verið ódýrara að vista aldr- aðan einstakiing á hjúkrunarheimili en aka um langan veg nokkrum sinnum á dag til að þjónusta hann. Ef svo fer sem horfir stefnir í að heilu landsfjórðungarnir verði án sérhæfðrar þjónustu, svo sem skurð- og fæðingarþjónustu, þjónustu sem íbúum Reykjavíkur þykir svo sjálfsögð að þeir leiða ekki hugann að því hvort hún er til staðar eða ekki. Þó að það liggi í augum uppi að allir landsmenn eigi að búa við sömu þjón- ustu og því ætti að skipuleggja heilbrigðis- þjónustu út frá þeirri staðreynd, virðist skipulagning hennar almennt í landinu vera sjálfsprottin og hafa stjórnast af fram- boði af heilbrigðisstarfsfólki. Það verður seint hægt að fá svör við því hver á að veita heilbrigðisþjónustu, hvar og hvenær? Eða hvernig bregðast skal við því þegar ekki er hægt að halda úti þjónustu? Gjáin milli iandsbyggðar og höfuðborgarsvæðis er að dýpka vegna átaka um fjármagn og starfs- fólk og ekki bætir úr skák sú umræða sem á sér í sífellu stað um Reykjavíkurflugvöll. Landspítalinn er og verður sjúkrahús allra landsmanna og aðgangur að honum þarf að vera öllum tryggður. í heilbrigðisáætlun segir að ekki skuli að jafnaði vera meira en einnar klukkustundar akstur frá heimili til næstu bráðaþjónustu.2 Það er ekki hægt að leggja niður heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni og vísa til þess að það eigi að styrkja sjúkraflutninga. Ekki verður séð að þeir hafi verið efldir og ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður er bráðaþjónusta allra landsmanna í voða. Við því þarf að bregðast með því að stórefla þjónustu utan höfuðborgarsvæðis- ins ef svo á að heita að landsmenn hafi allir jafnan rétt til þjónustu. Mótmæli vegna sameiningar bráðamóttakanna í Reykjavík á sínum tíma vegna skertrar þjónustu við kransæðasjúklinga (STEMI) virkar sérstök þegar horft er til þess að meðalflutnings- tími af Norðurlandi á bráðamóttöku Land- spítalans með sjúkling (STEMI) er rúmir þrír klukkutímar.3 Við hljótum að krefjast þess að ákveðið verði hvaða þjónustu á að veita, hvar og af hverjum og hver beri ábyrgð ef ekki er hægt að halda úti sér- hæfðri þjónustu í heilum landsfjórðungum. Við þá ákvarðanatöku er sjálfsagt að beita gagnreyndri læknisfræði og klínískum leiðbeiningum með ívafi af heilsuhagfræði og landafræði. Þegar búið er að taka þessar ákvarðanir af þar til bærum aðilum verður að hafa það í huga að landfræðilegar að- stæður geta leitt til þess að það verði að veita bráðaþjónustu og fæðingarþjónustu á stöðum sem ekki reynast sjálfbærir heilsu- hagfræðilega séð. Þessu verðum við að kyngja og það sem meira er, sjá til þess að þessi þjónusta sé til staðar og okkur til sóma. Það er ekki vandamál heimamanna heldur þjóðarinnar allar. Vinna Boston Glo- bal Consulting Group með ráðgjafarhópi nú í haust er spor í rétta átt, en sú nefndar- vinna þarf að leiða til ákvarðana. Niðurskurður undanfarinna ára hefur haft þau áhrif að heilbrigðisstarfsfólki á landsbyggðinni hefur fækkað svo mikið að víða er mjög erfitt að halda uppi grunn- þjónustu nema með farandlæknum. Sí- felldur niðurskurður ásamt umræðum um væntanlegar sameiningar eða sundranir heilbrigðisstofnana veldur óvissu og óró- Ieika hjá íbúum og heilbrigðisstarfsfólki. Sem aldrei fyrr er þörf á stefnumótun og ábyrgri stefnu til langs tíma ef ekki á illa að fara, nú skerum við ekki meira niður! 1. Illlögur um skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna. www.stjr.vel.is - desember 2011. 2. Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. www.stjr.vel.is - desember 2011. 3. Sigmundsson TS, Gunnarsson B, Benediktsson S, Gunnarsson GT, Duason S, Thorgeirsson G. Flutningstími og gæði meðferðar hjá sjúklingum með ST-hækkunar hjartadrep á Norður- og Austurlandi. Læknablaðið 2010; 96:159-65. Health care in rural areas during budget cuts! Thorvaldur Ingvarsson CEO Akureyri Hospital, orthopedic surgeon and associate professor University of lceland. LÆKNAblaðið 2012/98 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.