Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 35
Y F I R L I T tveggja með fótaóeirð.27 Að minnsta kosti 5 genasæti á litningum 2, 9,12,14 og 20 hafa fundist sem tengd eru aukinni áhættu.25'28 Afleitt (secondary) sjúkdómsform Eftir því sem aldurinn færist yfir (sérstaklega eftir 45 ár aldur) eykst tíðni tilfella þar sem skilgreind orsök finnst og ættlægni minnkar að sama skapi. Á 6. áratug síðustu aldar urðu menn þess varir að fótaóeirð virtist tengjast járnskorti í blóði.29 Ofannefnd íslensk rannsókn sýndi fram á samband lágs styrks ferritíns í blóði og fótaóeirðar.10 Hið sama hefur átt við um styrk ferrítíns í mænuvökva.30-33 Járn er stoðhvati fyrir týrosínhydroxílasa sem er mikilvægt hjálparensím við myndun dópamíns í djúphnoðum (basal ganglia) heilans.34 Sjúklingar með fótaóeirð virðast líða fyrir truflaðan flutning járns inn í djúphnoða heilans þar sem dópa- mínframleiðslan fer fram.35-36 Einnig hafa myndrannsóknir sýnt fram á lægri styrk járns í djúphnoðum hjá einstaklingum með fótaóeirð.37 Þá virðist styrkur járns í djúphnoðum vera í öfugu hlutfalli við styrk einkenna. Mikilvægt er að vita að blóðleysi þarf ekki að vera til staðar til að einkenni komi fram, en styrkur ferritíns er yfirleitt lágur. Athyglisvert er að styrkur járns í blóði fellur um 30-50% að nóttu til. Það gæti að einhverju leyti skýrt af hverju einkennin koma mest fram á nóttunni.38 Ef viðkomandi hefur lágt ferritín í blóði og hlutfall járns/járnbindigetu er undir 0,15 er líklegt að um járn- skort sé að ræða. Skortur á fólínsýru eða B-12 vítamíni geta valdið fótaóeirð, sem og nýrnabilun.39'41 Fótaóeirð kemur einnig fram með liðagigt og vefjagigt.42 Hjá tiltölulega mörgum konum koma einkennin fyrst fram við meðgöngu en ganga þó oftast yfir.43 Fótaóeirð sést einnig í sambandi við fjöltaugabólgu (polyneuropathy) eða taugarótar- kvilla (radiculopathy).44'45 Mismunagreiningar Fjöldi kvilla getur gefið einkenni sem líkjast fótaóeirð og er afar mikilvægt að greina þar á milli. Mismunagreiningar má sjá í töflu III. Við frumlægt sjúkdómsform liggur sjúkdómurinn oftast í ætt- inni, sem auðveldar greiningu. Hjá sjúklingum með eðlilega tauga- skoðun nægir oftast að mæla járnbúskap (járn, járnbindigetu og ferritín), B-12, fólínsýru, fastandi blóðsykur og kreatínín. Hjá þeim sem hafa enga ættarsögu og eru með frávik við taugaskoðun, ekki síst eldri sjúklingum, getur verið nauðsynlegt að gera víðtækari rannsóknir eins og taugalífeðlisfræðileg próf eða segulómskoðun af mænu. Fjöltaugabólga er mikilvæg mismunagreining. Vísbend- ingar um fjöltaugabólgu eru minnkað skyn, ekki síst titringsskyn í fótum, minnkaður vöðvastyrkur og minnkuð eða upphafin sina- viðbrögð. í þeim tilfellum er rétt að framkvæma taugaleiðnipróf. Hjá einstaklingum á geðklofalyfjum þarf að hafa hvíldaróþol (akathisia) í huga, ekki síst þegar lyf sem hemja dópamínviðtaka eiga í hlut.4<’ Orðið Akathisia þýðir að geta ekki setið kyrr. Þessir sjúklingar upplifa óþægilega tilfinningu í öllum líkamanum og því ekki eins staðbundið og í fótaóeirð. Einkennin vara allan dag- inn og trufla stundum svefn.28 Ýmis önnur lyf en geðrofslyf geta framkallað einkenni líkt og við fótaóeirð. Dæmi um slík lyf eru sértækir serótónín-endurupptökuhemlar (SSRI), serótónín- og noradrenalín-endurupptökuhemlar (SNRI), þríhringlaga þung- lyndislyf, andhistamínvirk lyf og viss flogaveikilyf, eins og fe- Tafla III. Mismunagreiningar við fótaóeirð. 1) Fjöltaugabólga: til dæmis vegna sykursýki, nýrnabilunar, B-12 skorts eða alkóhóls. 2) Þrenging í mænuholsgöngum (spinal stenosis). 3) Hvíldaróþol (akathisia) sem aukaverkun af geðrofslyfjum. 4) Aukaverkun ýmissa lyfja: sértækir serótónín-endurupptökuhemjarar (SSRI), serótónín- og noradrenalín-endurupptökuhemjarar (SNRI), þríhringlaga þunglyndislyf, andhistamínvirk lyf og viss flogaveikilyf, eins og fenytóín og valpróinsýra. 5) Sinadráttur. nytóín. Hafa verður í huga að koffín, nikótín og alkóhól geta gert einkennin verri. Mikilvægt er að gera greinarmun á fótaóeirð og sinadrætti, en það er gert með nákvæmri sögutöku. Meðferð I vægustu tilfellum er ekki þörf á lyfjameðferð. Ýmis ráð eins og kæling, nudd og ganga fyrir svefninn auk góðra svefnvenja geta minnkað einkennin. Hafa ber í huga notkun lyfja sem geta fram- kallað og/eða gert fótaóeirðina verri. Við afleidda formið er mikil- vægt að meðhöndla undirliggjandi orsök á borð við járnskort. Oftast dugar að taka járn um munn, en samhliða inntaka C-vít- amíns eykur frásog járns. Ef slíkt dugar ekki mætti íhuga að gefa járnmeðferð í æð. Stefna ber að ferritíngildi sem liggur nokkuð fyrir ofan neðri viðmiðunarmörkin (50 mg/1) og að hlutfall járns/ járnbindigetu sé >0,15. Þegar rætt er um árangur lyfja við fótaóeirð að neðan er oftast gengið út frá alþjóðlegum fótaóeirðarskala, sem samanstendur af fótaóeirðareinkennum, svefngæðum, dagsyfju, áhrifa fótaóeirðar á andlega líðan og líf einstaklingsins (vinnu, fjölskyldulíf). Einnig geta svefnrannsóknir legið lyfjarannsókninni að baki. Dópamínörvar Þó að fjöldi ólíkra lyfja (sjá töflu IV) finnist gegn fótaóeirð eru dópamínörvarar mest notuðu lyfin. Virkni dópamínörvara gefur til kynna að um sé að ræða truflun í dópamínkerfi djúphnoðum heilans hjá sjúklingum með fótaóeirð. Hjá þessum hópi hafa rann- sóknir sýnt minnkaða bindingu dópamíns við D2 viðtakann og vanstarfsemi í boðefnaflutningi dópamíns í djúphnoðum heil- ans.47-48 Mörgu er þó enn ósvarað hvað þetta varðar. í dag eru dópamínörvarar fyrsta val við meðferð fótaóeirðar, ekki síst ef einkenni eru mikil.9 Algengast er að nota tvo ekki-er- got-dópamínörvara, pramipexól (Sifrol®) og rópíníról (Requip®, Adartrel®) sem sýnt hafa góðan árangur í klínískum rannsókn- um.49'51 Yfirleitt er byrjað á lágum skammti fyrir svefninn (sjá töflu IV.). Hægt er að auka styrkinn tiltölulega hratt. Ef fólk vaknar á nóttunni eða er með einkenni sem vara yfir daginn er hægt að nota forðalyf af rópíníról eða pramipexól. Ef pramípexól er tekið sem dæmi, er ráðlagður byrjunarskammtur 0,18 mg, 2-3 klukku- stundir fyrir háttatíma. Ef nauðsynlegt er má tvöfalda skammtinn á 4-7 daga fresti, allt að 0,75 mg. Ef forðalyf eru notuð er rétt að taka þau með kvöldmat þar sem mesta virknin kemur fram eftir 4-6 klukkustundir. Helsta takmörkunin á notkun dópamínörvara eru aukaverkanir en þær geta verið: ógleði, bjúgur á fótum, þreyta, svefntruflun og einkennamögnun (augmcntation). Við einkenna- LÆKNAblaðið 2012/98 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.