Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.01.2012, Blaðsíða 19
RANNSÓKN Afdrif barna á íslandi sem eru ættleidd erlendis frá Málfríður Lorange' sálfræðingur, Kristín Kristmundsdóttir' félagsráðgjafi, Guðmundur Skarphéðinsson' sálfræðingur, Björg Sigríður Hermannsdóttir2 sálfræðinemi, Linda Björk Oddsdóttir2 sálfræðinemi, Dagbjörg B. Sigurðardóttir' læknir ÁGRIP Inngangur: Undanfarin ár hafa allmörg börn verið ættleidd til Islands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhættuþættir geta haft áhrif á andlega líðan og hegðun barna ættleiddra erlendis frá. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað um áhættuþætti fyrir ættleiðingu, andlega líðan og hegðunarvanda hjá börnum ættleiddum erlendis frá. Notaður var yfirgripsmikill spurningalisti um þetta efni sem var þróaður af Dana Johnson, lækni hjá Háskólanum í Minnesóta í Banda- ríkunum. Einnig voru lagðir fyrir eftirfarandi staðlaðir hegðunarmatslistar: Spurningalisti um atferli barna (CBCL), Spurningalisti um styrk og vanda (SDQ), Ofvirknikvarðinn (ADHD-RS-IV) og Einhverfumatslistinn (ASSQ). Listarnir hafa áður verið staðlaðir við almennt þýði. Niðurstöður: Börn ættleidd eftir 18 mánaða aldur og þau sem hafa dvalið á stofnun lengur en fyrstu 18 mánuði lífsins eru í aukinni áhættu á að sýna einkenni athyglisbrests með ofvirkni og hegðunar- og tilfinningavanda en almennt þekkist. Auk þess skora þau börn sem talin eru hafa sætt alvarlegri tilfinningalegri vanrækslu marktækt hærra á hegðunar og tilfinn- ingamatslistunum en þekkist í almennu þýði. Tilhneiging í þá veru sást einnig á skori á einhverfumatslistanum. Þau börn sem voru ættleidd fyrir 12 mánaða aldur skoruðu sambærilega við almennt þýði á öllum mats- listum. Ályktun: Niðurstöðurnar bendatil þess að börnum sem eru ættleidd eftir 18 mánaða aldur sé hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda samanbor- ið við almennt þýði. Niðurstöðurnar styðja að leggja beri áherslu á að börn sem eru ættleidd erlendis frá til (slands komist sem fyrst til kjörforeldra sinna og dveljist sem styst á stofnun. Inngangur Efniviður og aðferðir ’Barna- og unglingageödeild Landspítala, 2sálfraeðideild Háskóla íslands. Fyrirspurnir: Dagbjörg B. Sigurðardóttir dagbjorg@landspitali. is Barst: 5. júlí 2011 - samþykkt til birtingar: 5. desember 2011. Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. Síðustu þrjá áratugi hafa á annan tug barna verið ætt- leidd til landsins á ári hverju. Mörg þeirra hafa dvalið á stofnun fyrir komu, sum jafnvel allt frá fæðingu. Lítið er vitað um hvernig börnunum farnast tilfinningalega eftir komuna til íslands. Erlendar rannsóknir hafa gefið til kynna að ættleidd börn sem eru fædd utan ættleið- ingarlands geti sýnt þroskafrávik, auk þess að stríða við hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika í meira mæli en önnur börn. Möguleiki barnanna til eðlilegrar tengslamyndunar getur verið skertur eða jafnvel ekki til staðar.1'4 Vissir áhættuþættir, til að mynda vannæring, áfengisneysla móður á meðgöngu og langvinn stofn- anavist geta aukið líkur á skertum þroska og vexti, sem og erfiðleikum við myndun geðtengsla og ofvirkni- og einhverfulíkum einkennum.1'4 Auk þess geta námserf- iðleikar og skert félagsfærni sést hjá þessum börnum.2'7 Aðbúnaður á stofnunum sem sinna munaðarlausum börnum getur verið ábótavant og bitnað á líkamlegri og andlegri umhirðu þeirra. Gjarnan er um marga umönn- unaraðila að ræða og mörg börn á hvern starfsmann.4'7 Ef áhættuþættir hegðunar- og tilfinningalegra erfið- leika eru greindir snemma er mögulegt að virk íhlutun geti dregið úr síðkomnum afleiðingum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl áhættuþátta fyrir ættleiðingu og ákveðinna geðrænna erfiðleika, metið með stöðluðum kvörðum hjá börnum sem hafa verið ættleidd erlendis frá. Rannsóknin er hönnuð eftir fyrirmynd og í samráði við Dana Johnson og samverkamenn hans við Uni- versity of Minnesota.8 Þeir hafa gert umfangsmiklar kannanir á heilsu og líðan barna ættleiddra erlendis frá. Að auki hafa þeir skoðað viðhorf foreldra þeirra og þörf á þjónustu sem börnin og fjölskyldur þeirra þurfa á að halda. Þau börn, ættleidd erlendis frá, sem tóku þátt í rannsókninni voru fundin með aðstoð íslenskrar ætt- leiðingar, sem eru samtök sem hafa staðið fyrir ætt- leiðingum erlendra barna hingað til lands. íslensk ætt- leiðing aðstoðaði við útsendingu spurningalistanna sem voru notaðir við rannsóknina. Spurningalistarnir voru auðkenndir með númeri fyrir hvert barn, þannig að nöfn og rekjanlegar upplýsingar um þátttakendur voru ekki aðgengilegar fyrir rannsakendur. í úrtakinu voru foreldrar 276 barna á aldrinum eins til 18 ára. Svör bárust frá foreldrum 130 barna, og svarhlutfall var því 47%. Eftirfarandi spurningalistar voru notaðir: Spurn- ingalisti úr rannsókn Dana Johnson, Spurningalisti um styrk og vanda, Ofvirknikvarðinn, Skimunarlisti einhverfurófs og Spurningalisti um atferli barna og unglinga. Listi Dana Johnson og félaga, sem vinna við alþjóð- lega ættleiðingarverkefnið (International Adoption Project), var þýddur og staðfærður að fengnu leyfi. Listinn skiptist í 8 hluta sem beinast að mismunandi þáttum í lífi ættleiddra barna. í listanum er spurt um LÆKNAblaðiö 2012/98 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.