Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 2

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 2
kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi S érfræðingur í gjörgæslu- og svæf-ingarlækningum í 80 prósenta starfi á Landspítalanum fékk tæpar 409 þúsund krónur útborgað fyrir mánaðar- vinnu – að meðtöldum kvöld- og helgar- vöktum, bakvöktum og aukavöktum, sam- kvæmt launaseðli sem Fréttatíminn er með undir höndum. Heildarlaunin eru um 750 þúsund fyrir skatta og launatengd gjöld. Svæfingalæknirinn vinnur að auki einn dag í viku á stofu til að ná upp laununum. Laun sérfræðings fyrir 100% starf á Landspítal- anum eru tæplega 600 þúsund á mánuði auk 15% álagningar fyrir að vinna aðeins þar og hvergi annars staðar, sem sagt 690 þúsund á mánuði. Öll laun umfram það eru vegna kvöldvakta, helgarvakta og bakvakta sem teknar eru ofan á fullt starf. Samkvæmt heimildum Fréttatímans eru meðallaun íslenskra lækna um 1150 þúsund krónur á mánuði. Inn í þeirri tölu eru kvöld- og helgarvaktir, bakvaktir og öll aukavinna. Ekki er óalgengt að læknar á Landspítal- anum vinni allt að 100-150 vaktatíma á mán- uði sökum manneklu – og eru laun fyrir þá vinnu inni í þessum meðallaunum. Það eru álíka laun og hæstaréttardómarar hafa, sem og ráðherrar, sem fá um 1180 þús- und í mánaðarlaun að meðaltali. Flugstjórar eru með 1530 þúsund í mánaðarlaun að með- altali og forstjórar 1630 þúsund. Af öllum þessum stéttum vinna læknar langlengsta vinnuviku og eru með mesta vaktaálagið. Nám sérfræðilækna er jafnframt hið lengsta af öllum þessum stéttum og starfsævin því styttri sem því nemur. Læknar hafa bent á að laun þeirra hafa dregist aftur úr launaþróun hjá hinu opinbera sem og starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands eru læknar 14-21 pró- sentum á eftir í launaþróun miðað við aðra opinbera starfsmenn frá árinu 2007. Helsta krafa lækna í samningaviðræðum þeirra við ríkið sem nú stendur yfir er að grunnlaun þeirra hækki. Byrjunarlaun læknis, sem lokið hefur sex ára háskóla- námi, eru um 340 þúsund krónur. Byrjunar- laun sérfræðilæknis, sem lokið hefur sex ára grunnnámi í háskóla, árslöngu kandídatsári og loks 5-10 ára sérfræðinámi eru 530 þús- und krónur á mánuði. Sjá umfjöllun á síðu 10. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Kjaramál meðallaun læKna eru um 1.150 þúSund Krónur á mánuði Launatekjur 200 launahæstu í hverri starfsstétt* Sjómenn ................................................................ 2.500 þúsund Forstjórar .............................................................. 2.300 þúsund Starfsmenn fjármálafyrirtækja .......................... 1.700 þúsund Næstráðendur ...................................................... 1.600 þúsund Heilbrigðisgeiri (læknar, tannlæknar o.fl.) ......... 1.400 þúsund Skólamenn (100 efstu) ......................................... 1.000 þúsund *á mánuði skv. Tekjublaði Frjálsrar verslunar Meðalheildarlaun á mánuði (fyrir dagvinnu, yfirvinnu og vaktaálag þar sem á við) * Forstjórar .............................................................. 1.630 þúsund Flugstjórar ............................................................. 1.530 þúsund Ráðherrar .............................................................. 1.180 þúsund Læknar .................................................................. 1.150 þúsund Hæstaréttardómarar ........................................... 1.100 þúsund Endurskoðendur ................................................... 1.070 þúsund *Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum atvinnulífsins, Fjársýslunni, fjármálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands, ASÍ o.fl. Sérfræðilæknir með 690 þúsund á mánuði Laun sérfræðilæknis fyrir fulla vinnu á Landspítalanum eru 690 þúsund krónur á mánuði ef hann vinnur hvergi annars staðar. Meðallaun íslenskra lækna eru 1150 þúsund krónur – en inn í þeirri upphæð eru öll laun vegna kvöldvakta, helgarvakta og bakvakta sem teknar eru ofan á fullt starf. Til samanburðar eru hæstaréttardómarar með 1100 þúsund og ráðherrar með 1180 þúsund. Helsta krafa lækna í samn- ingaviðræðum þeirra við ríkið sem nú stendur yfir er að grunn- laun þeirra hækki. Byrjunar- laun læknis sem lokið hefur sex ára háskólanámi eru um 340 þúsund krónur. Byrjunarlaun sérfræðilæknis, sem lokið hefur sex ára grunn- námi í há- skóla, árslöngu kandídatsári og loks 5-10 ára sérfræðinámi eru 530 þúsund krónur á mánuði. Ljósmynd/Hari  Sjávarútvegur Konur eru enn í minnihluta þó hlutfall þeirra hæKKi Tekjurnar námu 263 milljörðum Konur eru þriðjungur þeirra sem starfa við sjávarútveg, það er um 2.800 konur af þeim 8.600 manns sem á árinu 2013 starfaði með bein- um hætti við sjávarútveg. Hlutfall kvenna í sjávarútvegi hefur verið í kringum 24% síðastliðinn áratug en mikil fjölgun varð á meðal kvenna í sjávarútvegi á milli áranna 2012 og 2013 samhliða aukningu starfa í landi. Tæp 86% kvenna sem starfa í sjávarútvegi starfa við fiskiðnað eða um 2.400 konur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Ís- landsbanka um sjávarútveginn. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þorskaflinn hafi dregist saman um næstum helming síðustu þrjá áratugi en á sama tíma hafi út- flutningsverðmæti aflans aukist um 138% Tekjur sjávarútvegsfélaga árið 2013 námu 263 milljörðum sem er 5% samdráttur frá fyrra ári. Útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða hefur aukist um 31% undanfarin fimm ár og námu þau 272 milljörðum í fyrra. Heildarfækkun starfsfólks í sjáv- arútvegi af báðum kynjum er 400 manns frá árinu undan en þá störf- uðu 5.000 manns við fiskiðnað og 3.600 manns við fiskveiðar. Undanfarið hafa fleiri starfað á sjó en í landi en á árinu 2013 snérist þetta við og fleiri störfuðu í landi við fiskiðnað. Ástæður þessa eru marg- víslegar en þar ber helst að nefna aukna tekjumöguleika í vinnslu á ferskum afurðum, lægri kostnað meðal annars vegna lægra gengis krónunnar og hækkandi rekstrar- kostnað í sjófrystingu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Undanfarin ár hafa fleiri starfað á sjó en við fiskiðnað í landi en í fyrra snerist þetta við og störfuðu fleiri við fiskiðnað í landi en voru á sjó. Leoncie rænd Söngkonan Leoncie birti neyðarkall á Facebook-síðu sinni í gær en tveimur gull- hringum var stolið af henni þegar hún var við tökur á jólalaginu sínu í höfuðstöðvum RÚV í Efstaleiti. Hringarnir eru Leoncie afar kærir en þeir voru gjöf frá föður hen- nar heitnum. Hringirnir höfðu ekki komist í leitirnar þegar blaðið fór í prentun. Fölsuð vottorð með laxi Fölsuðum vottorðum hefur undanfarna mánuði verið framvísað við innflutning á laxi við landamæri Rússlands. Vörunum fylgdu vottorð sem gáfu til kynna að laxinn væri frá Íslandi og framleiddur af íslenskum sjávarútvegsfy- rirtækjum. Matvælastofnun hefur fengið tvö vottorð til skoðunar og hefur staðfest gagnvart rússneskum yfirvöldum að þau eru fölsuð. Á þessu stigi málsins er óljóst frá hvaða ríki eða framleiðanda þessar vörur koma, en Matvælastofnun og sys- turstofnun hennar í Rússlandi munu áfram vinna að því að afla frekari upplýsinga. Ek- kert hefur komið fram sem tengir íslensk fyrirtæki við fölsun þessara vottorða. - eh Nær 500 milljónir Í átta dómum sem féllu á dögunum í héraðsdómi var rift samningum og greið- slum tengdum IceCapital ehf., sem áður hét Sund, að fjárhæð samtals 495 milljónir króna. Enn á eftir að fást niðurstaða í sjö öðrum riftunarmálum sem skiptastjóri IceCapital hefur höfðað gegn fyrrverandi eigendum, stjórnendum og starfsmönnum félagsins og eignarhaldsfélögum þeim tengdum. Alls nema fjárhæðirnar í málu- num fimmtán um 1.600 milljónum króna. Þurfti að farga 2.500 eintökum Farga þurfti 2.500 eintökum af nýjustu bókinni um Kamillu Vindmyllu en nýtt upplag er á leið í verslanir. Um er að ræða barnabókina Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar sem Bókabeitan gefur út, en þegar dreifing var nýhafin kom í ljós að í bókina vantaði tvær blaðsíður, eða 512 orð. Endurkalla þurfti því bækurnar sem komnar voru í dreifingu og farga öllu upplaginu. Í tilkynningu segir að grunur leiki á að hinn útsmogni Júlíus Janus hafi komist með puttana í prentvélarnar en hann á harma að hefna frá síðustu sögu. -eh 2 fréttir Helgin 21.-23. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.