Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 4
Demantshringur 0.70ct Verð 680.000.- www.siggaogtimo.is Demantshringur 2.25ct Verð 2.100.000.- veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SA blástur og rigning með köflum vestAst á lAndinu og sA-lAnds. HöfuðborgArsvæðið: Smá rigning eða Suddi annað veifið. Hægur vindur Af A og Að mestu þurrt nemA sA-lAnds. kólnAr í innsveitum. HöfuðborgArsvæðið: Þurrt að meStu, en Skýjað. Hæglátt og þurrt um nánAst Allt lAnd. vægt frost til lAndsins. HöfuðborgArsvæðið: Þurrt og vetrarSól. kólnar heldur um helgina nóvember stefnir hraðbyri í mestu hlýindi í áratugi. Snjó leysir til fjalla og hiti á láglendi er sem um miðjan september. um helgina kólnar þó heldur um leið og vindinn hægir og rofar jafnframt til. frystir víða inn til landsins á sunnudag þó svo að loft af mildum uppruna verði enn yfir landinu. Horfur á órólegra og breytilegu veðri framan af næstu viku og úrkomusamt verður Sv-lands. 9 6 7 6 8 7 4 0 3 7 3 1 -3 1 1 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  vikan sem var Styrmir og Þórhildur á RÚV Styrmir gunnarsson, fyrrum ritstjóri morgunblaðsins, og Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikstjóri og fyrrum alþingis- maður, stýra nýjum mánaðarlegum umræðuþætti sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu 8. desember. Þátturinn kallast Hringborðið en við hlið þeirra verður Bogi ágústsson. Hótel Saga til sölu Bændasamtökin hafa auglýst fasteign og rekstur Hótels Sögu til sölu. Vilja ekki sjá dólginn Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að þeir kæri sig ekki um að fá dólginn julien Blanc hingað til lands. Blanc hefur boðað námskeið næsta sumar þar sem karl- mönnum verði kennt „hvernig best sé að ná sér í konur, niðurlægja þær og láta þær hlýða,“ eins og það er kallað í áskoruninni. Sífellt færri á bíl 75 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu ferðast með einkabíl, samkvæmt nýrri könnun sem unnin var fyrir vega- gerðina. Þeim hefur fækkað um tólf prósentustig frá árinu 2007. Gróði á göndlunum Hagnaður upp á 1,4 milljónir króna varð af rekstri Hins íslenska reðasafns á síðasta ári. 217 reðir eru nú á safninu, þar með talið reður Páls arasonar sem lést árið 2011. sigurjón dæmdur Sig ur jón árna son, fyrr ver andi banka stjóri lands bank ans, var dæmd ur í 12 mánaða fang elsi, þar af níu mánuði skil orðbundið, fyr ir markaðsmis notk un í starfi sínu hjá Lands­ bank an um. ö ryrkjabandalag Íslands hélt í gær, fimmtudag, ráðstefn-una Mannréttindi fyrir alla – framtíðarsýn Öryrkjabandalags- ins á Hótel Hilton Nordica. Þar var staða fatlaðs fólks rædd auk þess sem hafin var undirskriftarsöfnun á vef ÖBÍ www.obi.is. „Þetta var undirskriftarsöfnun til að hvetja Al- þingi, og þá sérstaklega innanríkis- ráðherra, til að lögfesta og innleiða mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Ellen Calmon, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands. það þarf fjölmiðlaumfjöllun „Okkur finnst óhæfa að íslenskt nútímasamfélag hafi ekki skrifað undir svo mikilvægan samning er varðar mannréttindi,“ segir Ellen og bendir á að samningurinn hafi bein áhrif á daglegt líf fatlaðs fólks og tekur túlkaþjónusta sem dæmi. „Á hverju einasta hausti tæmist þessi sjóður en við höfum notað ýmsar hefðbundnar aðferðir til að vekja athygli á því, til dæmis með bréfaskriftum til menntamálaráð- herra, en það hefur engu skilað. Það virðist því miður alltaf þurfa öfluga fjölmiðlaumfjöllun til að ná eyrum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að réttindamálum fatlaðs fólks og ör- yrkja.“ Auglýsingar Öryrkjabandalags- ins í sjónvarpinu hafa vakið mikla athygli en þar eru notuð myndskeið af Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar og Pétri Blöndal, formanni almannatrygginganefnd- ar, til að vekja athygli á réttindum fatlaðra. Pétri og Vigdísi hafa sárn- að auglýsingarnar og ýjað hefur verið að því að ÖBÍ eigi að biðjast afsökunar. „Biðjast afsökunar á hverju?,“ spyr Ellen. „Á því að ríkis- stjórnin standi ekki við gefin orð? Myndskeiðin voru tekin upp á opn- um fundi og sýnir bara það sem sagt var. Þessir aðilar mættu á fundinn sem forsvarsmenn sinna flokka sem nú mynda ríkisstjórnina.“ ekkert persónulegt heldur persónugerving Ellen bendir á að Vigdís og Pétur gegni miklu ábyrgðarhlutverki gagn- vart öryrkjum. „Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar og hef- ur því mikil áhrif á það hvernig fjár- munum ríkisins er forgangsraðað og hverjir eigi að njóta þeirra. Pétur Blöndal er formaður almannatrygg- inganefndar sem er að endurskoða almannatryggingakerfið og lífeyr- isgreiðslur til örorkulífeyrisþega. Hann er líka formaður greiðsluþátt- tökunefndar í heilbrigðiskostnaði. Þessir málaflokkar eru mjög mikil- vægir fyrir okkar hóp. Við erum ekki að persónugera þau í auglýsingunum heldur má segja að þau séu persónu- gerving ríkisstjórnarinnar,“ segir Ellen en bætir því við að sér þyki líka vænt um viðbrögð þeirra. „Þau hljóta að þýða að þeim standi ekki á sama, að þau hljóti að vilja gera betur en gert var í fyrstu frumvarpsdrög- unum og því vil ég trúa.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, er ekki sammála þeirra skoðun vigdísar Hauksdóttur og Péturs Blöndal að auglýsingar Öryrkjabandalagsins snúist gegn þeirra persónu. Hún segir auglýsingarnar ekki vera persónulegar heldur pers- ónugervingu. Því miður þurfi öfluga fjölmiðlaumfjöllun til að ná eyrum ríkisstjórnar- innar. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir auglýsingar Öryrkjabanda- lagsins ekki snúast um persónu þeirra Péturs Blöndal og vigdísar Hauksdóttur.  öryrkjabandalagið Pétri og vigdísi sárnar auglýsingar öbí „Biðjast afsökunar á hverju?“ 4 fréttir Helgin 21.-23. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.