Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 8
A fhverju vindmyllur?„Vindurinn er takmarkalaus auðlind og virkjun vindorku er því sjálfbær og spennandi kostur til viðbótar við íslenska raforkukerfið sem nú þegar vinnur 100% endurnýjanlega orku,“ segir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun. Margrét hefur umsjón með vindmylluverk- efni Landsvirkjunar sem sett var á stofn fyrir tveimur árum. Margét segir vindmyll- urnar góðan orkukost við hlið þeirra sem við eigum fyrir. „Á mörgum stöðum á Íslandi er vindurinn sterkur og stöðugur og því kjöraðstæður til virkjunar vindorku. Vindmyllur vinna hreina orku sem hægt er að nýta nánast allsstaðar í heiminum. Danir voru frumkvöðlar í virkjun vindorku til raforkuvinnslu og hafa þeir nýtt hana vel um áratugaskeið. Danir eru með mjög flotta orkustefnu og hafa smám saman verið að skipta út olíu- og kolaorku fyrir hreina orku. Þeir hafa einsett sér að nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa árið 2050,“ segir Margrét. Nú er nokkuð augljós ávinningur af því að fjölga vindmyllum erlendis þar sem kol og olía eru aðalorkugjafarnir. Er einhver þörf fyrir vindmyllur á Íslandi ? „Innan orkugeirans er vindorka sú grein þar sem þróunin er einna mest og hröðust. Það er mikilvægt fyrir nútímalegt orku- fyrirtæki eins og Landsvirkjun að þekkja til þessa góða orkukosts, sem hefur fjölmarga kosti. Spurn eftir raforku eykst sífellt og framtíðin kann að bera í skauti sér tækifæri til stóraukinnar orkusölu. Í því samhengi er vindorka góð viðbót við aðra kosti sem góð reynsla er af hér á landi, hún er um- hverfisvænn kostur og með miklum tækni- framförum verður hún sífellt hagkvæmari. Í Bandaríkjunum hefur kostnaður á hverja MW stund með vindorku lækkað um 56% á síðustu 5 árum. Í miðríkjunum, þar sem að- stæður eru um margt svipaðar því sem við þekkjum hér á landi, er kostnaður við hverja MW stund að meðaltali 37 dollarar sem er vel samkeppnis- hæft við aðra orkukosti.“ En þurfum við á vindorku að halda, með allt þetta vatn? „Það getur verið mikill kost- ur að nýta saman kosti ólíkra orkuvinnsluaferða. Vatns- aflið hefur þann frábæra eiginleika fram yfir flesta aðra endur- nýjanlega orkukosti að það er stýran- legt. Hægt er að minnka og auka vatnsrennslið í gegnum vatns- aflsvirkjanir og þannig minnka eða auka raf- orkuvinnsluna eftir þörfum. Þetta þýðir í raun að hægt er að geyma orku í formi vatns í uppistöðulónunum þegar vindurinn blæs og auka svo vatnsrennslið þegar vindinn lægir. Samlegðaráhrif þessa tveggja orkukosta er því veruleg. Annar eiginleiki vindorkunnar er svo hversu auðvelt er að setja vindmyllurnar upp og byggja vindlundi í áföngum eftir því sem þurfa þykir og markaðurinn krefst hverju sinni. Vindmyllur henta því einkar vel fyrir iðnað sem byggist upp í minni áföngum líkt og gagnaver.“ Þannig að þær taka aldrei við af vatnsafls- virkjunum? „Nei, það er þetta samspil allra orku- kostanna sem er svo mikilvægt og við erum ótrúlega lánsöm hér á Íslandi að hafa aðgang að þremur endurnýjanlegum orkukostum sem allir hafa sína kosti. Þetta samspil er einmitt til umfjöllunar á haust- fundi Landsvirkjunar sem verður í Hörpu næsta þriðjudag. Fundurinn er opinn öllum og ég hvet fólk til að mæta og heyra um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Ís- lendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.“ En er ekki sjónmengun af vindmyllum? „Vindmyllur eru í eðli sínu stór mannvirki og þær sjást. Það er hins vegar hvers og eins að meta hvort sá sýnileiki felur í sér mengun eða ekki. Sjálfri finnst mér þær gullfallegar, vel hannaðar og verkfræðilega stórmerkileg- ar. Hins vegar má benda á að þegar þær eru búnar með líftíma sinn, eftir svona 20 til 30 ár, þá er lítið mál að fjarlægja þær og nánast án umhverfisáhrifa.“ En hljóðmengun? „Þær miklu tækniframfarir sem hafa orðið ná til allra þátta í hönnun vindmylla, þ.m.t. til hljóðstigs. Fyrir vikið eru nútíma vindmyllur mjög hljóðlátar. Reyndar hafa mjög margir þeirra sem hafa skoðað vindmyllurnar okkar haft orð á því hversu hljóðlátar þær eru. Það er mikið gleðiefni enda viljum við ná sem víð- tækastri sátt um þennan orkukost.“ Svo er líka talað um að þær drepi svo mikið af fuglum. „Það virðist vera langlíf mýta að vindmyll- ur séu skaðlegar fuglum, þótt fjölmargar rannsóknir sýni að áhrif vindmylla á fuglalíf séu hverfandi nú til dags. Það skiptir sannar- lega miklu máli að hugað sé að þessum þætti og tryggt að vindmyllur séu ekki settar upp á farleiðum fugla og við staðarval sé tekið mið af vönduðum fuglarannsóknum. Reyndar er athyglisvert að samkvæmt nýjustu erlendu rannsóknum sem ég hef séð er fugladauði sem tengist samfélagi mannana fyrst og fremst tengdur heimilisköttum, bifreiðum, háhýsum og rafmagnslínum miklu frekar en vindmyllum. Ný kanadísk rannsókn segir t.d. að 0,003% af ónáttúrulegum fugladauða megi rekja til vindmylla á meðan heimilis- kettir eru ábyrgir fyrir tæplega 73%. Í þessu samhengi má líka benda á að ýmis dýra- verndarsamtök hafa lýst yfir stuðningi við uppbyggingu vindorku og að kostir hennar séu miklu fleiri og meiri en gallarnir.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Vindmyllur eru gullfallegar Landsvirkjun lauk við að setja upp tvær vindmyllur við Búrfellsvirkjun í rannsóknarskyni í desember árið 2012. Margrét Arnardóttir vélaverkfræðingur heldur utan um verkefnið og kannar hvort það sé raunhæfur kostur að breyta íslenska rokinu í auðlind. Norðan við Búrfell hefur Landsvirkjun nú reist tvær vindmyllur í rannsóknarskyni en náttúruleg vindgöng liggja um svæðið. Turn vindmyllanna er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðarnir eru í efstu stöðu er heildarhæð vindmyll- anna 77 metrar. Hver er STArf: Verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun. MeNNTuN: M.Sc. í vélaverk- fræði og MBA nám í viðskiptafræði fyrri STörf: Verkfræðingur hjá ÍSAL, stjórn kersmiðju álversins, umsjón með endurhönnun á tæknibúnaði vegna stækkunar. MAki: Hrannar Pétursson. BörN: 4 samtals; Eva Lena 17 ára, Máni Örn 15 ára, Dagur 11 ára og Signý Sóllilja 4 ára. HvAðAN: Úr Fossvogi. ÁHugAMÁL: Góður matur, gæðastundir með fjölskyldu og vinum og svo elska ég vinnuna mína. ? Margrét Arnardóttir Hrein orka á heims- vísu í lok árs 2013:  vatnsorka 990 gW  vindorka 318 gW  Jarðvarmi 12 gW  Sólarorka 137 gW Til samanburðar þá er allt raforkukerfi Ís- lendinga 2,7 GW. 8 fréttaviðtal Helgin 21.-23. nóvember 2014 www.icewear.is ÞINGHOLTSSTRÆTI, REYKJAVÍK - HAFNARSTRÆTI, AKUREYRI SKINNVÖRUR STÓRLÆKKAÐ VERÐ TIL JÓLA! EMBLA Sjal úr kanínuskinni kr. 17.200 FRIGG Kanínu- og þvottabjarnarsjal kr. 26.600 16.500Tilboð10.740Tilboð Miðaverð: kr. 3500 fullorðnir · kr. 1500 börn forsala Miða: harpa.is · Miðasala hörpu · Midi.is Styrkt af Stórsveitin heldur sitt árlega jólaswing með góðum gestum. Skemmtilegir og öðruvísi jólatónleikar fyrir allar kynslóðir. RAGGI BJARNA · ANDREA GYLFA UNA STEF · ERLA STEFÁNSDÓTTIR STJÓRNANDI: STEFÁN S. STEFÁNSSoN 30. NÓVEMBER kL. 17:00 silfurberG hörpu stórsveit reykjavíkur áSamt góðum geStum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.