Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 10

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 10
Gómsæ og glútenlaust Ég held í raun að okkar ágætu ungu ráðamenn vilji ekki taka á þessu og ætli ekki að gera það, sýna okkur áfram tómlæti og er einhvern veginn alveg sama. „Ráðamenn og fleiri tala um laun lækna án þess að gera sér grein fyrir því hve mikil vinna liggur þeim til grundvallar og segja að við séum heppnir að geta unnið eins mikið og okkur sýnist og þannig náð upp laununum okkar. Það vill enginn vinna 100-150 yfirvinnutíma á mánuði til viðbótar við fulla dag- vinnu en við neyðumst til að gera það vegna krónískrar undirmönnunar,“ segir Hróðmar Helgason barnahjartalæknir. Ljósmynd/Hari Sérfræðingar í lykilstöðum á Land­ spítalanum – á deildum sem jafnvel þegar eru undirmannaðar – munu flytja af landi brott verði ekki leyst farsællega úr launadeilu þeirra við ríkið, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Nú þegar er alvar­ legur læknaskortur yfirvofandi í heilbrigðiskerfinu. Að sögn Ómars Sigurvins Gunnarssonar læknis, sem situr í samninganefnd lækna, hefur Læknafélag Íslands gert mannfjöldaspá sem byggir á tölum síðustu ára yfir flutninga lækna til og frá landinu. Samkvæmt henni verður hér alvarlegur læknaskortur innan fárra ára verði ekkert að gert – og þá er ekki tekinn inn í myndina hugsanlegur landflótta lækna vegna ástandsins sem nú er uppi. Samkvæmt heimildum Fréttatím­ ans þokast lítið sem ekkert í samn­ ingaviðræðum lækna og ríkisins. Eftir því sem verkfallið dregst á langinn eykst vonleysi meðal lækna sem margir við það að gefast upp á því að vinna hér á landi. Höfum lengi varað við að kerfið sé að hrynja Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á Landspítalanum, er einn þeirra sem er við það að gefast upp á ástandinu og íhugar að flytja með fjölskyldu sína til útlanda. „Læknar eru búnir að vara mjög lengi við því að heil­ brigðiskerfið sé að hrynja. Forstjóri spítalans [Páll Matthíasson], hefur bent á að spítalinn hafi lengi verið á leiðinni fram af hengiflugi – en með þessu verkfalli lækna er spítalinn kominn fram af brúninni,“ segir Hjalti. „Við sjáum þess engin merki að stjórn­ völd ætli að bregðast við ástandinu né að þau hafi gert sér grein fyr­ ir því hversu alvarleg kreppa er í heilbrigðis­ og velferðarkerfi þjóð­ arinnar,“ segir Hjalti. Hann segir að kreppan lýsi sér þannig að hús­ næði, tækjabúnaður og starfsaðstaða sé langt fyrir neðan það sem sé ásættanlegt og að mönnunin á fjölmörg­ um deildum spítalans sé komin niðurfyrir hættumörk. „Við getum ekki lengur haldið uppi eðlilegu þjónustustigi og veitt læknismeðferð í samræmi við nútímalega staðla. Læknar telja sig hafa sýnt mikið langlundargeð og hafa reynt að halda kerfinu gang­ andi. Það má segja alveg hreint út að stemningin meðal lækna er þannig að margir eru að íhuga stöðu sína og velta fyrir sér að segja upp ef ekkert gerist. Margir læknar eru þegar fluttur úr landi og ég veit um fleiri sem eru að íhuga brottflutning með fjölskylduna. Ef það gerist þá er það ekki eitthvað sem er fljótlegt að snúa við aftur,“ segir Hjalti. Hann bendir á að nú þegar gangi illa að manna þær stöður sem þegar eru lausar á spítalanum og auglýst hafi verið eftir læknum án þess að nokkur hafi sótt um. Hjalti kom heim fyr­ ir þremur árum eftir sérfræðinám í Banda­ ríkjunum. Á þeim tíma hefur f jarað undan heilbrigðiskerfinu með þeim hætti að hann telur sér vart unnt að starfa hér lengur. „Að­ staðan sem bráðalækn­ ar þurfa að glíma við er mjög erfið að því leyti að það er skortur á legu deildarplássum og því erum við alltaf með stóra hópa af sjúklingum sem þurfa að leggjast inn en komast ekki af bráðadeildinni því það er allt fullt. Það er mjög erfitt að veita bráðveiku fólki þjónustu þegar öll pláss eru full af fólki sem ætti að vera komið á legudeildir,“ segir Hjalti. „Ég er að skoða það að fara til útlanda og hvíla mig á ástandinu hér til að byrja með og sjá svo til með framhaldið,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Verkfall fjarar undan heilbrigðiskerfinu Læknar munu hætta ef ekki semst Hjalti Már Björnsson bráðalæknir er við það að gefast upp á ástandinu og íhugar að flytja af landi brott. Ljósmynd/Hari Ástandið farið að bitna á börnum Hróðmar Helgason, barna hjarta læknir á barna- spítala Hringsins, segir að landflótti lækna sé farinn að skaða þjónustu við börn. Veruleg blóðtaka hafi verið á barnaspítalanum á undan- förnum árum og þótt ákveðin endurnýjun hafi orðið sé álagið á lækna sem vinna að jafnaði yfir 100 yfirvinnutíma á mánuði vegna manneklu. b arnaspítalinn hefur misst lækna í lykilstörfum á undanförnum árum og hefur það skaðað þjónustu okkar við börn,“ segir Hróðmar Helgason barna­ hjartalæknir. „Það hefur því verið veruleg blóðtaka hér á Barnaspítalanum undanfarin ár. Samt erum við betur sett en margar aðrar deildir. Við höfum besta húsnæðið á Landspítalalóðinni, við erum vel tækjum búin þar sem við höfum öfluga stuðningsaðila sem færa okkur gjafir – ekki kaupir ríkið fyrir okkur tæki og tól – og síðast en ekki síst því við höfum fengið nýja lækna. En það eru blikur á lofti nú þar sem mannauðurinn er okkur mikilvægastur. Batni ekki kjör sjúkrahúslækna umtalsvert missum við lækna frá okkur, rétt eins og aðrar deildir LSH,“ segir Hróðmar. Hann bendir á að vandinn sé síður en svo nýr af nálinni. „Það var aðhald og niðurskurður á Landspítal­ anum í góðærinu og ekki lagaðist ástandið við hrunið. Hjá ráðamönnum ríkir algjört tómlæti gagnvart störfum okkar og mikilvægi. Ég held í raun að okkar ágætu ungu ráðamenn vilji ekki taka á þessu og ætli ekki að gera það, sýna okkur áfram tómlæti og er einhvern veginn alveg sama. Ég held að það sé það versta,“ segir Hróðmar. Það má benda á að það er alls ekkert tiltökumál fyrir lækna að flytja í annað land og margir eru að íhuga það. „Við erum menntuð erlendis, kunnum tungumálið og erum með tengslin, höfum flest búið lengi erlendis, þekkjum til á bestu sjúkrahúsum út um allan heim, með öðrum orðum með ótrúlega gott tengslanet. Það hefur til þessa fyrst og fremst nýst okkar sjúklingum en er auðvit ­ að hægt að nota þegar læknar gefast upp á kerfinu hér,“ segir Hróðmar. Frábær árangur íslenskra lækna erlendis Hann bendir á að íslenskir læknar hafi til skamms tíma allir fengið grunnmenntun sína í Læknadeild HÍ. „Á seinni árum hafa boðist aðrir valkostir, t.d. í Slóvakíu, Ungverjalandi auk Norðurlandanna. Sérnám hafa ís­ lenskir læknar hins vegar sótt til annarra landa og a.m.k. 9 af hverjum 10 íslenskum sérfræðingum hafa fengið sérmenntun sína erlendis, í Svíþjóð, Noregi, Bandaríkj­ unum, Hollandi, Danmörku, Bretlandi o.fl. löndum. Oftar en ekki hafa þeir náð frábærum árangri á bestu háskóla­ sjúkrahúsum í þessum löndum. Hafa mjög gott orð á sér fyrir dugnað og kunnáttu. Sérnámstíminn er að lágmarki 5­6 ár en oft er það mun lengri tími sem læknar eru í sérnámi. Kostnaður íslenska ríkisins af þessu sérnámi er nákvæmlega enginn. Íslenska ríkið fær all sérnám ís­ lenskra lækna frítt. Þeir koma heim eftir langt grunnnám og langt sérnám, eignalitlir og skuldsettir um fertugt til að hefja störf sem sérfræðilæknar. Starfsævin sem sér­ fræðilæknir er því stutt og hætta margir sérfræðilæknar að taka langar vaktir 55­60 ára,“ segir Hróðmar. Enginn vill vinna svona mikið „Ráðamenn og fleiri tala um laun lækna án þess að gera sér grein fyrir því hve mikil vinna liggur þeim til grundvallar og segja að við séum heppnir að geta unnið eins mikið og okkur sýnist og þannig náð upp laununum okkar. Það vill enginn vinna 100­ 150 yfirvinnutíma á mánuði til viðbótar við fulla dagvinnu en við neyðumst til að gera það vegna krónískrar undirmönnunar og til að geta framfleytt fjölskyldum okkar þar sem grunnlaunin eru ekki boðleg. Slíkt álag er ekki boðlegt – hvorki fyrir sjúklingana né okkur læknana og fjölskyldur okkar,“ segir hann. „Þá skulum við ekki gleyma því að læknar eru dagvinnumenn en vinna ekki vaktavinnu. Vaktir bætast ofan á dagvinnu­ tímann. Annað sem hefur veruleg áhrif eru ýmsar þjóðfélagslegar breytingar sem átt hafa stað á síðustu 30 árum. Ýmsar vinnutímatilskipanir eru um takmörk á því hversu lengi læknir getur unnið í strik­ lotu. Til dæmis tíðkaðist það til skamms tíma að helgarvinna væri samfleytt í allt að 50 klukkustundir. Þetta er ekki boðlegt lengur, það verður að taka inn í myndina að tímarnir eru breyttir. Unga kynslóðin sem er að ljúka námi gerir aðrar kröfur en við gerðum í gamla daga,“ segir Hróðmar. Hann segir að Barnaspítalinn sé að mörgu leyti betur settur en önnur svið spít­ alans. „Hér er nýjasta húsið og besta vinnu­ umhverfið. Við erum vel búin tækjabúnaði því við erum með velunnara sem sjá okkur fyrir öllum þeim tækjum sem við þurfum. Við höfum hins vegar misst margt afar vel menntað fólk og erum með lækna sem vinna meira en 100 yfirvinnutíma á mánuði með tilheyrandi álagi,“ segir Hróðmar. „Í okkar kjarabaráttu höfum við sýnt fram á með óyggjandi hætti hversu langt við höfum dregist aftur úr öðrum ríkisstarfs­ mönnum. Við erum að fara fram á leiðrétt­ ingu sem er þó langt frá því að gera laun hér sambærileg við það sem læknum býðst á hinum Norðurlöndunum,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 10 fréttir Helgin 21.-23. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.