Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 12
MÓTTÖKURNAR TAKK FYRIR 2Ævisögur 1.−16. nóv. 2014 www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 1 Ævisögur 1.−16. nóv. 2014 Samkennari minn lagði mig í einelti Ægir Magnússon kennari var yfir tveggja ára tímabil lagður í einelti af samkennara sínum við Foldaskóla, að því er segir í niðurstöðu rannsóknar sálfræðistofunnar Líf og sál. Hann kvartaði undan eineltinu við skólastjóra við dræmar undir- tektir. Málið fór í formlegan farveg í vor þegar Ægir lagði fram skýrslu um eineltið og rannsókn málsins vísað til sál- fræðstofunnar. Ægir er ósáttur við vinnubrögð skólastjóra og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og hefur farið fram á miskabætur vegna málsins. Lögmaður samkennarans, Ólafar Pálínu Úlfarsdóttur, hafði samband við Fréttatímans vegna málsins og segir þessu öfugt farið, að Ægir hafi lagt Ólöfu í eineltli. Hann útilokar ekki meiðyrðamál á hendur Ægi. É g upplifði mig eins og rusla-kistu, eins og að henni fyndist hún geta hent hverju sem er í mig,“ segir Ægir Magnússon kenn- ari sem lagður var í einelti af sam- starfskennara sínum við sérdeild Foldaskóla yfir tveggja ára tímabil. Ægir kvartaði ítrekað út af eineltinu við skólastjórnendur við daufar und- irtektir. „Viðbrögð skólastjóra voru bæði ófagleg og grimm. Að hunsa ít- rekaðar tilkynningar um einelti hélt ég satt að segja að væri liðin tíð, eins og umræðan hefur verið undanfarið. Segja má að þetta mál hafi lyft lokinu af starfsmannastefnu borgarinnar. Nú verða athafnir að fylgja orðum hjá borgaryfirvöldum,“ segir Ægir. Kveið fyrir að mæta í vinnuna Vanlíðan Ægis magnaðist á þeim tveimur árum sem eineltið stóð yfir, sjálfstraust hans fór minnkandi og hann hreinlega kveið fyrir því að mæta í vinnuna – að mæta kúgara sínum. Eftir að hafa gefið skóla- stjórnendum og geranda mörg tæki- færi að bæta ráð sitt, ákvað Ægir að leggja fram skýrslu sem hann nefnir Eineltisákæru. Í skýrslunni, sem lögð var fram 10. júní, fer hann skipulega yfir hvert og eitt þeirra at- riða sem hann upplifði sem einelti, þar sem fram kemur dagsetning, lýsing á atburði, lýsing á því hvern- ig hann lítur á hegðun samstarfs- kennara síns sem einelti, nöfn vitna ef við á, og eigin hugleiðingar. „Það var mikill léttir að koma skýrslunni frá sér. Það fylgdi henni mikið hug- arrót og óvissa um framtíðina. Það leitaði sífellt á mig að í Foldaskóla Afsökunarbeiðni skólastjóra Með vísan í erindi þitt til mannauðs- stjóra skóla- og frístundasviðs frá 10. júní sl. og niðurstöðu sálfræðinga sálfræðistofunnar Líf og sál er það niðurstaða þeirra að þú hafir orðið fyrir einelti af hendi samstarfsmanns þíns, Ólafar Pálínu Úlfarsdóttur, frá haustinu 2012 til vors 2014. Undirritaður harmar innilega að ekki hafi tekist að vinna þannig úr málum að viðunandi og varanleg lausn fengist á þeim tíma sem um ræðir. ... Í framhaldi af niðurstöðu fagaðila hjá Líf og sál mun skólinn vinna samkvæmt tillögum þeirra að úrbótum sem eiga að leiða að upp- byggjandi og jákvæðs starfsumhverfis. Um leið og ég endurtek afsökunar- beiðni mína er það einlæg ósk mín að þannig takist að vinna úr þessu máli að þú komir aftur til starfa við Foldaskóla að loknu leyfi þínu í vetur. – Úr formlegu bréfi Kristins Breið- fjörð Guðmundssonar, skólastjóra Foldaskóla, til Ægis Magnússonar þann 6. október 2014. Hvað er einelti? Einelti er endurtekin, neikvæð og/eða niðurlægjandi framkoma sem erfitt er að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim er fyrir verður. Samstarfsfólk bendir á að Ólöf hafi ítrekað sýnt Ægi neikvæða framkomu með því að gera grín að honum fyrir framan aðra. Hún hafi oft verið dónaleg við hann og hreytt í hann óþarfa orðum. Gjarnan þegar Ægir var að tjá sig hafi hún ranghvolft augunum með niðurlægjandi hætti. Fólki ber saman um að Ólöf hafi sýnt Ægi ótilhlýðilega neikvæða og niður- lægjandi framkomu. Aðferðir Ólafar í samskiptum virtust til þess fallnar að valda vanlíðan og niðurlægja og Ægir upplifði mikla valdníðslu af hennar hálfu. Að mati undirritaðra á Ólöf erfitt með að átta sig á því hvernig framkoma hennar virkar á aðra. ... Þegar mælirinn var fullur þá sneri hann í einhverjum til- vikum vörn í sókn með því að láta í sér heyra. Það eru í raun eðlileg viðbrögð í mjög óeðlilegum aðstæðum. Ægir lýsir dæmigerðum einkennum þess sem er lagður í einelti. Það er mat undirritaðra að málsatvik uppfylli þær viðmiðanir um einelti sem stuðst er við í þessari skýrslu. Ólöf telst því hafa lagt Ægi í einelti. Stjórnendur innan Foldaskóla og á Skóla- og frístundasviði Rvk. skoði vandlega sinn þátt í málinu, hvenær og hvernig þeir komu að málinu, hvort viðbrögð við eineltisásökunum voru fulllnægjandi og af hverju dróst að taka af skarið eftir að ljóst var að vandi væri á ferð. – Úr niðurstöðu sálfræðistofunnar Líf og sál vegna kvörtunar um einelti í Foldaskóla, 25. september 2014. Formleg staðfesting á einelti Samantekt á einelti Eins og hún birtist í „Eineltisákæru“ sem Ægir ritaði. Sálfræðistofan Líf og sál byggði rannsókn sína á skýrslunni og kallaði samstarfsmenn til vitnis um einstök atriði. n Lítilsvirðing og niðurlæging n Rangar ásakanir n Hunsun, útilokun n Ásakanir um vanrækslu í starfi og ófagleg vinnubrögð n Ásakanir um brot á siðareglum kennara n Gerir lítið úr námsefni mínu n Baktal, kemur af stað sögusögnum n Ýjar að andlegri vanheilsu n Beitir nemanda gegn mér n Hegðun nemanda yfirfærð á mig n Líkir faglegum ágreiningi við stríð Ægir Magnússon kennari segir eineltið hafa tekið á en það hafi ekki síður átt við um sinnuleysi skólastjóra eftir að Ægir kvartaði undan eineltinu. Mynd/Hari 12 fréttaúttekt Helgin 21.-23. nóvember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.