Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 24

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 24
Húsið sjálft er í raun ein stór tilraun þar sem fyrirmynd- irnar voru engar Þ egar ég heyrði af því að í Mosfellsbæn- um hefði arkitektinn Ólafur Sigurðs- son og kona hans, Svava Ágústsdóttir, byggt sér heimili í gróðurhúsi var ég ekki lengi að taka upp símann og bjóða mér í heimsókn. Mig hefur nefnilega alltaf dreymt um að búa í gróðurhúsi, svona eins og í Barbapabbabókunum. En Ólafur var nú alls ekki viss um það væri svo sniðug hugmynd, það hefði örugg- lega enginn áhuga á því hvernig þau hjónin byggju. Hann féllst nú samt á að ræða þetta við konuna sína. Stuttu síðar var mér boðið í heimsókn og þá tók ekk- ert nema gestrisnin ein á móti mér. Í tvo tíma sátum við og spjölluðum um allt milli himins og jarðar, aðal- lega um hugmyndir, ferðalög og kleinur. Hús þeirra hjóna er yfirfullt af fallegri myndlist og minjagripum frá ferðalögum þeirra um heiminn svo það eru sögur í öllum hornum. Milli þess sem við ræddum um mikilvægi þess að líða vel heima hjá sér og forrétt- indin sem fylgja því að eiga garð reiddi Ólafur svo fram kaffi og heimabakaðar kleinur. „Upp- skriftina fékk ég hjá henni Auði í Kelowna í Kanada fyrir mörgum árum,“ segir Ólafur og flettir í gamalli uppskriftabók fullri af allskonar úrklippum. „Það var svo gaman að koma á slóðir Íslendinga í Kanada, þar eru allir svo gestrisnir og tilbúnir að spjalla,“ segir Svava og nær í fleiri kleinur. Langaði bara í skjól „Ætli við séum ekki frekar forvitin og ævin- týragjörn að eðlisfari,“ segir Svava og Ólafur tekur undir. Þau segja forvitnina hafa rekið sig áfram þegar hugmyndin að gróðurhús- inu kviknaði. Forvitnina og íslenska rokið. „Okkur langaði bara til að búa til skjól, það var upphaflega hugmyndin því það er skjól sem vantar á Íslandi. Við bjuggum í 30 ár í Kópavoginum áður en við fluttum hingað. Þar byggðum við gróðurhús á milli bílskúrs- ins og hússins, sem endaði með því að vera á tveimur hæðum. Svo við vorum búin að fá nasasjón af því hvernig er að búa í gróður- húsi og líkaði það mjög vel. Svo við fórum að leita að lóð, en það tók tíu ár. Fólki fannst þetta bara vera vitleysa, sem þetta kannski var.“ Að lokum fengu þau lóð í Mosfellsbæ og bygginu hússins lauk árið 1996. Húsið sjálft er í raun ein stór tilraun þar sem fyrirmynd- irnar voru engar. „Þetta bara þróaðist svona, segir Ólafur. „Maður veit ekkert hvaðan hugmyndirnar koma, þær bara koma. Allt í einu eru þær komnar og þá fer maður að spá og spekúlera. Við útveguðum okkur upp- lýsingar um hverslags gróður væri best að hafa hér og hvort það væru einhverjar fyrir- myndir að svona húsi en við fundum engar. Við fundum eitt þýskt hús þar sem fólk hafði Búa innan um epla-, peru- og fíkjutré í Mosfellsbæ Forvitni og ævintýragirni hafa alltaf verið drifkraftur hjónanna Ólafs Sigurðssonar og Svövu Ágústsdóttur, líka þegar þau ákváðu að byggja sér gróðurhús til að búa í. Saman hafa þau ferðast hnöttinn endilangan en nú líður þeim svo vel í skjólinu innan um allar plönturnar sínar að þau nenna varla að ferðast meira. Gróðurhús Ólafs og Svövu er tæpir 500 fermetrar og það er hærra til lofts en í venjulegu gróður- húsi, til að losna við hita og raka. Þau eru með mótor, 5% stærri en þann sem gróðurhúsbændur nota, sem sér um temprun loftslagsins með því að opna og loka gluggum. Fyrir miðju gróður- hússins er svo 100 fermetra krosslaga steinsteypt hús með stórum gluggum á öllum hliðum sem hægt er að opna upp á gátt. Ljósmyndir/Hari Byggingar eftir Ólaf Seðlabanki Íslands..... Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 21.-23. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.