Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 30

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 30
F ólk hefur verið feimið við klassíkina hér á Íslandi í mörg ár. Það er vegna þess að það þekkir hana ekki. Heldur að maður þurfi að vera í einhverj- um stellingum til þess að hlusta, en þetta er allt saman list. Alveg eins og popp og djass. Þetta er allt partur af kúltúrnum okkar,“ segir Kristján. „En klassíkin er spurning um aga. Kannski hefur fólk verið hrætt við hann. Óperuhefð á Íslandi er bara um 60 til 70 ára gömul, á meðan hún hefur verið í nokkur hundruð ár annars- staðar. Við erum ung óperuþjóð og ekki nema rúm 30 ár síðan við fór- um að kenna söng af einhverju viti,“ segir Kristján þegar hann er spurð- ur af hverju Íslendingar séu með þessa feimni gagnvart óperutónlist. „Við erum bara enn í barnsskónum. Íslendingar elska samt sína klassík, sem eru sönglögin. Þau eru falleg og klassísk en við syngjum kannski ekki Hamraborgina að eilífu. Það hefur líka verið erfitt fyrir ungtón- skáld að komast í hóp með Sigvalda Kaldalóns og fleirum, vegna þess að fólk vill yfirleitt heyra það sama,“ segir Kristján. „Þetta er þó vonandi að breytast.“ Á tónleikum Kristjáns í Hörpu kemur fram bassabaritóninn Samu- el Ramey, en hann hefur verið í fremstu röð óperusöngvara um all- an heim um árabil. Sama hvaða hús eru nefnd, þar hefur Ramey slegið í gegn. „Það sem mig langar að gera er að vera svolítið fræðandi og upp- lýsandi með mínum tónleikum, og í guðanna bænum verið ekki hrædd. Við erum að fá einn besta bassabarí- tón veraldar til þess að koma og vera með okkur. Hann er í heimssögunni fyrir sinn söng,“ segir Kristján. „Þetta er fyrst og fremst metnaður okkar að fá svona mann til landsins. Bassabaritónar verða aldrei sömu súperstjörnur og tenórar. Sagan er bara þannig en á sínu sviði hefur hann verið númer eitt í einhver 30 ár. Mig langar að gera Íslendingum kleift að hlusta á svona listamenn.“ Mætingin á Pavarotti var skandall Kristján segir að ekki sé mikil vit- und um þessar stórstjörnur óperu- heimsins á Íslandi en það sé nú von- andi að breytast. „Ég reyndi í fyrra að fá stór- stjörnu til landsins og byrjaði að auglýsa en sá mjög fljótt að þetta var ekki að gera sig, sem varð til þess að ég varð að hætta við,“ segir Krist- ján. „Ég hóaði í Kristin vin minn Sigmundsson, Dísellu Lárusdóttur og Þóru Einarsdóttur og við sung- um fyrir fullu húsi. Ég ætla samt ekki að gefast upp við þetta. Það er fræg saga þegar Luciano Pavarotti kom hingað fyrir einhverjum 35 árum síðan og það náðist ekki að selja upp í Laugardalshöll. Það var alger skandall. Það var reynt síðar að fá hann aftur og hann sagðist ekki ætla að stíga fæti hingað aftur, svo þetta er ekkert nýtt á Íslandi,“ segir Kristján. „Hann var samt sem áður númer 1 í heiminum, en Íslend- ingar kenndu sláturtíðinni um. Mig langar að fólk sjái Samuel Ramey, því hann er í efsta klassa. Í klassík- inni er þetta þannig að ef þú verður einu sinni súperstjarna, þá ertu það alltaf.“ Kristján hefur sungið með Ramey nokkrum sinnum. Þeim er vel til vina og segir hann að það hafi skipt mestu máli þegar hann hóf viðræð- urnar við hann um að koma til Ís- lands. „Svona tekur langan tíma og er stórmál. Hann syngur ekki hvar sem er. Hann söng síðast í Turan- dot í Metropolitan óperunni í New York og er farinn að kenna meira í Kansas þaðan sem hann er, segir Kristján. Hann er vandlátur á verk- efnin því hann er um sjötugt. Sem er enginn aldur fyrir bassa. Við ætlum að hafa prógrammið klassískt, með léttklassísku ívafi fyrir alla að njóta. Við verðum með stóran kór og hljómsveit undir stjórn Garðars Cortes, en ekkert rafmagn og engin læti. Bara klass- íkin með stóru K-i,“ segir Kristján. „Tónleikahald er erfitt á Íslandi, fyrir alla,“ segir Kristján. „Það er margt í boði og við sjáum það að þeir sem hafa gengið að miklum fjölda á hverju ári í 20 ár eiga líka erfitt. Við erum með einstakan listamann með okkur. Við verðum líka með unga sópransöngkonu með okkur sem ég tel þá bestu sem ég hef heyrt í langan tíma á Íslandi. Það er hún Herdís Anna Jónsdóttir sem starfar í Þýskalandi og ég tel hana okkar björtustu von í óperuheiminum. Við ætlum að blanda saman erlendri og íslenskri klassík. Við verðum með jóla- og áramótalög og mig langar að flytja Betlehemstjörnu Ásgeirs Jónssonar sem var minn fyrsti kenn- ari. Hafa þetta svolítið hátíðlegt og umfram allt skemmtilegt.“ Ég bít ekki Kristján flutti heim til Íslands fyrir 5 árum og hefur alltaf verið áber- andi á sínu sviði. Heldur hann að hræðsla Íslendinga við óperutónlist sé hræðsla við hann að einhverju leyti? „Það gæti verið, en ég bít ekki neitt. Ég er góður strákur,“ segir Kristján. „Þegar þú spyrð þessarar spurningar þá lít ég jákvætt á hana. Ég fæ rosalega mörg símtöl þar sem fólk er að biðja um söng, en það seg- ir alltaf „Það er náttúrulega ekki hægt að bjóða þér upp á eitthvað svona?“ Þetta er hræðsla sem ég tek eftir. Fólk er búið að ákveða það að Kristján Jóhannsson muni ekki taka þátt í þessu. Ég er kannski ekki að fara að syngja lög eftir Bubba Mort- hens en ég vil syngja fyrir alla, þó ég þurfi kannski að velja það sem ég syng,“ segir Kristján. „Það kannski hljómar hrokafullt en fólki finnst ég stór, en ég vil ekki að fólk sé hrætt við mig.“ Erum við að búa til góða söngvara í dag? „V ið erum að reyna það allavega,“ segir Kristján, sem er að kenna söng í söngskóla Sig- urðar Demetz. „Við eigum mikinn efnivið en það vantar stundum út- haldið og ekki síst stuðninginn frá samfélaginu. Við erum að reyna að breyta því.“ Jólatónleikar Kristjáns Jóhanns- sonar verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu þann 7. desember og er allar upplýsingar um miðasölu að finna á vef Hörpu www.harpa.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Í guðanna bænum verið ekki hrædd við mig Kristján Jóhannsson flutti heim til Íslands fyrir um 5 árum eftir áratuga dvöl erlendis. Kristján er án efa sá íslenski óperu- söngvari sem náð hefur hvað lengst í hörðum heimi klassískrar tónlistar. Um árabil var hann á allra vörum sem sóttu óperu- sýningar um allan heim. Hvort sem það var við Metropolitan óperuna í New York, Scala í Mílanó eða Arenuna í Veróna. Kristján var stór og kannski var hann of stór fyrir okkur Ís- lendinga. Hann ætlar að halda jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu í byrjun desember og leyfa Íslendingum að heyra í einum besta söngvara samtímans, Samuel Ramey. Ég er góður strákur, segir Kristján Jóhannsson. Mynd/Hari Ég er kannski ekki að fara að syngja lög eftir Bubba Morthens en ég vil syngja fyrir alla. www.odalsostar.is TINDUR OSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUM Þessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. 30 viðtal Helgin 21.-23. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.