Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 31

Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 31
HINN LITLAUSI TSUKURU TAZAKI OG PÍLAGRÍMSÁR HANS EFTIR HARUKI MURAKAMI JAPAN OG JÖKULDALUR Á menntaskólaárunum átti Tsukuru Tazaki fjóra bestu vini. Eftirnöfn þeirra allra innihéldu einhvern lit, nema Tazaki. Hann hét engum lit. Frá upphafi fannst honum hann því örlítið útundan. Dag nokkurn tilkynntu vinir hans að þau vildu hvorki sjá hann né heyra nokkurn tíma aftur. Allar götur síðan hefur Tsukuru verið eins og svefngengill og engum tengst vinaböndum. Þegar hann kynnist Söru fyllist hann löngun til þess að gera upp fortíðina og komast að því hvað gerðist. Haruki Murakami er einn vinsælasti og virtasti höfundur samtímans og hefur margoft verið orðaður við Nóbelsverðlaunin. Hér sýnir hann allar sýnar bestu hliðar. Glæný skáldsaga í þýðingu verðlaunaskáldsins af Jökuldal, Ingunnar Snædal.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.