Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 36

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 36
 www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 1 Ljóð & leikrit 1.−16. nóv. 2014 2Ljóð & leikrit 1.−16. nóv. 2014 MÓTTÖKURNAR TAKK FYRIR getur veruleikinn virst svo óyfir- stíganlegur. Ég sótti mér þá hjálp sem ég þurfti til að ég gæti synt í gegn um þetta. Ég hugsaði með mér að ef við ætluðum að fara í gegn um þetta saman þá þyrfti ég að vera í lagi, og að ef ég væri í lagi þá myndi þetta reddast. Auð- vitað koma bakslög en við vinnum bara með þau spil sem við höfum á hendi hverju sinni.“ Hún segist njóta móðurhlut- verksins og er afar þakklát fyrir drengina sína. „Þessi fimm ára er orðinn svo stór núna að það er hægt að fara að ræða meira við hann, og þeir farnir að leika sér meira saman. Lífið er alltaf gott þegar þeir eru nálægt. Um helgina fórum við varla út úr húsi. Ég var á sloppnum og þeir á nátt- fötunum og við skreyttum pipar- kökur og fórum í gamnislag. Með þeim verður maður 8 ára líka.“ Ósanngjörn gagnrýni á Smart- landið Dagsdaglega vaknar Marta á und- an sonum sínum og þarf að draga þá fram úr rúminu til að þeir verði ekki seinir í skóla og leikskóla. „Ég reyni að fara í bað á kvöldin og ef ég þarf að þvo á mér hárið geri ég það á kvöldin. Ég hef engan tíma til þess á morgnana. Ég gef strákunum að borða og svo keyri ég þá í skólann.“ Eftir flutninginn í miðbæinn hefur nýr áfangastaður skipað sér fastan sess hjá Mörtu áður en hún heldur til vinnu í Morgunblaðshöllina í Hádegismó- um. „Ég reyni að byrja daginn á Kaffifélaginu við Skólavörðustíg. Ég byrjaði að fara þangað því þar er svo gott kaffi, smátt og smátt fór ég að taka eftir að það var alltaf svipaður hópur sem var þarna og nú er það orðinn nauðsynlegur hluti af taka þarna gott spjall í byrj- un dagsins. Þetta er orðið þannig að ef maður lætur ekki sjá sig þá er farið að spyrja um mann.“ Marta segir það aðallega vera karla sem hún ræðir þarna við yfir morgun- kaffinu og finnst gott að fá þeirra sjónarhorn. „Þetta eru karlar sem liggja ekki á skoðunum sínum,“ segir hún en meðal þeirra sem stunda Kaffifélagið eru fjölmiðla- mennirnir Helgi Seljan og Egill Helgason, leikstjórinn Benedikt Erlingsson og almannatengillinn Karl Pétur Jónsson. „Mér finnst oft gott að tala við karlmenn því þeir eru svo lausir við allt drama heldur tala bara hreint út.“ Stærsti lesendahópur Mörtu Maríu er hins vegar eflaust konur en hún er ókrýnd drottningin af Smartlandi á mbl.is. „Ég hef samt alveg verið stoppuð af eldri karl- mönnum úti í búð þar sem þeir eru að þakka mér fyrir tískupistlana mína,“ segir hún hlæjandi. Flestir hafa skoðun á lífsstílsvefnum Smartlandi og virðist fólk ýmis elska hann eða hata. Það sem helst fer illa í fólk eru fréttir sem það telur ýta undir útlitsdýrkun. Marta segir í raun lítinn hluta vefjarins geta mögulega fallið undir slíkt og ég spyr þá af hverju hún sleppi því ekki bara. „Um daginn vorum við með frétt um að leikkonan Renée Zellweger væri gjörbreytt í útliti og mér fannst það áhuga- vert. Hún neitaði því að hafa farið til lýtalæknis en ég tók viðtal við lýtalækni sem fór yfir það sem hún taldi Renée hafa látið gera við sig. Mér fannst það vera innlegg í umræðuna að heimsfræg leikkona ákveði að láta breyta útliti sínu. Að stærstum hluta er Smartland samt með fasteignafréttir, hönnunar- fréttir, myndir út skemmtanalíf- inu og svo erum við með öflugan matarvef sem hefur að geyma um 3000 mataruppskriftir sem hægt er að nota sem uppflettirit. Mér finnst því ekki sanngjarnt þegar þetta er stimplað sem vefur sem ýtir undir útlitsdýrkun.“ Biðst afsökunar Nýlega skrifaði Marta pistil þar sem hún fjallaði um að ung kona sem heldur úti vinsælu lífsstíls- bloggi hefði fótósjoppað myndir af sér til að virðast grennri og spurði á hvaða vegferð við værum þegar ung og falleg stúlka velur þessa leið. Í framhaldinu skrifaði konan pistil þar sem hún kom fram undir nafni, sagði Mörtu vera að ráðast á sig og Facebook logaði í framhaldinu þar sem Marta var fordæmd. „Ég taldi mig ekki vera að ráðast á hana. Ég nafngreindi engan heldur var þetta persónu- leg hugleiðing í pistli. Mér fannst það hins vegar umhugsunarvert að eigandi heilsuveitingastaðar væri að gera þetta,“ segir Marta en konan hafði titlað sig sem slík- an í viðtölum þó síðar hafi komið í ljós að hún var það ekki. „Þessi viðbrögð hjá yngri kynslóðinni segja kannski sitt. Mér skilst að þetta sé eitthvað sem tíðkast og þyki bara eðlilegt. En ég var mjög leið yfir þessu máli og á endanum komum við báðar illa út. Ég legg mikið upp úr því að lífið sé gott og ég vil ekki vera í svona neikvæðri orku og það er aldrei markmiðið að særa neinn.“ Það komst einnig í hámæli þegar Marta lét Kristínu Júllu Kristjánsdóttur gervahönnuð láta sig líta út eins og ógæfukonu en hún sá um gervi Þorsteins Bach- mann í Vonarstræti sem þar lék ógæfumann. „Mér þótti miðuir hvernig umræðan þróaðist. Aðal- málið var að sýna hvað Kristín Júlla er flink. Ég hitti Baldvin Z, leikstjóra myndarinnar, á Kaffi- félaginu og því var hent fram í gamni að ég ætti að láta breyta Mér finnst oft gott að tala við karlmenn því þeir eru svo lausir við allt drama heldur tala bara hreint út.Marta María byrjaði í fyrra að æfa kraftlyftingar og getur tekið 115 kíló í hnébeygju. Mynd/Hari Synir Mörtu Maríu, Helgi 8 ára og Kolbeinn Ari 5 ára, gæða sér á gómsætri köku. Mynd úr bókinni/Guðný Hilmarsdóttir 36 viðtal Helgin 21.-23. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.