Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 40
Þ ótt margir líti til íslenska al-mannavarnakerfisins sem fyrirmyndar, telur Herdís Sigurjónsdóttir að enn sé tölu- vert sem bæta má hér á landi, ekki síst í héraði. „Það er mín köllun að bæta heiminn,“ segir Herdís sem er doktorsnemi í opinberri stjórn- sýslu og áfallastjórnun við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands, en hún er einnig með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði. Hún hefur flogið víða um heim til þess að kynna sér það nýjasta á sviði ham- fara, miðla af þekkingu sinni og læra af öðrum. Fyrirlestrar hennar fjalla meðal annars um það hvert hlutverk sveitarstjórna er á hættu- og neyðartímum. Herdís er sann- kölluð ofurkona þar sem hún hefur skipt tíma sínum á milli stjórnmála, barnauppeldis auk þess að sinna námi og krefjandi starfi sem ráð- gjafi hjá VSÓ Ráðgjöf. Herdís starf- aði hjá Rauða krossi Íslands í áratug sem verkefnisstjóri í neyðarvörnum og neyðaraðstoð. Hún var jafnframt bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ í tæp 15 ár og var forseti bæjarstjórnar, for- maður bæjarráðs, fjölskyldunefnd- ar, fræðslunefndar, stjórnar Sorpu bs. og fleira. „Kannski hefur það að alast upp á Siglufirði, við snjóflóðahættu og upplifun af snjó- og aurflóðum, sjós- köðum og jarðskjálftum leitt til þess að ég starfa við þetta í dag. Við Ís- lendingar eigum fullt erindi inn í alþjóðaheiminn og þurfum ekki að vera með neina minnimáttarkennd,“ segir Herdís. Doktorsritgerðarskrif í Seattle „Ég hef verið að vinna að ham- faramálum frá því að ég byrjaði að vinna hjá Rauða krossinum seint á síðustu öld. Í meistaraverkefni mínu í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands rannsakaði ég hlut- verk sveitarfélaga á neyðartímum og sá að þau höfðu verið óvirk frá upp- hafi. Eftir útskrift bauðst mér starf hjá VSÓ Ráðgjöf þar sem ég hef m.a. unnið að gerð neyðaráætlana með sveitarfélögum, stofnunum og fyrir- tækjum. Í byrjun árs 2013 hætti ég í bæjarstjórn eftir tæp 15 ár, áður en kjör- tímabilinu lauk til, að hafa tíma til að sinna starfi mínu hjá VSÓ Ráð- gjöf og doktorsnáminu sem ég hóf fljótlega eftir útskrift árið 2009. Doktorsrannsóknin mín snýr að opinberri stjórnsýslu, með áherslu á hamfarastjórnun. „Ég er að greina stefnu stjórnvalda og hef tekið fjöl- mörg viðtöl við lykilmenn í skipu- lagi almannavarna á liðnum árum til að greina viðhorf, ferla, samskipti og samhæfingu vegna hamfara,“ út- skýrir Herdís. Ég er lánsöm því ég hef svig- rúm í starfi mínu hjá VSÓ Ráðgjöf til að sinna rannsóknarverkefnum og kennslu, bæði hér heima og er- lendis, fyrir utan doktorsnámið. Þetta er alls ekki óalgengt hjá hinu opinbera, en sjaldgæfara hjá einka- fyrirtæki. Ég er nú stödd í Seattle, þar sem ég nýt þess að sinna rann- sókninni og skrifum í fullu starfi með styrk frá háskólanum. Hér úti eru margir samstarfsaðilar, og er ég m.a. að bera saman almannavarna- kerfið okkar og þetta ameríska þessa dagana.“ Þurfum að kenna börnum Herdís nýtir sér reynslu annarra þjóða og sótti námskeið um al- mannavarnir og endurreisn í Japan árið 2012, ári eftir að risajarðskjálfti og flóðbylgja riðu þar yfir í mars 2011. Námskeiðið var haldið á veg- um Iwate háskóla í Japan og var hún valin úr hópi háskólanema og hefur hún haldið fjölda fyrirlestra um þá reynslu. Hún er nú í samstarfi við Iwate háskóla í Japan og hefur farið þangað tvisvar eftir hamfarirnar til að kynna sér afleiðingar þeirra. „Við Íslendingar getum gert betur í því að taka ábyrgð á eigin velferð, eftir allt er mikið komið undir okk- ur sjálfum. Við getum klárlega lært af öðrum þjóðum. Í Japan er börn- um snemma kennt hvernig ber að bregðast við eftir jarðskjálfta, þau æfa viðbrögð og bjargaði það þús- undum barna eftir hamfarirnar 2011. Hér á landi er slökkvilið um allt land að gera frábæra hluti með æfingum og litla slökkviliðsmann- inum í leikskólum, en við getum gert enn betur. Að bæta okkur í þekkingu á almennri- og sálrænni skyndihjálp, að nota endurskins- merki. Það er líka mikilvægt að allir þekki rýmingarleiðir á sínu eigin heimili í húsbruna, festi hús- gögn m.t.t. jarðskjálfta. Ég hvet líka fólk til að útbúa sér heimilisáætlun. Sniðmát sem Gyða, vinkona mín, vann að hjá almannavörnum er hægt að nálgast á almannavarnir. is. Engin keðja er sterkari en veik- asti hlekkurinn og hvað samfélagið varðar snýr það ekki síst að almenn- ingi sjálfum. Einhverra hluta vegna telja marg- ir að ekkert gerist hjá þeim og eins að ef eitthvað gerist þá bjargi „kerf- ið þeim“, sérfræðingarnir. Reynslan sýnir okkur hins vegar að aukin vit- und og forvarnir skipta mestu máli. Sjáið bara afleiðingarnar af eldgos- inu í Holuhrauni, frábært samstarf allra hlutaðeigandi. Allir eru með á nótunum. Við Íslendingar erum reyndar ótrúlega vel upplýstir og uppteknir af fréttum. Ég sá þetta vel í tengslum við skotárásir hér í Seattle um daginn, að Íslendingar virtust fá upplýsingar um stöðu mála á undan heimamönnum hérna úti. Efling neyðarvarnakerfis í Kákasus „Ég fékk tækifæri til að vinna að verkefni með Rauða krossinum um eflingu neyðarvarnakerfis í Arm- eníu og Georgíu í Kákasus 2010 og 2011. Á svæðinu eru tíðar nátt- úruhamfarir eins og jarðskjálftar, skriðuföll og flóð sem valda miklum Helgar líf sitt hamförum YOUR TIME IS NOW. MakE a STaTEMENT WITh EvERY SEcONd. Pontos day/date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind „Við verðum að efla viðbúnað áður en eitthvað gerist, ekki eftir á,“ segir Herdís Sigurjónsdóttir. Þetta kemur m.a. fram í rann- sóknartengdu doktorsverkefni sem hún vinnur nú að. Markmið rannsóknar hennar er að bæta stjórnsýslu almannavarna á Íslandi. Herdís hefur unnið að hamfaramálum frá því að hún fór að vinna hjá Rauða krossinum seint á síðustu öld og hefur mikla reynslu af störfum á hamfaravettvangi. Hver er UppRUni: Fædd og uppalin á Siglufirði. „Ég á ættir að rekja undan Jökli á Snæfellsnesi, til Krossa- og Kjarna í Eyjafirði og Kjör- vogs á Ströndum. „Ég er komin af galdramönnum á Ströndum og vondu fólki á Snæfells- nesi.“ EiginMaðUR: Erlendur Örn Fjeldsted, bygginga- tæknifræðingur sem starfar hjá Eflu. BöRn: Þrjú. Ásdís Magnea 22 ára, nemi og leiðbeinandi í leik- skólanum Hraun- borgum á Bifröst, Sturla 19, ára nemi í MS og varabæjar- fulltrúi í Mosfellsbæ og Sædís Erla 11 ára, nemi í Lága- fellsskóla. ? Eiginmaður Herdísar Sigurjónsdóttur er Erlendur örn Fjeldsted byggingatæknifræðingur. Þau eiga þrjú börn, Ásdísi Magneu 22 ára, Sturlu 19, ára og Sædísi Erlu 11 ára. Herdís á námskeiði ári 2012. Hér situr hún í glugga í húsi sem skemmdist í flóð- bylgjunni í Japan 2011. Framhald á næstu opnu 40 viðtal Helgin 21.-23. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.