Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 46

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 46
Þ Þar kom að því! Hér eftir stöndum við öll jöfn þegar að nafngiftum kemur. Björt fram-tíð hefur lagt fram frumvarp á alþingi og verði það að lögum verður umdeild Manna-nafnanefnd lögð niður og fólki jafnframt gert frjálst að taka upp ættarnöfn að vild. Þá verður öllu rugli um karlmanns- og kvenmannsnöfn sleppt, enda segja þing- menn Bjartrar framtíðar það hreina tíma- skekkju að gera þá kröfu að drengir beri karlmannsnöfn og stúlkur kvenmannsnöfn. Það sé ekki löggjafans að skil- greina nöfn kynjanna, hvað sé kvenmannsnafn og hvað karl- mannsnafn. Með því sé lög- gjafinn að takmarka frelsi ein- staklingsins til að skilgreina sig og sitt kyn. Mannanafnanefnd hefur þvælst fyrir hugmyndaríkum einstaklingum um langa hríð, bannað eitt og leyft annað. Þótt karlar sem heita Ágúst og Júlíus séu úti um allar koppagrundir fékkst nafnið Apríl ekki sam- þykkt fyrr en nýlega – og þá sem kven- mannsnafn. Fái Björt framtíð sínu fram- gengt verður allt slíkt þras úr sögunni og fólk getur nefnt börnin sín hvort heldur er Febrúar eða Desember – eða jafnvel Fyrsta Apríl, svo dæmi sé tekið og foreldrarnir í léttum gír – og skiptir þá engu hvort barnið er drengur eða stúlka. Allir mega sjá að slíkt er mjög til bóta. Væntanlega munu hefðbundin nöfn halda sér að einhverju leyti þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins – en frelsið fæst um leið og kynjaskiptingunni verður úthýst. Ég sé fyrir mér þegar stoltir foreldrar kynna Jónínu son sinn til leiks og ekki síður hvað Guðmundur sé sæt og yndisleg stúlka. Það gætu auðvitað skapast ákveðin vandamál ef yngisstúlkan Guðríður verður ástfangin af yngispiltinum Guðríði – en það er yfir- stíganlegt og varla vandamál sem vert er að nefna – enda hefur enginn spáð í það sér- staklega hvað gerist ef strákurinn Sveinn verður skotinn í stráknum Sveini og þeir ákveða að rugla saman reitum. Aðalbreytingin í frumvarpinu felst þó í ættarnöfnunum. Hver hefði ekki getað hugsað sér að flagga annað hvort Thors eða Thoroddsen, svo ekki sé minnst á Briem eða Scheving? Breytir þar engu þótt ýmis ættarnöfn eigi sér furðulegan uppruna og afbakanir þar sem þeir sem ættaðir voru frá Brjánslæk fóru að kalla sig Briem, Gröndal kom væntanlega úr Grænadal og Vídalín úr Víðidal. Þetta voru allt höfðingjaættir, skáru sig frá almúganum sem helst var Jónsson eða Jónsdóttir – eftir kyni, vel að merkja. Það þarf ansi mikið til að ná langt í samanburði við þann sem flaggar flottu ættarnafni, Hafstein, Blöndal eða Steph- ensen. Í hvaða stöðu var til dæmis mann- garmurinn sem óperusöngvarinn frægi, Stefán Íslandi, hitti á förnum vegi og kynnti sig með stolti hins fræga manns: „Þetta er Stefán Íslandi, komdu sæll og blessaður.“ Ósjálfráð viðbrögð viðmælanda stórstjörn- unnar voru að kenna sig við uppruna sinn og því hrökk upp úr honum: „Sæll sjálfur, Magnús Hvammstangi hér.“ Björt framtíð segir, í greinargerð með frumvarpinu, að verndunarsjónarmiðin sem búa að baki því að tiltekinn hópur Ís- lendinga hafi leyfi til að bera ættarnafn vegna erfða feli í sér ójafnræði milli þeirra sem hafa þessi réttindi og þeirra sem hafa þau ekki. „Hagsmunir almennings af því að búa í frjálsu samfélagi þar sem jafnræði er tryggt er mun ríkara en hagsmunir niðja þeirra fáu sem fengu í krafti forréttinda eða fjárhagslegrar stöðu sinnar að halda eða velja sér ættarnafn á síðustu öld,“ segir enn fremur. Hvaða séns áttu forfeður okkar sem ættarnafnslausir voru? Harla lítinn. Var það ekki Hannes Hafstein sem varð fyrsti ráðherrann? Stjórnaði ekki Ólafur Thors Sjálfstæðisflokknum í áratugi og var for- sætisráðherra svona nokkurn veginn þegar honum sýndist? Var Auður Auðuns ekki fyrsta konan til að gegna borgarstjóraemb- ætti í Reykjavík? Svona mætti lengi telja. Jónsson og Jónsdóttir gátu lítið sagt og gert. Það var ekki fyrr en uppivöðslusamur strákur í samtímanum tók sér ættarnafn að eitthvað fór að ganga hjá honum. Það er fátt sem stoppar mann með ættarnafnið Gnarr. Spurningin er bara hvaða ættarnafn maður hefði tekið sér á framabraut æskuár- anna hefði framsýni Bjartrar framtíðar notið við í þá daga. Þau eru nefnilega ansi misjöfn ættarnöfnin og standast ekki öll samanburð við þessi stóru, Thors og Thoroddsen. Auð- vitað hefði maður getað kennt sig við æsku- slóðirnar, eins og Gröndal, Blöndal, Briem og þeir allir, en það er ekki víst að það hefði gengið upp. Jónas Langagerði er ekki alveg að gera sig, þótt gott hafi verið að alast þar upp. Sama gildir um þau ættarnöfn sem ég hefði getað tekið upp fyrir mig og mitt fólk eftir að við fluttum í Kópavoginn. Óvíst er að Jónas Furugrund hefði slegið í gegn og svipað gildir um Jónas Daltún. Kannski hefði Jónas Daltúns sloppið og jafnvel enn frekar ef ég hefði bætt fyrsta stafnum í föðurnafni mínu við: Jónas H. Daltúns. Nú- verandi heimaslóðir henta ekki sérstaklega vel sem ættarnafn. Það væri helst að ég gæti brugðið á gamalt ráð, eins og skáldin Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, og kallað mig Jónas frá Kópavogsbakka, eða Jónas á Bakka sem er styttra en þó óþarflega líkt færeysku nafni og gæti valdið ruglingi. Það er frekar að við fjölskyld- an hefðum tekið upp ættarnafn sem hægt væri að tengja konu minni og hennar fólki. Faðir hennar stofnaði fyrir áratug- um hópferðafyrirtæki sem hefur stækkað og blómstrað síðan. Minn betri helm- ingur er nú við stjórnvölinn í því ágæta fyrirtæki með systkinum sínum. Kannski ég hefði náð einna lengst ef ég hefði farið alla leið með þetta og kallað mig einfaldlega Jónas Rútan, frúnni til heiðurs, og á nafn- spjöldum fyrir erlenda við- skiptavini því heimsborg- aralega nafni – Jonas Rutan. Það er að minnsta kosti skárra en Jónas Lang- ferða- bíll. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Jónas Langagerði? Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 12.11.14 - 18.11.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar HelgasonSkálmöld Einar Kárason Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Ástarmeistarinn Oddný Eir Ævarsdóttir Hallgerður Guðni Ágústsson Kamp Knox Arnaldur Indriðason DNA Yrsa Sigurðardóttir Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir Bragi Valdimar Skúlason Táningabók Sigurður Pálsson Gæðakonur Steinunn Sigurðardóttir 46 viðhorf Helgin 21.-23. ágúst 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.