Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 52

Fréttatíminn - 21.11.2014, Page 52
52 bækur Helgin 21.-23. nóvember 2014 Á rni Þór Árnason, kynn-ingarstjóri hjá Forlaginu, lítur á þennan árstíma sem eins konar uppskeruhátíð og fagnar þeirri fjölbreyttu flóru sem er að finna í bókaútgáfu í ár. „Úrvalið er gríðarlega mikið. Allt frá sjálfshjálparbókum upp í stór- virki á borð við Lífríki Íslands og Orð að sönnu, auk þess sem út kemur fjöldinn allur skáldsögum, barnabókum, ævisögum og ljóða- bókum.“ Bókamessa í bókmenntaborg Um helgina fer fram bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni: Bókamessa í bókmenntaborg og er þetta í fjórða skipti sem viðburðurinn fer fram. Þar munu útgefend- ur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bók- menntadagskrá. „Líkt og áður verðum við með glæsilegan bás sem hönnuðirnir okkar hérna í grafísku deildinni hafa séð um að hanna. Við förum síðan öll saman niður í Ráðhús og setjum hann upp,“ segir Árni Þór. Höf- undarnir verða með upplestur úr bókum sínum en þátttaka þeirra takmarkast þó ekki við það eitt. „Þeir taka þátt í alls konar bóka- stússi með okkur, svo sem að af- greiða, pakka inn og spjalla við gesti og gangandi.“ Barnabækur, matreiðslu- bækur og hannyrðabækur Boðið er upp á glæsilega barna- dagskrá á Bókamessunni alla helgina. Mikil gróska hefur verið í barnabókmenntum upp á síðkastið og mun Gunnar Helga- son, höfundur bókarinnar Gula spjaldið í Gautaborg, meðal ann- ars standa fyrir fótboltafjöri og almennum skemmtilegheitum í Ráðhúsinu á laugardag. Matreiðslubækur hafa einn- ig notið sífellt meiri vinsælda og nú er komin út bók sem ber nafnið Leyndarmál Tapasbars- ins afhjúpuð. Þar er að finna uppskriftir af girnilegum ta- pasréttum sem eru á matseðli Tapasbarsins og lesendur geta nú töfrað fram í eigin eldhúsi. Boðið verður upp á smakk og spjall um bókina á Bókamess- unni um helgina. Marta María Jónasdóttir gefur út sína fyrstu matreiðslubók nú í nóvember. Bókin inniheldur 116 uppskriftir fyrir upptekið fólk sem vill ekki ala börnin sín upp á skyndbita- stöðum heldur kýs að elda frá grunni án þess að það taki óra- tíma. Marta María verður einnig á Bókamessunni um helgina og mun bjóða gestum og gangandi upp á gómsætt smakk. Tref laprjón er spáný bók Guðrúnar S. Magnúsdóttur, en hannyrðabækur hennar hafa svo sannarlega slegið í gegn undan- farin ár. Í bókinni er að finna 53 treflauppskriftir á kríli, krakka, konur og karla. Guðrún verður í Ráðhúsinu um helgina og mun veita ýmsar ráðleggingar, sýna treflana í bókinni og spjalla við gesti og gangandi. Unnið í samstarfi við Forlagið. Forlagið gefur út hátt í hundrað bækur fyrir jólin Forlagið er eitt stærsta út- gáfufyrirtæki landsins og í ár koma út hátt í 100 bækur á vegum þess og eru um- fjöllunarefnin af margvís- legum toga. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 2Topplistinn 1.−16. nóv. 2014 1 Topplistinn 1.−16. nóv. 2014 3 Topplistinn 1.−16. nóv. 2014 Metsölulisti Eymundsson Heildarlistinn. vika 46 1. MÓTTÖKURNAR TAKK FYRIR

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.