Fréttatíminn - 21.11.2014, Side 56
56 bækur
B ókaútgáfan Salka hefur starfað frá árinu 2000 og hef-ur ætíð lagt megináherslu
á að auka hlut kvenna í útgáfu og
það má með sanni segja að þeim
hafi tekist vel til. Í ár gefur Salka út
um 30 bækur og eru þær með fjöl-
breyttu sniði.
Fjölbreytt bókahlaðborð í ár
Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynning-
arstjóri hjá Sölku, segir úrvalið vera
afar fjölbreytt í ár. „Núna fyrir jólin
erum við með tvær matreiðslubæk-
ur, annars vegar er Stóra alifugla-
bókin eftir Úlfar Finnbjörnsson og
hins vegar Nenni ekki að elda eftir
Guðrúnu Veigu Guðmundsdóttur.
Svo erum við með bókina Vakandi
veröld eftir Rakel Garðarsdóttur og
Margréti Marteinsdóttur sem er
bók fyrir alla sem bera velferð sína
og umhverfisins fyrir brjósti. Einn-
ig erum við að gefa út eina ljóðabók,
eina vinnubók, fjórar barnabækur,
tvær hannyrðabækur, þýddar skáld-
sögur og fleira.“
Bókamessa í Ráðhúsinu
Um helgina verður Bókamessa í
Bókmenntaborg haldin í fjórða sinn
í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þar verða
flestir okkar höfundar og munu þeir
taka þátt í ýmiss konar bókmennta-
dagskrá. Það er alltaf skemmtileg
upplifun að hitta höfundana sjálfa.
Sem dæmi má nefna að boðið verður
upp á smakk úr matreiðslubókunum
og handverk úr hannyrðabókunum
verður til sýnis,“ segir Álfrún.
Meðal uppákoma sem verða á
vegum Sölku er kynning á bókun-
um Slaufur og Tvöfalt prjón – flott
báðum megin, en höfundar bók-
anna, þær Rannveig Hafsteinsdóttir
og Guðrún María Guðmundsdóttir,
munu kynna bækur sínar og leið-
beina gestum. Höfundar matreiðslu-
bókanna verða á svæðinu og bjóða
upp á smakk og höfundar bókar-
innar Vakandi veröld gefa góð ráð.
Einnig verða barnabækur kynntar
og Guðrún Hannesdóttir les úr
ljóðabók sinni Slitur úr orðabók
fugla. Fleira mætti telja og starfs-
fólk Sölku verður á staðnum alla
helgina til að kynna útgáfubækur
ársins.
Það verður því eitthvað fyrir alla
á boðstólum á Bókamessunni í Ráð-
húsinu um helgina, en opið verður
báða dagana milli klukkan 12 og 17.
Unnið í samstarfi við
Bókaútgáfuna Sölku
Mannbætandi bækur
af ýmsu tagi á boð-
stólum hjá Sölku
Helgin 21.-23. nóvember 2014
RitdómuR Jólin hans hallgRíms
Jólin hans
hallgríms
Steinunn Jóhannesdóttir
Komst í jólaskap
B ókin Jólin hans Hall-gríms, eftir Steinunni
Jóhannesdóttur, fjallar um
Hallgrím Pétursson, 7 ára
strák á 17. öld. Jólin eru að
koma, það er kalt og mikið
að gerast á sveitabænum.
Öllum að óvörum fæðist
lítil gimbur og Hallgrímur
hefur stöðugar áhyggjur af
lambinu sem fékk nafnið
Snæbjört og hugsar vel um
hana. Heimilisfólkið leggur
allt sitt af mörkum til að
undirbúa jólin. Krakkarnir
á bænum læra jólakvæði,
konurnar elda mat, þrífa,
baka og sauma. Karlarnir
pössuðu dýrin og slátruðu
einni kind til að nota í jóla-
súpuna. Jólin voru hátíðleg.
Mér finnst bókin
skemmtileg, raunsæ og
svolítið gamaldags enda
gerist hún fyrir langa-
löngu. Ég komst í jólaskap
þegar komið var í seinni
hluta hennar. Einnig finnst
mér sniðugt að skrifa bók
um Hallgrím Pétursson
sem Hallgrímskirkja er
nefnd eftir og líka að hafa
skýringar á orðum aftast
um verkfæri og ílát.
Mér finnst bókin vera
fyrir krakka á aldrinum
4-11 ára.
Laufey
Pálsdóttir
10 ára
Álfrún G. Guðrúnardóttir, kynningarstjóri hjá Sölku.
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
1 Handavinnubækur
1.−16. nóv. 2014
3
1.−16. nóv. 2014
Handavinnubækur
2Handavinnubækur
1.−16. nóv. 2014
MÓTTÖKURNAR
TAKK
FYRIR