Fréttatíminn - 21.11.2014, Blaðsíða 62
62 matur & vín Helgin 21.-23. nóvember 2014
B akaríið Hjá Jóa Fel kynnir til sögunnar nýtt góðgæti fyrir
jólin – tindrandi frostrós
að hætti Jóa Fel. Um er að
ræða glitrandi fagra súkk-
ulaðitertu, lagskipta með
stökkum herslihnetubotni,
mjúku hindberjahlaupi,
fyllt með þykku súkkulaðit-
rufflukremi og hjúpuð með
drifhvítum sykurmassa.
„Síðastliðin 17 ár hefur
mig alltaf langað til að
framleiða mína eigin jóla-
tertu,“ segir Jói Fel bakara-
meistari. „Maður heldur
alltaf að það sé svo langt í
jólin, en svo koma þau bara
allt í einu og við höfum
aldrei náð að klára hönnun-
ina eða framleiðsluna, fyrr
en nú.“
Við gerð tertunnar liggja
margar tilraunir að baki og
er Jói Fel einkar ánægður
með útkomuna. „Þegar við
hönnuðum útlitið vorum
við með jólapakka í huga.
Þegar kassinn er opnaður
tekur á móti manni hátíð-
leg kaka skreytt slaufu og
frostrósum sem veitir fólki
vonandi birtu og yl.“ Frost-
rósin er því terta sem getur
yljað og glatt í skamm-
deginu.
Frostrósin verður fáan-
leg í öllum verslunum Jóa
Fel á aðventunni.
Unnið í samstarfi við
Bakaríið hjá Jóa Fel
Jói Fel: „Frostrósin
er jólatertan í ár“
Frostrósin er desert kaka sem hægt er að borða allan sólarhringinn.
EINFALT
AÐ SKILA EÐA SKIPTA
Hagkaup býður upp á 50.000 vörutegundir
og því er auðvelt að finna gjöf við allra hæfi.
Munið að biðja um skilamiða.
Huggulegar
hnetusmjörskökur
4 dl hveiti
1,5 dl sykur
1 dl púðursykur
1 dl smjör
1,5 dl hnetusmjör
1/2 dl mjólk
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 tsk matarsódi
Dökkt súkkulaði
Hitið ofninn í 200 gráður.
Hrærið allt saman og mótið í
litlar kúlur. Veltið kúlunum upp
úr sykri og raðið á plötu. Þessi
uppskrift gefur um tvær plötur.
Bakið kökurnar í rétt rúmar tíu
mínútur.
Skerið súkkulaðið niður í litla bita
og stingið þeim ofan í kökurnar
þegar þær koma út úr ofninum.
Heimild: Vínótek.is