Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 64

Fréttatíminn - 21.11.2014, Qupperneq 64
64 fjölskyldan Meðganga og fæðing í stjúpfjölskyldum Ó hætt er að fullyrða að börn taka fréttum um væntanleg systkini misvel. Sum kæra sig ekki um neinar breytingar og kunna því vel að fá ein alla ást og athygli foreldra sinna á meðan önnur bíða spennt eftir að verða stóra systir eða stóri bróðir. Jafnvel þó spenningur sé fyrir hendi eru nokkuð góðar líkur á afbrýðisemi eldri systkina þegar barnið er fætt. Sum eru líka kvíðin á meðgöngunni og óttast hrein- lega að foreldrarnir muni gleyma þeim þegar þar að kemur. Flestir foreldrar eru með- vitaðir um líðan barna sinna og leyfa þeim að taka þátt í undirbúningnum og umönnun nýburans eins og kostur er. Ekki vilja foreldrarnir að eldra barn þeirra finni sig útundan þó það eignist systkini. Ætla má að það sama eigi við um foreldra sem komnir eru í nýtt samband og eiga barn með stjúpforeldri barna sinna. Stundum er sameiginlega barnið í stjúpfjölskyldunni kallað „límið“ eða „litli brúarsmiðurinn“. Ástæðurnar eru einkum tvær. Annars vegar sú að allir fjölskyldumeðlimir tengjast því líffræðileg- um böndum og hins vegar er sameiginlegt barn talið geta gefið fólki ástæðu til að halda út erfið tímabil í stjúpfjölskyldunni í stað þess að gefast upp og halda hvort í sína áttina. Eins og gefur að skilja eru hálfsystkinin í annarri stöðu en „litli brúarsmiðurinn“ á heimilinu þar sem þau eiga foreldra á tveimur heimilum. Oft eiga þau líka stjúp- foreldra, hálf- og stjúpsystkini á þeim báðum. Mörg börn eignast því hálf- og stjúp- systkini án þess að það komi öðru foreldri þeirra nokkuð við í sjálfu sér. Stundum á báðum heimilum á sama tíma. Það er því ekki víst að alltaf sé sami skilningur á þörfum hálfsystkina og svo alsystkina þegar þau eignast systkini. Hálfsystkinið þarf ekki minni skilning en önnur börn. Sumum finnst staða sín í fjölskyldunni veikjast, þar sem nýja barnið á bæði pabba og mömmu á heimilinu og kann það að vera rétt í sumum tilvikum. Algengt er að pörum finnst „allt“ mun auðveldara sem snýr að sameiginlegu barni þeirra en þeim sem þau eiga úr fyrra sambandi. Stjúpforeldrar eru venjulega minna tengdir stjúpbörnum sínum en eigin börnum, sem eðlilegt er, en séu tengslin mjög veik eru þeir síður tilbúnir til að veita þeim stuðning en eigin börnum. Skiptir ekki máli hvort það sé tilfinningalegur, fjárhagslegur eða annar stuðningur. Það getur því verið ólíkur skilningur innan stjúpfjölskyldunnar hversu mik- inn stuðning á að veita eða hvort þörf sé á einhverjum stuðningi. Hálfsystkini nýburans þurfa hinsvegar, rétt eins og önnur börn, fullvissu um ást for- eldra sinna og að stjúpforeldrinu sé annt um velferð þeirra og líðan. Þau þurfa að fá að vera þátttakendur eins og kostur er. Við undirbúning og eftir fæðingu skapast ný tæki- færi til efla tengsl milli stjúpforeldris og barns. Skoða má gamlar myndir af stjúpforeldri og barni sem ungbarni, segja sögur úr æsku og aðstoða við val á fatnaði, svo fátt eitt er nefnt. Á sama tíma þarf barnið líka að fá tækifæri til að vera eitt með foreldri sínu en það dregur úr afbrýðisemi og samkeppni að skipta fjölskyldunni reglulega upp, bæði eftir líffræðilegum línum og stjúptengslum. Þarfir væntanlegar móður eða föður, stjúpforeldris barnsins, geta verið aðrar en barnsins eða makans á þessum tímamótum. Sumum stjúpforeldrum finnst ekkert sjálfsagðara en að stjúpbörnin séu á heimilinu þegar barnið fæðist á meðan aðrir hafa miklar áhyggjur af því að það fæðist í „pabbavikunni“ eða „mömmuvikunni“. Að eigin- maðurinn verði t.d. meira upptekinn af því að stjúpbarnið verði ekki útundan en þörfum móðurinnar fyrir stuðning. Jafnvel að stjúpbarnið verði með hávaða og kröfuhart á móður sína þegar hún kemur heim af fæðingardeildinni, sem nýbökuðum föður finnst kannski erfiðara að umbera en móðurinni. Barneignum fylgir aukið álag, stjúptengsl eru viðkvæm. Góður undirbúningur skiptir máli og mikilvægt að reynt sér að koma á móts við ólíkar þarfir vilji fólk byggja upp sterka fjölskyldu. Vinir og vandamenn geta létt undir með því að bjóða eldri systkinum í heimsókn, næturgistingu, bæjarferðir eða annað, jafnframt verið nýbökuðu foreldri stuðningur þann tíma sem hitt foreldrið sinnir börnum sínum úr fyrra samband. Finn- um lausnir sem ganga – bæði fyrir börn og fullorðna. Stundum er sameiginlega barnið í stjúpfjölskyldunni kallað „límið“ eða „litli brúarsmiðurinn“. Fæðist barnið í pabbavikunni? Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heimur barna Helgin 21.-23. nóvember 2014 Guðlaugur A Magnússon Skólavörðustíg 10 • Reykjavík • www.gam.is • sími 5625222 Við hönnun skeiðarinnar sóttum við innblástur í okkar gömlu hefðir enda ber hún emeleringu eins og fyrstu skeiðarnar okkar. Hin eina sanna jólaskeið okkar íslendinga í 68 ár Jólaskeiðin 2014 RISA ÍÞRÓTTA- OG LEIKFANGAMARKAÐUR Í Laugardagshöll dagana 21-30. nóvember. Stærsti markaðurinn hingað til. Nú hefur LEIKBÆR bæst í hópinn með úrval leikfanga á frábæru verði. Opnunartími Mánud.-föstud. frá kl. 14:00 – 20:00 Laugard. og sunnud. frá kl. 12:00 – 18:00 Komdu og gerðu frábær kaup fyrir alla fjölskylduna Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík Ný sending af Kjólum frá Ameríku Margar gerðir Kjóll Frósen kr.6795.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.