Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Side 66

Fréttatíminn - 21.11.2014, Side 66
66 heilsa Helgin 21-23. nóvember 2014 F yrst þegar ég byrjaði að stunda jóga leit ég aðeins á það sem líkamsrækt. Andlega vellíðanin kom síðan í framhaldinu, ég lærði að slaka á og varð bæði afslappaðri og um- burðarlyndari,“ segir Guðrún Reynis- dóttir jógakennari. Guðrún var að senda frá sér Jógahandbókina sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum, og leggur hún áherslu á að jóga sé fyrir alla. Guðrún starfar í banka og var fyrst og fremst að leita sér að góðri líkams- rækt þegar hún byrjaði í jóga fyrir um fjórum árum. Hún heillaðist fljótt og fór brátt að fara sex sinnum í viku í jógatíma sem var gott mótvægi við streitufullan vinnustaðinn. „Ég var alltaf að reyna að læra meira og meira og ákvað að skrá mig í jógakennaranám til að ég gæti líka hjálpað öðrum að ná þessu jafnvægi fyrir líkama og sál.“ Guðrún hefur farið í tíma hjá um 20 jógakennurum og segir hver hafa sína nálgun og hún því alltaf að læra eitthvað nýtt. Rúmt ár er síðan Guðrún útskrifaðist frá Jógaskóla Kristbjargar og hefur síðan starfað sem jógakennari í Reebok Fitness í Holtagörðum. „Við erum þar komin af stað með nýja tíma sem kallast „Teygjur“ en er í raun jóga í dulargervi. Þar reynum við að höfða líka til karlmanna því þeir virðast vera feimnari við jógatímana en konur. Það er líka nokkuð um að fólk sem æfir Crossfit eða hlaup telji sér trú um að jóga henti þeim ekki en ég fullyrði að jóga gagnast öllum.“ Guðrún bendir á að jóga sé líka ódýr líkamsrækt því það nægi mörgum að fara á grunn- námskeið og stunda svo jóga heima, á ferðalögum eða í sumarbústaðnum. „Fólk þarf þá bara að kaupa sér jógadýnu.“ Í gegnum tíðina hefur Guðrún alltaf skráð hjá sér nýjan lærdóm um jóga, flokkað hann skipulega niður og á endanum sá hún að þarna var komið efni í heila bók. Í Jógahandbókinni eru sýndar tæplega 100 jógastöður, þar er fróðleikur um hverja stöðu, kosti hennar og varnarorð. Hér fylgja með leiðbeiningar til að fara í jógastöðuna Krákuna sem Guðrún segir að sé sín uppáhaldsstaða. „Ég tek Krákuna næstum í öllum tímum. Hún er grunnurinn að handstöðun- um. Handstöðurnar eru erfiðastar en flestum finnst þær mest spenn- andi. Ég byrja gjarnan á Kráku- unganum sem krefst minni hand- styrks og fer svo yfir í Krákuna. Við nemendur mína segi ég að þeir skuli æfa Krákuna og fara svo yfir í flóknari handstöður.“ Krákan Baksana Krákur voru taldar vera boðberar guðanna og tákna þær samskipti og tryggð. Krákan leyfir þér að komast yfir takmörk þín og takast á loft. Þetta er fyrst og fremst áskorun hugans. Leiðbeiningar: 1. Stattu á miðri dýnunni í jógastöðunni Fjallinu. 2. Komdu niður á hækjur, ýtti hnjám vel í sundur og settu lófa í gólf á milli þeirra. Hafðu axlabreidd á milli handa og staðsettu úlnliði, beint undir öxlum. Dreifðu vel úr fingrum og leyfðu löngutöng að vísa beint fram. Haltu onlbogabótum í línu við þumla. 3. Komdu upp á táberg og tylltu miðjum sköflungnum á miðja upphandleggi. Innan- verð læri snerta síðu. 4. Hallaðu þér fram þar til þú kemur alveg upp á tær. Lyftið öðrum fæti frá gólfi og þá hinum. 5. Haltu lærvöðvum virkum með því að þrýsta fótunum saman og ýta hnjánum fram á við. Dreifðu vel úr tánum í stöðunni. Horfðu beint niður. Þrýstu lófum í gólf og krullaðu fingur örlítið saman til að taka álag af úlnliðum. Krákuunginn: Hafðu framhandleggi á gólfi í stað lófa. Þessi æfing krefst minni styrks í handleggjum en meiri styrks í kjarnavöðvum. Ráðleggingar: Mikilvægt er að halda fótum alveg saman þegar farið er í stöðuna en það eykur stöðugleika og gerir hana auðveldari. Þeir sem eiga í erfiðleikum með að lyfta fótum frá gólfi geta prófað að standa á kubbi. Hafðu púða og teppi í kring um þig ef þú óttast að detta. Bætir: einbeitingu, jafnvægi, meltingu, samhæfingu, sjálfstraust. Örvar: líffæri í kviðarholi. Gott gegn: brjóstsviða, vindgangi. Styrkir: axlir, handleggi, innanverð læri, kvið, mjóbak, úlnliði. Teygir: efra bak, nára. Varúð: hár blóðþrýstingur eða hjarta- vandamál, meðganga, meiðsli í öxlum, mjóbaki eða úlnliðum, sinaskeiðarbólga. Kennir jóga í dulargervi MÓTTÖKURNAR TAKK FYRIR www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 1Barnabækur 1.−16. nóv. 2014 2 Barnabækur 1.−16. nóv. 2014 Train Smarter with the Kinetic inRide and inRide App. Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS KINETIC ROAD MACHINE + inRIDE WATT METER Smart-phone* based costing hundreds more. Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM * Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart® Guðrún Reynis- dóttir byrjaði að stunda jóga sem líkamsrækt en fann brátt hversu mikil andlegu áhrifin voru líka. Hún skráði sig í jóga- kennaranám og var að senda frá sér Jógahand- bókina þar sem sýndar eru um 100 jógastöður. Guðrún segir Krákuna vera sína uppáhalds- jógastöðu og sýnir hér hvernig skal bera sig að. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Guðrún Reynisdóttir jógakennari var að senda frá sér Jógahandbók- ina. Hér er hún í stöðunni Kýrhaus- inn. Þeir sem treysta sér ekki í Krákuna geta byrjað á Krákuunganum og byggt upp styrk til að fara í Krákuna. Guðrún sýnir hér Krákuna sem er hennar uppáhalds jógastaða og grunnurinn að öðrum handstöðum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.