Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 86

Fréttatíminn - 21.11.2014, Síða 86
 TímamóT KáTur pilTur fagnar fimmTugsafmæli sínu á laugardag Þarf ekki lengur að hafa sjúkrabíla til taks í veislunni a thafnamaðurinn Hallur Helgason fagnar fimmtíu ára afmæli á laugardaginn með pomp og prakt, eins og sönnum Hafnfirðingi sæmir. „Þetta verður svona móttaka eins og það kallast,“ segir Hallur. „Kannski er það fínt orð yfir partí, en það verða engir sjúkrabílar til taks eins og hefði kannski verið fyrir einhverjum ára- tugum síðan.“ Í afmælinu verða hin ýmsu skemmtiatriði frá félögum úr Stuðmönnum ásamt því að hljóm- sveit Halls, Kátir piltar frá Hafnar- firði, treður upp. „Framkoma Kátra pilta er aðal- lega í kringum afmæli meðlima sveitarinnar þessa dagana, en við tróðum þó upp í vor á Fjörukránni. Annars er ekkert á dagskránni hjá sveitinni,“ segir Hallur. „Það verður vissulega skálað en annars er það orðið svo mikið tískufyrir- brigði að hætta að drekka að það verða óáfengir kokteilar líka,“ segir Hallur. „Ég er annars bara sáttur við þessi fimmtíu ár og gleðst yfir þess- um tímamótum. Fók er svo vel á sig komið í dag að fimmtíu ár þykir eng- inn aldur. Maður er ekkert að belgja sig út heldur viðurkennir bara stað- reyndir,“ segir Hallur Helgason. -hf Hallur Helgason athafnamaður fagnar fimmtugsafmæli sínu á laugardag. Hann segir að óáfengir kokteilar verði í boði í veislunni enda sé í tísku að hætta að drekka. Unnur Lárusdóttir, 17 ára, skipulagði ráðstefnu í Hörpu í vikunni. Ljósmynd/Hari  fólK unnur lárusdóTTir sKipulagði ráðsTefnu í Hörpu í viKunni Ráðstefna um styttingu framhaldsskóla var haldin í Hörpunni í vikunni. Það var Unnur Lárusdóttir, 17 ára nemandi úr Verslunarskól- anum, sem fékk hugmyndina að ráðstefnunni og sá um alla skipulagningu hennar. Hún segist vera ósköp venjuleg stelpa með vítt áhugasvið sem vilji leggja sitt af mörk- um til samfélagsins. É g er bara mjög venjuleg stelpa sem æfi fótbolta og dans, er mjög félagslynd og tek mikinn þátt í félagslífinu í skól- anum,“ segir Unnur Lárusdóttir, 17 ára stelpa sem skipulagði ráð- stefnu um styttingu framhalds- skóla í vikunni. Unnur hefur í nógu að snúast dags daglega en lét sig ekki muna um að bæta skipulagningu ráð- stefnunnar á sig. „Ég vinn í ís- búð eins og svo margir aðrir ung- lingar. Svo hef ég mjög mikinn áhuga á öllu sem tengist samfé- laginu og æskulýðsverkefnum. Síðustu tveir mánuðir hafa verið svakalega „bissí“. Að halda ráð- stefnu krefst rosalega mikils skipulags sem ég held að ég hafi bara tamið mér í gegnum tíðina. Frá því að ég var yngri hef ég alltaf haft mikið fyrr stafni, verið með vítt áhugasvið og verið fróð- leiksfús. Það hefur nýst mér vel í allri þessari vinnu en mamma og pabbi eru einnig skipulögð og það hefur sennilega hjálpað mér eitthvað líka.“ Nemendur geta haft áhrif Unnur segist hafa feng- ið hugmyndina að ráð- stefnunni eftir að hafa sótt eina slíka í Indi- ana-fylki í Bandaríkj- unum en hún hafi alltaf haft áhuga á mennta- málum. „Síðasta sum- ar sótti ég sumarskóla við Purdue-háskólann í Indiana fylki í boði sendiráðs Bandaríkj- anna í Íslandi og þessi ráðstefnan var liður í samfélagsverkefni sem nemendur vinna eftir heimkomu. Þar lærði ég ákveðna aðferð við að vinna að samfélags- verkefnum og við að leysa úr vandamál,“ segir Unnur. „Síðan ég byrjaði í menntaskóla því ég er orðin gagnrýnni á það sem ég er að taka mér fyrir hendur. Ég er orðin meiri þátt- takandi í mínu námi og farin að bera meiri ábyrgð á framtíð minni sjálf. Og núna þegar ég sé hvaða áhrif við sem nemendur getum haft hef ég enn meiri áhuga. Mér finnst nem- endur alls ekki vera nógu vel upp- lýstir, sérstaklega þegar kemur að styttingu framhaldsskólanna. Það erum við nemendurnir sem erum að stunda námið en ekki þeir sem taka ákvörðunina fyr- ir okkar hönd, og að innleiða nemendur ekki í þessa umræðu myndi ég segja að væri frekar ósanngjarnt.“ Langar að ferðast og sinna hjálparstörfum „Það var margt fróðlegt og skemmtilegt sem kom fram á ráðstefn- unni. Það sem var mest áberandi voru skiptar skoðanir fólks á mál- efninu. Ég er virkilega þakklát öllum sem sóttu ráðstefnuna og öllum þeim sem hafa hjálpað mér í þessu ferli. Þetta er búið að vera virki- lega skemmtilegt og ég er hvergi nærri hætt, segir Unnur sem hefur ekki enn gert upp við sig hvert hún stefnir í framtíðinni þar sem áhugasviðin séu mörg. „Ég stefni á að fara í skiptinám í þrjá mánuði næsta haust. Mig langar að ferðast og sinna hjálp- arstörfum þar sem ég er heimsforeldri hjá UNI- CEF. Ég hef áhuga á svo mörgu eins og t.d sagnfræði, fjöl- miðlafræði, alþjóðafræði og við- skipta- og hagfræði svo ég verð bara að sjá hvert leiðin liggur þeg- ar lengra líður.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Engin venjuleg stelpa Hver er Unnur Lárus- dóttir, 17 ára nemi í Versló. HVaðan: Úr Laugardalnum, 104 Reykjavík. FoReLdRaR: Lárus Kristinn Jónsson hag- fræðingur og Kristín Ragnarsdóttir snyrtifræðingur. ÁHUgamÁL: Ég á mörg áhuga- mál. Meðal þeirra er heilsa og íþróttir, tíska og ferðalög, menning og heim- speki, tungumál og að eyða tíma í góðra vina hópi eða með fjöl- skyldunni. ? fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri Hið árvissa jólabókaflóð virðist fara af stað af miklum krafti sé að marka sölulista og aug- lýsingar bókaútgefenda, en samkvæmt þeim eru margar íslenskar skáldsögur þegar farnar í endurprentun sem ekki hefur verið algengt á þessum árstíma. Þar á meðal eru bækur Steinars Braga og Ófeigs Sigurðs- sonar en sú síðarnefnda fékk einmitt fimm stjörnur í gagnrýni Fréttatímans í síðustu viku. Ófeigur í endurprentun Bók Steinars Braga seld til 15 landa og talandi um Steinar Braga. Útgefendur sýndu bók hans, Hálendinu, mikinn áhuga á Bókamessunni í Frankfurt á dögunum. alls er búið að selja bókina til 15 landa á skömmum tíma og þeim mun væntanlega fjölga á næstunni. Hálendið hefur verið selt til Tékklands, danmerkur, eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýska- lands, Ungverjalands, Ítalíu, makedóníu, Hollands, Serbíu, Spánar, Bretlands og noregs og Svíþjóðar. metsöluhöfundar saman á sviði Tveir vinsælustu barnabókahöfundarnir um þessi jól, þeir gunnar Helgason og Ævar Þór Benediktsson, æfa saman nýtt leikrit um þessar mundir í Gaflaraleikhús- inu. Leikritið Bakaraofninn, sem er eftir þá gunnar og Felix Bergsson, verður frumsýnt í febrúar og er ætlað allri fjölskyldunni. Ákavíti í Los angeles Dröfn Ösp Snorradóttir, sem í samstarfi við aðrar íslenskar konur rekur íslensku hönnunarverslunina Reykjavík outpost í Los angeles, ætlar að bjóða upp á skandinavískt „smörrebröd“ og ákavíti í versl- uninni um helgina. Ástæðan er sú að faðir drafnar, Snorri Steinþórsson sem starfar sem kokkur í ráðhúsinu, er í heimsókn hjá dótturinni og fannst þeim þetta tilvalin hugmynd á meðan pabbinn er í heimsókn. 86 dægurmál Helgin 21.-23. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.