Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 18
Eitt sinn sat ég inni í stofu á náttsloppn- um að lesa blöðin þegar heil kínversk fjölskylda stóð allt í einu yfir mér. Það var blindbylur úti og þau vildu kaupa sér veitingar. Paradísin í Álafosskvosinni G unnar sagðist hafa fundið höll í sveitinni, algjöra para-dís sem við yrðum að flytja í. Svo kom ég hingað og sá ekkert nema illa lyktandi verksmiðju og ég ætlaði aldrei að flytja hingað,“ segir Guðlaug Daðadóttir hlæjandi en í dag búa hjónin í Álafosskvos- inni og reka þar kaffihús. „Allir krakkarnir voru farnir að heiman og við bjuggum í fínni penthouse íbúð í Selásnum. Gunnar var alltaf að reyna að draga mig hingað upp eftir, en ég var nú ekki viss. Sagði honum að búa sér bara til litla íbúð og flytja sjálfur svo myndi ég bara sjá til hvort mig langaði að koma eða ekki.“ Gunnar Helgason, sem er bygg- ingarmeistari, ákvað að kaupa eitt húsanna í kvosinni og nota það undir smíðaverkstæði. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á gömlum húsum. Þegar ég kom hér fyrst, árið 1997, var allt í niðurníðslu. Svo fóru öll húsin hér á frjálsan markað, kannski fyrir slysni, og ég ákvað að kaupa húsið sem var best á sig kom- ið og breyta því í smíðaverkstæði. Svo fóru kunningjar og fleiri að kaupa sér líka og við höfum smátt og smátt gert þetta upp.“ Túristar á stofugólfinu Gunnar fór að ráðum konu sinnar og byrjaði á því að byggja litla íbúð fyrir dóttur sína sem var í húsnæð- isvandræðum og bætti svo annarri stúdíóíbúð við fyrir sjálfan sig. Og það leið ekki á löngu þar til Guðlaug fluttist líka í kvosina og nú hafa þau búið við fossinn í átta ár. „Til að byrja með bjuggum við í þessu rými sem nú er kaffihúsið og vorum alls ekkert að spá í að opna neinn rekstur, en það má eiginlega segja að það sé tengdamömmu að kenna að við fórum út í þetta,“ segir Guðlaug. „Það kom oft fyrir, bæði yfir sumar og vetrartíma, að fólk kom hérna inn í leit að bjór. Eitt sinn sat ég inni í stofu á náttsloppnum að lesa blöðin þegar heil kínversk fjölskylda stóð allt í einu yfir mér. Mörg húsanna í Álafosskvosinni voru að hruni komin þegar hjónin Gunnar Helgason og Guðlaug Daðadóttir ákváðu að kaupa sér þar hús og síðar flytja þangað. Þar höfðu þau búið í þrjú ár þegar þau réðust aftur í framkvæmdir, til að flytja upp í ris og breyta heimilinu í kaffihús. Þau ætluðu reyndar aldrei að opna þar kaffihús en þegar fólk var farið að ganga inn á stofugólf og panta bjór sáu þau tækifærið og gripu það. Það var blindbylur úti og þau vildu kaupa sér veitingar,“ segir Gunnar. „Eitt skiptið, fyrir rúmlega fimm árum, sátum við úti á palli að grilla og hafa það huggulegt og þá kom fólk og kíkti á diskana hjá okkur, langaði til að fá eitthvað að borða og vera með. Þá benti tengdamamma okkur á það að við gætum hæglega opnað hér kaffihús þar sem kúnn- arnir væru komnir,“ segir Guðlaug. Þau tóku hana á orðinu og breyttu heimilinu í kaffihús og fluttu sjálf í gömlu ullargeymsluna í risinu, þar sem þau búa enn. Fjölbreyttur kúnnahópur „Það var mikil þörf fyrir veitinga- stað og salernisaðstöðu hér. Hingað koma 80.000 manns á ári í ullarbúð- ina og hér er mikið af göngufólki og hjólahópum. Veðrið hefur mikil áhrif á gestagang og tvö síðastliðin sumar voru ekki góð. Þess vegna tókum við ákvörðun um að hafa opið allt árið og að hafa þá heitan mat í hádeginu og vera ekkert að pjattast yfir því að blanda allskonar kúnn- um saman. Hér eru allir velkomnir,“ segir Gunnar. Á meðan við sitjum yfir kaffiboll- um og spjöllum er töluverð umferð af fólki. Stór hópur verkamanna er nýfarinn eftir að hafa snætt heima- gerðar kótelettur í raspi, útlenskir ferðamenn gæða sér á heitu súkkul- aði og vöfflum og meðlimir hinnar heimsfrægu hljómsveitar „Of Mon- sters and Men“ sitja í einu horninu með kaffibolla. Hjónin segja mikið af tónlistarfólki heimsækja þau því Sundlaugin, upptökustúdíóið sem Sigurrós setti á laggirnar, sé í næsta húsi. Stemningin er mjög heimilis- leg og allt á boðstólum er heima- gert. Guðlaug sér sjálf um eld- húsið en Gunnar dyttar að, breytir og betrumbætir. Auk þess að vera húsasmiður og reka kaffihúsið er Gunnar mikill myndlistarsafnari og má sjá hluta safnsins á veggjum staðarins. Flest verkanna eru eftir góðvin Gunnars, Dieter Roth, en einn veggjanna er sýningarveggur þar sem myndum er skipt reglulega út fyrir aðrar. Margir vilja ullarminjasafn Kaffihúsinu hefur verið afskaplega vel tekið, af Mosfellingum og ekki síður pílagrímum. „Þetta gefur ekki af sér mikinn pening en það gefur mér afskaplega mikið persónulega að vera hér. Að fá að deila þessu umhverfi með fólki og heyra allar þessar sögur sem tengjast staðnum er ómetanlegt,“ segir Guðlaug en Álafosskvosin er talin vera fæðing- arstaður ullariðnaðarins á Íslandi. Árið 1896 flutti Björn Þorláksson, bóndi á Varmá, inn vélar til að vinna ullina og notaði til þess vatnsorku úr fossinum og hjól verksmiðjunnar snerust til 1985. Þegar mest var að gera bjuggu um 700 manns í kvos- inni. „Hingað kemur mjög mikið af pílagrímum, fólki sem var hér sem börn, ólst hér upp eða vann. Hér starfaði mikið af fólki af ýms- um þjóðernum og því fylgdu fjöl- skyldur. Sumir bjuggu á staðnum en aðrir komu með Álafossrútunni úr bænum. Hér fyrir ofan fossinn var stærsta sundlaug Evrópu og þar lærðu margir að synda. Við ána var þvottaplan og litapottar svo stund- um var áin rauð, gul eða græn, auk þess sem hér var alltaf gufa yfir öllu vegna hitans í ánni. Það er ótrúleg saga hérna og margir hafa rætt hversu gaman það væri að hafa hér ullarminjasafn.“ Gott að sofa við niðinn í ánni Eftir kaffibollann röltum við Guð- laug að fossinum og hún segir mér sögu allra húsanna á svæð- inu. Henni er augljóslega farið að þykja mjög vænt um þessa verk- smiðju sem lyktaði svo illa í byrjun. „Það skemmtilegasta við þennan rekstur er án efa þessi fjölbreytta flóra af fólki sem maður hittir alla daga,“ segir hún. „Það tók mig smá stund að venjast öllum hljóð- unum hér, það náttúrulega heyrist ekkert í umhverfinu á sjöttu hæð í Selásnum. Ég gleymi ekki fyrstu nóttinni undir tréloftinu og látunum sem ég vaknaði við um morguninn. Túristar úr ullarbúðinni að spjalla á allskonar tungumálum, hanar að gala og hestar að hneggja og svo auðvitað niðurinn í fossinum. En svo fyrsta sumarið mitt man ég líka eftir að hafa vaknað hér ég upp eld- snemma við morgunsólina. Ég fór út og það heyrðist ekki neitt nema í ánni og fuglunum. Vatnið speglaðist í sólinni og ég hugsaði með mér að ég væri bara komin í paradís. Síðan hef ég aldrei séð eftir að hafa flutt hingað.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Skata á Þorláksmessu Kaffihúsið á Álafossi er opið frá klukkan 11 til 22 virka daga, 11 til 19 laugardaga og 12 til 19 sunnudaga. Auk þess að geta gætt sér á kaffi, kökum og vöfflum er þar hægt að fá heitan mat í hádeginu og fram á kvöld. Í kvosinni er auk þess að finna hnífaverkstæði, keramikverkstæði, myndlistarskóla, hand- verkstæðið Ásgarð og Álafossbúðina. Hjónin Guðlaug Daðadóttir og Gunnar Helgason segja það best við kaffihúsið sitt, Álafosskaffi, vera hversu fjölbreytt- ur kúnnahópur þeirra sé. Á meðan við sitjum yfir kaffibollum og spjöllum er töluverð umferð af fólki. Stór hópur verka- manna er nýfarinn eftir að hafa snætt heima- gerðar kótelettur í raspi, útlenskir ferðamenn gæða sér á heitu súkkul- aði og vöfflum og meðlimir hinnar heimsfrægu hljómsveitar „Of Monsters and Men“ sitja í einu horninu með kaffibolla. Mynd Hari. 18 viðtal Helgin 22.-28. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.