Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 22
Ég er í raun
og veru að
jarða sjálfan
mig og það er
spennandi.
É g er alltaf eins og drusla þegar ég er að leikstýra,“ segir Þorleifur Örn Arnar-
son og lítur niður á fötin sín. Hann
er í raun bara í ósköp venjulegum
fötum, svörtum buxum og dökk-
blárri hettupeysu, en þetta er sumsé
druslulegt miðað við hvernig hann
klæðist þegar hann er ekki í loka-
fasa stórs leikstjórnarverks. Þor-
leifur leikstýrir jólasýningu Þjóð-
leikhússins, Sjálfstæðu fólki, sem
er frumsýnd á annan í jólum. Síð-
ustu vikurnar eru annasamastar
og fjölmargar ákvarðanir sem leik-
stjóri þarf að taka á hverjum ein-
asta degi. „Ég finn oft fyrir því í
uppsetningarferlinu að ég get ekki
tekið einföldustu ákvarðanir í dag-
legu lífi. Um daginn hringsnerist
ég í Bónus í hálftíma og gat engan
veginn ákveðið hvað ætti að vera
í kvöldmatinn. Þá var ég búinn að
taka líklega þrjú hundruð ákvarð-
anir niðri í Þjóðleikhúsi. Ég las ein-
hvers staðar að Obama léti velja
fyrir sig hvað hann borðar og velja
fyrir sig föt. Allar ákvarðanir sem
maður tekur krefjast sama ferlisins
og þær kosta allar jafn mikið. Þess
vegna á fólk sem vinnur undir miklu
álagi í mestu vandræðum með ein-
faldar ákvarðanir,“ segir Þorleifur
og bendir á að Mark Zuckerberg,
stofnandi Facebook, og Hollywood-
leikstjórinn Christopher Nolan fari
svipaðar leiðir. „Ég hef ekki rými til
að ákveða hvernig ég lít út þannig
að ég á bara nóg af svörtum hettu-
peysum. Þegar ég setti upp Engla
alheimsins kvartaði Högni Egilsson
meira að segja yfir því hvernig ég
leit út og vildi fara með mig í búðir,“
segir hann.
Englar alheimsins var fyrsta
verkið sem Þorleifur leikstýrði í
Þjóðleikhúsinu. Það var tilnefnt til
fjölda Grímuverðlauna og valið leik-
rit ársins 2013. Símon Birgisson sá
þar um leikgerðina og Atli Rafn Sig-
urðarson var í aðalhlutverki, og það
er sama sagan nú. Þá hefur vakið
nokkra athygli að meðal annarra
leikara en faðir Þorleifs, stórleikar-
inn Arnar Jónsson sem leikur Jón
hreppstjóra í Sjálfstæðu fólki. Síð-
ast þegar Sjálfstætt fólk var sett á
fjalirnar, fyrir 15 árum, fór Arnar
hins vegar með hlutverk Bjarts í
Sumarhúsum.
Blómasendingar eftir upp-
lestur
Þorleifur stakk upp á því að við
tækjum þetta viðtal á kaffihúsinu
Gráa kettinum sem er á Hverfisgöt-
unni, til móts við Þjóðleikhúsið. Við
mætum bæði stundvíslega klukkan
9 en klukkutíma síðar hefst æfing á
Sjálfstæðu fólki, hinum megin við
götuna. „Þetta verður langur og
strembinn dagur,“ segir Þorleifur,
eins og til að skýra morgunmat-
inn sinn þegar honum er færður
sneisafullur diskur með beikoni,
eggjum og pönnukökum. Þorleif-
ur lætur mig vita að Arnari seinki
örlítið en hann hringir stuttu síð-
ar og ég veiti því athygli að á skjá
símans stendur ekki „Pabbi“ þegar
hann hringir heldur „Arnar Jóns-
son.“ Þorleifi virðist koma það á
óvart þegar ég spyr hann út í þetta
og segir að mamma hans heiti ein-
faldlega „Þórhildur Þorleifsdóttir“
í símanum hans og meira að segja
konan hans hafi heitið „Anna Rún
Tryggvadóttir“ þar til hún hafi sjálf
breytt því í „Beibið Tryggvadóttir“
sem Þorleifur tekur fram að hann
hafi verið afar sáttur við.
Arnar kemur stuttu síðar og heils-
ar okkur með virktum. „Blessaður
sonur sæll,“ segir hann við soninn
sem svarar í glettni: „Mér þætti nú
betra ef þú ávarpaðir mig: Herra
leikstjóri.“ Þorleifur viðurkennir að
það hafi um stund vafist fyrir hon-
um hvort hann ætti að kalla pabba
sinn pabba eða Arnar á æfingum
þar sem allir vissu jú að þetta væri
pabbi hans, en niðurstaðan var að
kalla hann einfaldlega Arnar.
„Við erum fagmenn og högum
okkur þannig,“ segir Arnar. Hann
hefur einmitt mikla reynslu af því að
starfa með sínum nánustu en Þór-
hildur, eiginkona hans, hefur leik-
stýrt honum í fjölda verka. „Verkið
Pétur Gautur hefur fylgt fjölskyld-
unni í gegnum tíðina. Við Þórhildur
fórum fyrst að gefa hvort öðru auga
við uppsetningu á Pétri Gaut árið
1963. Löngu seinna leikstýrði hún
mér í Pétri Gaut og þegar Þorleifur
var í Þýskalandi í námi setti hann
þar upp Pétur Gaut og þýska sýn-
ingin var sett hér upp á Listahátíð í
Reykjavík,“ segir Arnar.
En það er annað verk sem fjöl-
skyldan hefur mikil tengsl við,
nefnilega Sjálfstætt fólk. Auk þess
að hafa leikið Bjart í Sumarhúsum
las Arnar alla bókina eftir Halldór
Laxness í útvarpinu hér á árum
áður og Þorleifur man vel eftir því
að heim til þeirra bárust blómasend-
ingar nánast eftir hvern einasta upp-
lestur.
Hnakkrifist á miðri sýningu
Þorleifur var kominn vel á unglings-
ár þegar hann las bókina sjálfur og
hefur frá upphafi verið heillaður af
sögunni. Það er ekki að undra enda
er Sjálfstætt fólk talið eitt besta ís-
Þorleifur Örn Arnarson segist hafa verið í smá vafa um hvort hann ætti að kalla Arnar Jónsson „pabba“ eða „Arnar“ á æfingum fyrir Sjálfstætt fólk en niðurstaðan var sú að kalla hann einfaldlega „Arnar.“ Mynd/Hari
Þorleifur átti
aldrei séns
Þorleifur Örn Arnarson segist aldrei hafa orku til að ákveða hvaða
fötum hann klæðist eða hvað sé í kvöldmatinn þegar hann er í lokafasa
á uppsetningu leikverka. Þorleifur leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhúss-
ins, Sjálfstæðu fólki, þar sem faðir hans, Arnar Jónsson fer með hlut-
verk Jóns hreppstjóra. Frá barnsaldri sat Þorleifur úti í sal í Þjóðleik-
húsinu og fylgdist með foreldrum sínum og upplifir nú sterkt hvernig
hann er orðinn fulltrúi hins nýja leikhúss.
22 viðtal Helgin 22.-28. desember 2014