Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 16
J Jólahátíðin er að ganga í garð, helsta há- tíð ársins, hátíð kristinna manna sem um leið á sér eldri hefð og dýpri rætur sem sólhvarfahátíð. Dag tekur að lengja á ný sem er gleðiefni, ekki síst í norðlægum löndum vegna þess hve mikill munur er á stysta sólargangi, nú um jól, og hins lengsta, um Jónsmessu, síðla í júní. Mun- urinn er óvíða meiri á byggðu bóli en hér á landi. Það er því rík ástæða til að fagna – og það gerum við. Aðventan er annasam- asti tími ársins hjá flestum svo jólin sjálf eru kærkom- inn hvíldar- og samveru- tími fjölskyldna og vina. Að þessu sinni eru jólin hagstæð lúnum vinnulýð, kannski ekki stóru branda- jól að fornu mati, þegar talað var um fjóra frídaga í röð. Nú eru frídagarnir jafnvel einum fleiri, fimm, það sem í nokkru gamni var kallað „mega“ brandajól í framhaldi af grein Þorsteins Sæmundssonar stjörnu- fræðings þegar jóladagana bar síðast upp á sömu vikudaga – er helgi fylgir í kjölfar þeirra. Raunar vinna ýmsir á að- fangadag, ekki síst verslunarfólk, ýmist til hádegis eða lengra fram á daginn. Þá má ekki gleyma þeim sem vinna vaktavinnu og verða að sinna skyldum sínum jafnt á stórhátíðum sem aðra daga. Meðal þeirra stétta er heilbrigðisstarfsfólk, lögregla, sjúkraflutningamenn og slökkvilið. Ýmsir telja að óhóf einkenni jólahald okkar og gagnrýna það. Vafalaust er margt til í því en engu að síður er full ástæða fagna jólum, gera sér dagamun í mat og drykk og gefa gjafir þeim sem eru okkur kærir. Jólin eru ekki síst hátíð barnanna. Þau hlakka til, undirbúa komu jólanna í skólum jafnt sem heima fyrir, jólasveinninn gefur þeim í skóinn og loks fá þau langþráða pakka að kvöldi að- fangadags. Í þeim efnum er hófið best – þarna skapar fólk hefðir framtíðar. Þegar hugsað er til jóla minnast flestir bernsku sinnar og jólahalds þá – og viðhalda síðan þeim jólasiðum síðar á lífsleiðinni. Fleiri hefðir eru sterkar þegar að jól- um kemur, ekki síst í matargerð. Margir halda sig við sama jólamatinn árum og áratugum saman, leggja mikið upp úr matseldinni þessa daga. Það er vel, með því fororði þó að menn ofgeri sér ekki. En á sama tíma má ekki gleymast að staða fólks er misjöfn. Margir hafa misst ástvini á árinu og minnast þeirra ekki síst um jól. Heimsóknir í kirkjugarða eru því fastir liðir, góð hefð þar sem fólk minnist þeirra sem gengnir eru. Kjör annarra eru lök, þeirra sem stríða við heilsuleysi, hafa ekki atvinnu, einstæðra foreldra og fleiri. Á þeim heimilum er jafnvel kvíði vegna komu jólanna. Endar ná ekki saman og hætt við skuldasöfn- un þegar kröfurnar eru miklar. Verst er staða þeirra sem eiga ekki fyrir mat og verða að treysta á gjafir góðgerðasam- taka. Slík staða er smánarblettur á vel- ferðarþjóðfélagi okkar. Enginn á að þurfa að standa í þeim sporum, hvorki um jól né á öðrum tímum ársins. Ónefndir eru síðan þeir sem teljast til útigangsmanna, þeirra sem segja má að eigi hvergi höfði að halla – þótt sveitarfélög og mannúðar- félög reyni vissulega að koma til móts við þarfir þessara veikustu þegna okkar og veiti þeim athvarf. Njótum jólanna saman, þeirrar ánægju sem fylgir samskiptum fjölskyldna og vina – sem of sjaldan hittast endranær. Rétt er að ítreka að frídagar flestra, laug- ardagur og sunnudagur, fylgja jólunum að þessu sinni. Því gefst bærilegur tími þessa daga sem fram undan eru til tóm- stunda, ekki síst lesturs góðra bóka. Fátt róar hugann betur í kjölfar erils jólaundirbúningsins. Útivist og hreyfing má ekki gleymast, hvort heldur er til að styrkja andann bókstaflega eða jafna sig milli veislna. Starfsfólk Fréttatímans óskar lands- mönnum öllum gleðilegra jóla. Jólahátíðin að ganga í garð Mikilvægur samverutími Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hJáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jólatilboð hágæða handklæði Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 8 stk aðeins 9.600.- Með baðmottu Eitt kort 38 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is 00000 Aldrei fleiri vötn! JÓLAGJÖF VEIÐIMA NNSINS! Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. Fæst einnig í Hagkaupi Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka 16 viðhorf Helgin 22.-28. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.