Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 60
Þ að er brjálað að gera, er það fyrsta sem Gissur Páll Gissurarson segir þegar við hittumst. Maður er að þjóna jólagleðinni, svo hún verður oft útundan á heimilinu, en mér líður vel. Það er gefandi að vera í ös- inni og atinu sem plötuútgáfa er. Framboðið á jólaviðburðum á Ís- landi er eins og hjá milljónaþjóð, segir Gissur sem hefur verið að syngja alla aðventuna. Listin finnur sér alltaf vettvang og í dag eru að spretta upp heilu hersveitirnar af mögnuðu tónlist- arfólki um land allt. Krakkar í dag eru fáránlega klárir, þegar ég var lítill þá mátti maður ekki trana sér fram. Ef maður var ánægður með það sem maður gerði, þá var eitt- hvað verulegt að manni og ef þú fékkst athygli út á við, þá varstu í vondum málum, segir Gissur. Núna hefur þetta snúist við, sem gerir ungu fólki tækifæri til þess að vaxa og dafna í sinni list. Hæfi- leikar ná alltaf í gegn. Gissur Páll nam óperusöng á Ít- Maður er að þjóna jólagleðinni Tenórinn Gissur Páll Gissurarson gaf nýverið út plötuna Aría, þar sem hann syngur margar stærstu óperuaríur sögunnar við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, undir stjórn Petri Sakari. Hann segir þetta einstakt tækifæri að fá að syngja þessar aríur með eins stórri og góðri sveit. Plötuna tók hann upp á þremur dögum og engar lagfæringar voru gerðar í eftir- vinnslu. Hann hafði sterkar skoðanir á því að gera þetta á gamla mátann. Tenórinn Gissur Páll með eiginkonu sinni, Sigrúnu Daníelsdóttur, og dætrum þeirra. Gissur Páll sendi nýverið frá sér plötuna Aría. Ljósmynd/Hari Ilmur af jólum Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Lína langsokkur (Stóra sviðið) Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 http://www.borgarleikhus.is/syningar/oldin-okkar/ Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (Litla sviðið) Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 20:00 100.sýning Mán 29/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Fös 26/12 kl. 14:00 aukas. Aukasýning 26.des vegna mikillar eftirspurnar. Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl. alíu, en áður en hann fór þangað ætlaði hann að verða leikari. Ég fór í prufur í leiklistarskólanum eftir mína afplánun í mennta- skóla, segir Gissur kíminn, en hann er alinn upp í Kópavogi og gekk í MK. Ég komst nokkuð langt í prufunum, en sem betur fer datt ég út því annars væri ég ekki í tónlist. Tónlistin er eins og sníkill, maður getur ekki hætt, segir Gissur. Ég ákvað að fara í söngskólann til þess að læra að beita röddinni, því mér fannst því ábótavant hjá öllum leikurum á Íslandi. Ætlarðu að verða söngvari? Ég hóf nám hjá Magnúsi Jónssyni, sem er einn af okkar frumkvöðlum í óperuheiminum. Hann var alveg meiriháttar maður og það tókst mikill vinskapur með okkur, segir Gissur. Þegar ég var búinn að vera í tvö ár hjá honum þá sagði hann við mig, Gissur minn, nú þarftu að ákveða hvað þú ætlar að gera. Ætl- arðu að verða söngvari, eða ertu að læra söng til að hafa gaman? Ég tók ekki mikið mark á honum og ætlaði mér bara að láta hlutina þróast. Þá sagði hann að ég kæmi ekki aftur til hans í nám eftir sum- arið. Hann gaf mér tvo kosti. Annað hvort færi ég til Ítalíu í nám, eða ég færi í Háskólann að læra eitthvað gagnlegt. Hann sá að það bjó eitt- hvað í mér og vildi að ég tæki þetta föstum tökum, sem ég og gerði og flutti til Ítalíu, segir Gissur. Fyrir tilstilli konunnar minnar, í raun- inni, því mér fannst þetta fáránleg hugmynd, en hún hvatti mig áfram. Gissur er kvæntur Sigrúnu Daní- elsdóttur Flóventz og eiga þau tvö börn. Ég byrjaði að syngja 10 ára gamall í Kársneskórnum undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur og fann strax að þetta gerði mikið fyrir mig. Ég fékk hlutverk í Oliver Tvist hjá Þjóðleik- húsinu og þá var alveg vitað hvað ég vildi gera í lífinu, segir Gissur. Þar var Benedikt Árnason leikstjóri sem kenndi mér mikið. Hann gaf mér ómældan tíma og talaði alltaf við mig eins og ég væri lærður leik- ari. Gerði topp kröfur til mín, en um leið kenndi hann mér og sýndi mér marga hluti. Ég fór með honum í leikhús og meira að segja í matar- boð. Í dag mundi þetta samband þykja í hæsta máta óeðlilegt, segir Gissur. Datt í lukkupott Kristjáns Gissur fór til Ítalíu og í skóla í Bo- logna, þar sem hann var í námi í 5 ár. Það tekur um það bil 18 mínútur að verða ástfanginn af þessu landi, segir Gissur. Ég fékk kennara, konu sem er mjög umdeild og þykir hafa sérstakar skoðanir á söngvur- um, en ég hefði ekki getað hugsað mér betri kennara. Algert hörkutól. Ég ætlaði bara að græja þetta nám „en, to, tre“, eins og venjulega en hún var fljót að koma mér niður á jörðina. Allt sem maður hafði gert áður skipti ekki máli í þessu námi. Það er bara tekið mið af því hvað þú getur, ekki hvað þú gast. Eftir námið tók við áframhald- andi nám hjá Kristjáni Jóhannssyni á Ítalíu. Maður þarf að finna sér mentor eftir nám og ég hitti Krist- ján á tónleikum og hann spurði mig hvort ég væri búinn að finna minn, sem ég hafði ekki gert. Hann rétti út hendurnar og sagði mig hafa dottið í lukkupottinn, eins og hann er, segir Gissur. Við unnum eins og skepnur og hann kenndi mér mikið. Gissur kom heim fyrir 5 árum og hefur síðan sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Í dag er hann einn af okkar vinsælustu söngv- urum. Hann segir söngvara á Ís- landi ekki geta leyft sér að sérhæfa sig of mikið. Það er ekki hægt að syngja bara einhverjar aríur, mað- ur lifir allavega ekki af því, segir Gissur. Það sem er best við Ísland er það að maður getur tekið þátt í ótrúlegustu uppákomum, öllum á sama deginum, þess vegna. Það er svo gefandi. Maður er kannski að syngja lög eftir Bubba, Bach og Paul Simon á sama deginum og gerir bara sitt besta í þeim öllum. Það er það eina sem maður getur gert, segir Gissur Páll Gissurarson. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 60 menning Helgin 22.-28. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.