Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 42
Helgin 22.-28. desember 201442 tíska Ekki bara fyrir stráka T omboy eða strákastelpa er orð sem notað er yfir ákveðinn fatastíl kvenna sem, eins og nafnið gefur til kynna, einkennist af karlmannlegum fatnaði. Jakkaföt, bindi, víðar buxur og skyrtur einkenna stílinn en þó fyrst og fremst fyrirfram gefnar hugmyndir um strákalegt útlit. Diane Keaton í kvikmynd- inni Annie Hall er táknmynd þessa stíls þar sem hún er klædd víðum buxum, í vesti og með bindi. Þær konur sem tileinka sér þennan stíl þurrka mörkin á milli hins kvenlega og karlmannlega og blása á nauðsyn þess að setja fatnað í þessa tvo flokka. Opnunartími um jól og áramót: 22. des. Opið 11-22 23. des. Opið 11-22 24. des. Opið 10-12 25. - 28. des. Lokað 29. des. Opið 11-18 30. des. Opið 11-18 Tvær nýjar verslanir undir sama þaki í Hlíðarsmára T heodóra byrjaði að hanna föt fyrir hunda árið 2005, en yfir sumartímann var rólegra að gera í þeim bransa og árið 2010 hóf hún að hanna sérstakar leggings buxur fyrir konur sem fengu nafnið Muffin Top Killer og hélt hún úti vefverslun með sama nafni við góðan orðstír. „Muffin Top Killer eru buxur, hannaðar af konu, fyrir aðrar konur, sem eru komnar með nóg af leggings og sokka- buxum sem gera nákvæmlega ekkert fyrir kvenmannsmittið annað en að auka „Muffin- Top-ið,“ eða hliðarfituna, til muna svo það nái næstum hringinn þegar mjóa, þrönga mittis- teygjan skerst inn í mittið,“ segir Theodóra. Árið 2011, þegar Theodóra gekk með sitt fyrsta barn, fæddist önnur hugmynd að versl- unarrekstri þegar þau hjónin voru að leita að hentugum barnavagni. „Mér fannst vagnarnir hérna heima vera of dýrir miðað við gæði. Ég fór því á stúfana og fann merki sem heitir Roan sem ég heillaðist af.“ Theodóra setti sig í sam- band við framleiðandann og fékk umboð fyrir vörunum hérna heima og til varð netverslun- in Barnið okkar. „Það var svo í sumar að við ákváðum að kýla á þetta og sameina netversl- anirnar undir einu þaki og opna almennilega verslun,“ segir Theodóra. Barnið okkar Barnið okkar er sérvöruverslun sem býður upp á vandaða barnavagna á góðu verði. „Það sem er sérstakt við þessa vagna er að við bjóðum fólki upp á að hanna sitt eigið útlit á barnavagn- inum með því að velja úr breiðu úrvali áklæða til að setja á vagninn að utanverðu ásamt vali á grind og dekkjum. Það hafa margir nýtt sér þessa þjónustu og verið mjög ánægðir með út- komuna enda vagninn alveg eftir huga fólks,“ segir Thedóra. Í versluninni er einnig mikið úrval vandaðra barnavagna sem eru tilbúnir, kjósi fólk það frekar. Barnið okkar býður einn- ig upp á vandaða barnabílstóla frá Ítalíu ásamt barnafatnaði og ýmsu fleiru ætluðu börnum sem ekki hefur sést áður á Íslandi. Hægt er að skoða vagnana á www.barnidokkar.is Muffin Top Killer MuffinTopKiller® er íslensk hönnun og fram- leiðsla sem byggir fyrst og fremst á aðhalds- buxum fyrir konur af öllum stærðum og gerð- um og eru, eins og nafnið gefur til kynna, hannaðar með það að leiðarljósi að gera sem mest fyrir líkamslínur hverrar konu. „Á öllum Muffin Top Killer buxunum er há teygja sem styður þétt við miðjusvæði líkamans og veitir gott aðhald en teygjan aðlagast líkama þínum eftir fyrstu skipti notkunar og nær með þeim hætti að veita þér það aðhald sem þín líkams- bygging þarf á að halda,“ segir Theodóra. Buxurnar koma í allt að fjórum stærðum og því ættu allar konur að geta fundið buxur við sitt hæfi. Hægt er að kynna sér vörurnar inn á www.muffintopkiller.com Það verður nóg um að vera í báðum verslun- um fram að jólum og hvetur Theodóra áhuga- sama um að kíkja við hjá þeim í Hlíðarsmára 4 í Kópavogi og kynna sér vöruúrvalið. Unnið í samstarfi við Tredecim. Verslanirnar Muffin Top Killer og Barnið okkar hafa nýlega opnað í Hlíðarsmára 4 í Kópavogi. Mynd/ Hari Hjónin Theodóra Elísabet Smáradóttir og Sigurður Jónsson opnuðu nýverið tvær verslanir undir sama þaki í Hlíðarsmára 4 í Kópavogi: Muffin Top Killer og Barnið okkar. Þó svo að verslanirnar séu í sama húsi hafa þær báðar sérinngang. Önnur verslunin sérhæfir sig í aðhaldsbuxum fyrir konur og hin í barnavögnum og öðrum vörum fyrir börn. 1 2 3 4 5 1. Hálsbindi og jakkaföt einkenna fata- stíl Diane Keaton. 2. Anne Hathaway í svörtum smókingjakka. 3. Þegar Kristen Stewart er ekki á rauða dreglinum kýs hún strákslegan fatnað. 4. Fyrirsætan Agyness Deyn er þekkt fyrir strákslegan stíl. Hér er hún í jakkafötum og svörtum strigaskóm. 5. Leikkonan Ellen Page er afar meðvituð um sinn tomboy-stíl, eins og sjá má á húfunni hennar. Laugavegi 178 l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar "Kryddaðu fataskápinn” Gleðileg jól Verð 9.900 kr. Stærð 36 - 44 Verð 16.900 kr. Stærð 38 - 44 Opið í dag, 22.12. kl. 11 - 20. Opið 23.12. kl. 11 - 20. SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR NÝJA ÁRIÐ Pantaðu á www.curvy.is eða komdu við í Fákafen 9 STÆRÐIR 42-56 Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is ÞEir Eru FLOTTir Kjólarnir í STurlu Sturla laugavegi 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.