Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 46
46 matur & vín Helgin 22.-28. desember 2014
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Villibráð
Fátt kjöt er betra en íslensk villibráð
með bragði af náttúrunni og hennar
náttúrulegu kryddum. Kjötið er
oftast bragðmikið en fínlegt og ef það
er ekki borið fram með sultu eða
miklum sætindum, eins og ég
ætla að gera við gæsina mína,
finnst mér gott að fá vín sem er
bragðmikið og fínlegt með miklu
bragði af uppruna sínum. Með
gæsinni og annarri villibráð
ætla ég að fá mér góðan Bor-
deaux, nánar tiltekið St Emilion.
Chateau Teyssier
Gerð: Rauðvín.
Uppruni: Frakkland.
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúðunum: 5.499 kr. (750 ml)
Drekktu þetta með jólamatnum!
Nú eru jólaveislurnar fram
undan og á flestum heim-
ilum er farið að huga að
eldamennskunni. Ekki er
ráð nema í tíma sé tekið
með að velja réttu vínin
með veislumatnum. Frétta-
tíminn leitaði til Ólafs Arnar
Ólafssonar, veitingamanns
og fagurkera, og fékk hann
til að mæla með góðum
vínum með íslenska jóla-
matnum.
Annað sem gengur vel með villibráðinni:
Vín úr Shiraz eða Grenache eins og t.d. frá
Côtes du Rhône, eða Suður-Spáni, eða þægilegt
vín úr Nebbiolo-þrúgum frá Piemonte á Ítalíu.
Það færist í aukana að fólk borði
góða nautasteik á jólum. Að para
vín með góðri nautasteik er alltaf
gaman. Ef fólk er með soðsósur,
rauðvínssósur eða þess háttar
myndi ég velja kraftmikið vín,
kannski frá Toscana, eða
Malbec frá Argentínu. Ef sósan
er feitari, eins og rjómasósa
eða Bernaise, þarf að milda
tannínin dálítið og þá væri gott
að leita til Bordeaux eða jafnvel
Portúgals.
Crasto Douro
Gerð: Rauðvín.
Uppruni: Portúgal.
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúðunum: 2.895 kr. (750 ml)
Annað sem gengur vel með nauta-
steikinni: Kröftug rauðvín, Malbec, Cabernet
Sauvignon, Merlot og Syrah.
Nautasteik
HaNgikjöt
Að finna vín með hangikjöti er árlegur
höfuðverkur, sérstaklega ef það er tað-
reykt. Það er ekki síst hið hefðbundna
meðlæti sem eykur flækjustigið í vínvali.
Kjötið sjálft er yfirleitt mjög salt og
meðlætið sætt og súrt. Þess vegna vil ég
meina að það sé betra að velja vín sem
hefur í sér einhverja sætu og mjúk eða
lítil tannín. Mér hefur reynst vel að
velja rauð Ripasso-vín eða sætari
hvítvín frá Þýskalandi eða Alsace,
eða jafnvel styrkt vín sem nálgast
það að vera eins og portvín, en það
hefur fallið í misgóðan jarðveg, þó ég
standi við að það passi vel.
Famiglia Pasqua Passimento
Gerð: Rauðvín.
Uppruni: Ítalía.
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúðunum: 2.299 kr. (750 ml)
Annað sem gengur vel með hangikjötinu:
Góður bjór með sætuvotti, Pinot Gris frá Alsace, ries-
ling frá Þýskalandi eða jafnvel gómsætur Amarone.
Tommasi Amarone della Valpolicella Classico
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Ítalía, 2010
Styrkleiki: 15%
Verð í Vínbúðunum:
6.399 kr. (750 ml)
Chateau Musar (steinliggur með rjúpunni)
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Líbanon,
2007
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúð-
unum: 5.199 kr.
(750 ml)
Hamborgarhryggur lýtur að mörgu leyti
sömu lögmálum og hangikjötið nema
reykurinn er oft ekki eins ágengur og þess
vegna auðveldara að finna með honum
vín. Ég vil helst hafa smá sætu og mild
tannín. Amarone eða Ripasso-vín frá
Ítalíu ef það á að vera rautt og Gewürzt-
raminer eða Pinot Gris fyrir hvítt.
Pfaff Pinot Gris Cuvée Rabelais
Gerð: Hvítvín.
Uppruni: Frakkland.
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúðunum: 2.995 kr. (750
ml)
Annað sem gengur vel með hamborgar-
hryggnum: Vín gerð með Ripasso aðferð eins og
Amarone, eða Shiraz-vín frá heitum svæðum eins og
Suður-Frakklandi eða Ástralíu.
Humar
Með humri með miklu smjöri eða
rjóma þarf kraftmikið hvítvín,
nokkuð sýruríkt til að skera í
gegnum feitan fiskinn. Það þarf
að hafa nokkuð mikla fyllingu
og sjálfum þykir mér best að
það hafi komið nálægt eikar-
tunnum.
Stag’s Leap Karia Char-
donnay
Gerð: Hvítvín.
Uppruni: Napa dalur, Kali-
fornía.
Þrúga: Chardonnay
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúðunum: 5.910
kr. (750 ml)
Annað sem gengur vel með humrinum og
humarsúpunni: Vín frá Chablis, Chardonnay frá
Chile eða Ástralíu eða jafnvel gott kampavín.
Lapostolle d’Alamel Chardonnay
Gerð: Hvítvín
Uppruni: Chile, 2012
Þrúga: Chardonnay
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúðunum:
1.999 kr. (750 ml)
Domaine Laroche Chablis Saint Martin
Gerð: Hvítvín
Uppruni: Chablis,
Frakkkland, 2012
Þrúga: Chardonnay
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúðunum:
3.397 kr. (750 ml)
Truchard Pinot Noir
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Kalífornía,
Bandaríkin, 2011
Þrúga: Pinot Noir
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúðunum:
4.730 kr. (750 ml)
Arthur Metz Pinot Gris
Gerð: Hvítvín
Uppruni: Alsace, Frakk-
land, 2012
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúðunum:
2.299 kr. (750 ml)
Catena Malbec
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Argentína,
2011
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 2.948 kr.
(750 ml)
Cune Rioja Crianza
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Rioja, Spánn,
2010
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúðunum:
2.299 kr. (750 ml)
Wyndham Bin 555 Shiraz
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Ástralía, 2011
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúðunum:
2.599 kr. (750 ml)
Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Chile, 2012
Styrkleiki: 14,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 2.999 kr.
(750 ml)
Pfaff Pinot Gris
Gerð: Hvítvín
Uppruni: Alsace, Frakk-
land, 2012
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúðunum:
2.650 kr. (750 ml)
Vajra Langhe Nebbiolo
Gerð: Rauðvín
Uppruni: Ítalía,
2012
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúð-
unum: 3.895 kr.
(750 ml)
Lambasteik er algeng á jólaborðum
landans, oft krydduð með timjan, rós-
maríni og hvítlauk. Ég leita alltaf fyrst til
Rioja á Spáni eftir víni til að para með
íslensku lambakjöti. Ég vil þó ekki hafa
það of eikað og helst að í því sé ennþá
dálítið ferskur ávöxtur og tannín. Þess
vegna fer ég helst í gæða Crianza
eða Reserva en sleppi Gran Reserva
því að mínu mati er það oft orðið of
„mjúkt“ fyrir lambakjötið. Einnig er
gott að drekka nýja heims Pinot Noir,
eða Búrgúndarvín úr heitum árgangi.
Kraftmikið og ávaxtaríkt.
Altos Crianza
Gerð: Rauðvín.
Uppruni: Spánn.
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúðunum: 2.295 kr. (750 ml)
Annað sem gengur vel með jólalambinu: Pinot
Noir frá Chile, Ástralíu eða Kaliforníu.
lambasteik
Ó lafur Örn Ólafsson er landskunnur veit-ingamaður. Hann er fyrrverandi formaður Vínþjónasamtaka Íslands og einn dómara
í sjónvarpsþættinum Masterchef. Ólafur er einn
skipuleggjenda hins vinsæla götumatarmarkaðar
Krásar í miðborg Reykjavíkur.
„Að velja vín með jólamatnum er alltaf hressandi
aðgerð, maður vill ekki að vínið með þessari mikil-
vægustu máltíð ársins klikki, sé vont eða passi ekki.
Vegna þess að jólin snúast um hefðir hjá flestum er
algengt að fólk kippi með sér víni sem það þekkir
og finnst gott. Þegar öllu er á botninn hvolft er það
í rauninni eina reglan þegar kemur að því að velja
sér vín til að drekka, að maður velji sér eitthvað
sem manni þykir gott.
Hins vegar er það þó þannig að matur er mis-
munandi og mismunandi eiginleikar mismunandi
matar hafa mismunandi áhrif á mismunandi vín
(lofa að nota aldrei aftur mismunandi í þessa grein).
Hlutir eins og saltmagn, fituinnihald, krydd, áferð
og fleira þess háttar í mat hefur mikil áhrif á það
hvernig vín bragðast. Til að taka einfalt dæmi, sem
allir ættu að prófa: Margir ávextir innihalda tannín
og tannín í ávöxtum passar afleitlega með rauðvíni.
Prófið að fá ykkur vínglas og svo vínber og aftur
sopa af víninu þá kemur í ljós að vínið bragðast allt
öðruvísi, eða ef þið eruð að drekka sýruríkt hvítvín
að fá ykkur súkkulaðibita og líkurnar eru að bragðið
af víninu versni mikið.
Á jólunum erum við oft að borða mat sem við
borðum ekki venjulega svo það er sennilegra en
ekki að vínið sem við erum vön að drekka sé komið
í það óvenjulegar aðstæður að það ráði ekki neitt
við neitt. Þá er gott að hafa eftirfarandi í huga við
að velja vín.“
HamborgarHryggur
Óli
mælir
með
Óli
mælir
með
Óli
mælir
með
Óli
mælir
með
Óli
mælir
með
Óli
mælir
með