Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 8
Í hlustendakönnun ársins frá Capacent
Gallup kemur í ljós að Rás 2 er í mestri
samkeppni við Rás 1 um hlustun en
einnig við allar „frjálsu“ útvarps-
stöðvarnar. Það má því segja að ríkis-
fjölmiðillinn sé bæði í samkeppni við
útvarp í almannaþágu og einnig við út-
varp í samkeppnisstarfsemi. Það er því ljóst
að málið þarfnast einhverrar skoðunar. RÚV er óheimilt
að niðurgreiða samkeppnisstarfssemi sína með því fjármagni
sem ætlað er til reksturs fjölmiðla í almannaþágu. Þetta kemur
fram í lögum nr. 23, frá 20. mars 2013, um Ríkisútvarpið, fjöl-
miðil í almannaþágu. Hlutverk RÚV er að stuðla að lýðræðislegri
umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í
íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.
Endurskoðun á
hlutverki RÚV
nauðsynleg
I llugi Gunnarsson menntamála-ráðherra hefur sagt á Alþingi að hugsanlega sé komið að þeim
tímapunkti að taka þurfi ákvarðanir
um framtíð Ríkisútvarpsins og með
hvaða hætti vilji er til þess að sjá það
þróast.
Samkvæmt lögum um Ríkisút-
varpið á Fjölmiðlanefnd árlega að
leggja sjálfstætt mat á það hvort
Ríkisútvarpið hafi uppfyllt almanna-
þjónustuhlutverk sitt. Nefndin skal
afhenda stjórn Ríkisútvarpsins og
ráðherra sjálfstætt mat eigi síðar
en fjórum mánuðum eftir að árs-
skýrsla Ríkisútvarpsins hefur verið
birt. Ríkisútvarpið lætur fjölmiðla-
nefnd í té upplýsingar til að hún
geti sannreynt og metið gagnsæi
og hlutlæga kostnaðargreiningu á
almannaþjónustuhlutverki Ríkisút-
varpsins að frádregnum kostnaði við
samkeppnisrekstur. Fjölmiðlanefnd
nýtur liðsinnis Ríkisendurskoð-
unar og hefur einu sinni skil-
að mati, það mat er þó ekki
opinbert.
Vantar gegnsæi
RÚV hefur að sögn Frið-
riks Friðrikssonar, fram-
kvæmdastjóra Skjásins,
ekki virt þetta ákvæði í
lögunum. „Mað-
ur getur spurt
sig af hverju
er ekki mögu-
legt að sjá að-
greininguna
betur í árs-
reikning-
um stofn-
unarinnar,“
segir hann.
„ Það er
l jóst að
greina þarf
betur hvað
er útvarp í
almanna-
þágu og
hvað er
efni í sam-
keppni þar
s em e i n -
hverjir þættir
hjá Rás 1 eru
áreiðanlega í
samkeppni við
annan samkeppn-
isrekstur og ein-
hverjir þættir á Rás
2 myndu hugsanlega
flokkast sem útvarp
í almannaþágu. Það
sama gildir um Sjón-
varpið.
Við þurfum að spyrja
okkur þeirra spurn-
inga hvort endurskoða
þurfi hlutverk RÚV
upp á nýtt í ljósi lag-
anna þar sem þau bjóða
upp á of víða túlkun. Ís-
lenska ríkið er að mati
margra að reka fjölmiðla
í samkeppni við „frjálsa“
fjölmiðla. Þeir hinir
sömu eru ósáttir
við að halda uppi
ríkisútvarpi,
einni sjónvarps-
stöð og tveimur útvarpsstöðum og
telja markaðinn geta leyst þessar
þarfir. Eins hafa eigendur fjölmiðla
hinna frjálsu lengi verið ósáttir við
að RÚV skuli vera í svo miklum mæli
á auglýsingamarkaði þrátt fyrir að
einhverjar hömlur hafi verið settar
þar á í lögunum.
„Ekki er heldur mögulegt að sjá að
greining hafi farið fram á því ríkis-
framlagi sem dæmigert vel rekið fjöl-
miðlafyrirtæki þarf á að halda til að
inna af hendi almannaþjónustuhlut-
verkið. Önnur fyrirtæki í fjölmiðla-
rekstri treysta sér hugsanlega til
þess að reka útvarp í almannaþágu
á hagkvæmari hátt,“ segir Friðrik.
Í samkeppni við útvarp í
almannaþágu
Það er fróðlegt að skoða hlustenda-
og áhorfskönnun Capacent Gallup
eftir aldri hjá öllum helstu útvarps-
stöðvunum þar sem stór hluti
þeirra sem greiða útvarps-
gjald nota fjölmiðlana lítið
sem ekkert. 67,2% hlust-
enda á aldrinum 61-80
ára hlusta á Rás 1, og 34%
hlustenda á sama aldri
hlusta á Rás 2. Einnig
hlusta 20,7% á aldrinum
51-60 ára á Rás 1 og
29% á Rás
2. Þannig
hlusta
6 ,7 % á
aldrinum
41-50 ára
á Rás 1
og 15,4%
á Rás 2.
Stærst-
ur hluti
hlust-
enda
út-
varps-
stöðva
ríkisins
eru því
í eldri
kantin-
um.
Hlust-
endur
Rásar
2 eru því
einnig að
eldast . Rás
2 er þannig
mest að keppa
við Rás 1 en
einnig að ein-
hverju marki
allar „frjálsu“
útvarpsstöðv-
arnar því ef
Bylgjunni,
FM957, K100
og Retro er
bætt við sést
að hlustunin
dreifist mjög á
milli aldurshóp-
anna en ríkis-
rásirnar eru
langminnstar.
Allir gætu því
fundið eitt-
hvað við sitt
hæf i. Það
er því tæplega nauðsynlegt fyrir ís-
lenska ríkið að reka tvær útvarps-
stöðvar, markaðurinn gæti séð um
afþreyinguna og „ríkisrásin“ um al-
mannaútvarp.
Samlegðaráhrif
Ef RÚV væri fyrirtæki á markaði og
tvær deildir innan sama fyrirtækis
væru að sinna sama eða svipuðu
starfi fyrir sama viðskiptavinahóp-
inn þá yrðu þessar deildir væntan-
lega sameinaðar með rökunum sam-
legðaráhrif. Í umhverfi fyrirtækja
myndi vera gerð þjónustukönnun
(hjá RÚV hlustendakönnun) á öll-
um þáttum hjá Rás 1 og Rás 2. Þeir
þættir sem fengju mikla hlustun
samkvæmt „viðskiptavinum“ rás-
anna myndu vera áfram á dagskrá.
Þeir sem litla hlustun hljóta eru þá
samkvæmt áliti almennings ekki
áhugaverðir og munu hverfa af dag-
skrá. Það er þó ekki víst að þessi
rök myndu halda ef tekið væri tillit
til hlutverks stofnunarinnar.
Eldri horfa á Sjónvarpið
Hvað varðar Sjónvarpið þá er svip-
að upp á teningnum þar. Dreifing
þeirra sem horfa á sjónvarpsstöðvar
er þannig að þeir sem horfa á Sjón-
varpið eru í eldri kantinum. Aldur-
inn 61-80 ára er langstærstur meðal
áhorfenda Sjónvarpsins.
Yngri hóparnir horfa mest á Skjá-
Einn en Stöð 2 hefur einnig umtals-
vert mikið áhorf. Á sjónvarp í al-
mannaþágu að bjóða sakamálaþætti
eins og Castle, Neyðarvaktina, Sex
and the City, rándýran enskan bolta
og ameríska afþreyingarþætti? Eru
þessir þættir nauðsynlegir fyrir
framgang íslenskrar menningar og
samræmast þeir hlutverki stofnunar-
innar? Þessum spurningum verður
ekki svarað hér en það er ljóst að fara
þarf í vinnu við að skilgreina þrengra
það hlutverk sem ríkisfjölmiðillinn
á að sinna því kannanir sýna að al-
menningur vill hafa ríkisfjölmiðlil
og þykir vænt um þær hefðir sem
skapast hafa í kringum hann.
Það er því stórt verkefni sem býð-
ur menntamálaráðuneytisins og Rík-
isútvarpsins.
Eva Magnúsdóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Lög um Ríkisútvarpið,
fjölmiðil í almannaþágu
5. grein
Fjárhagslegur aðskilnaður.
Halda skal fjárreiðum alls reksturs
vegna fjölmiðlaþjónustu í almanna-
þágu skv. 3. gr. aðskildum frá
fjárreiðum annars reksturs á vegum
Ríkisútvarpsins eða dótturfélaga
þess. Er Ríkisútvarpinu óheimilt að
nota fjármuni frá rekstri skv. 3. gr. til
þess að greiða niður kostnað vegna
annarrar starfsemi. Rekstrarafgang
af starfsemi dótturfélaga skal nýta til
starfsemi skv. 3. gr. og eftir atvikum
til að auka eigið fé samkvæmt nánari
ákvörðun aðalfundar.
ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR
VETRAR- OG ÚTIVISTARFATNAÐUR
FÁKAFEN 9 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 555 7412
OPIÐ
22. des. 10-21
23. des. 10-21
24. des. 10-14
8 úttekt Helgin 22.-28. desember 2014
Sjá enn fremur bls. 10