Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 32
Inn og út um jólin
F
Fólk byrjar yfirleitt að hlakka til jólanna
þegar skammdegið byrjar að herja á, um
og upp úr miðjum október. Svo, allt í einu,
eru þau bara búin og ekkert stendur eftir
nema nagandi samviskubitið yfir hversu
mikið var borðað. Til hvers heldur fólk
eiginlega að leiðinlegasti mánuður árs-
ins, janúar, hafi verið fundinn upp? Það
er því um að gera að njóta átorgíunnar í
botn og borða helst of mikið í hvert eitt
og einasta mál. Standa einfaldlega ekki
upp frá ókláruðu fati. Þangað til engar
buxur passa lengur. Enda einungis val
hvers og eins að klæðast buxum yfir há-
tíðirnar.
Ég elska að borða mat – borða enda mik-
ið og yfirleitt ekki það hollasta. Já, eins og
hjá flestum, á þetta sérstaklega við í des-
ember og alveg extra mikið yfir hátíðirnar.
En það má segja að þetta reddist allt því
mér finnst líka ljómandi gaman að kúka.
Svona „ying yang“ dæmi. Hef lesið meira á
klósettinu en af því og á þar yfirleitt alveg
ljómandi stundir, einn með sjálfum mér og
kannski skemmtilegu lesefni.
Jólin eru því fyrir mitt leyti ein átorgía
af söltum og reyktum mat. Já, og súkkul-
aði. Það verður alltaf að vera súkkulaði.
Aðfangadagur er ágætur en með öllu sínu
stressi, löngum stundum við hlóðirnar og
pakkabrjálæði – í bland við að sinna börn-
um, í einhvers konar sturlunarástandi, er
ekki svo mikið varið í hann. Nei, hjá mér
byrja jólin ekki fyrr
en á af-
mælisdegi okkar manns, þeim tuttugasta
og fimmta. Hann held ég heilagan með því
að fara að sjálfsögðu ekki í buxur, horfa á
sjónvarpið, hunsa bæði börnin og frúna,
éta afganga milli tveggja brauðsneiða og
já, sitja á klósettinu þangað til ég er hárs-
breidd frá gyllinæð. Gæðastundir sum sé.
En aftur að afgöngunum. Til þess að fá
sem mest út úr jóladeginum þarf að vera
nóg til. Ég elda ekki á jóladag. Nei, þá er
tími fyrir bestu samloku ársins, jólalok-
una. Stundum er heimabakað brauð en í ár
er það aðkeypt en í lokuna fara þó stand-
ard minnst þrjár tegundir af svínakjöti, eitt
reykt, annað ferskt og svo einhvers konar
skinka. Ásamt öllu öðru sem við á að éta,
eins og osti, tómötum, heimalöguðu mæjó
og Gray poupon, svo eitthvað sé nefnt. Svo
náttúrulega gæða súrri gúrku til að narta í
milli bita. Ekki þykir heldur verra að vera
með smá nautakjöt eða nokkra bita af villi-
bráð, góða sósu, heimalagað rauðkál og
gljáðar kartöflur í eftirrétt, nú eða léttan
forrétt. Svo súkkulaði á eftir – alltaf súkk-
ulaði á eftir.
En til að fá þennan matarjóladag minn,
með minnst fimm kjöttegunum, þarf ég
því miður að eyðileggja jólin fyrir öllum
hinum á heimilinu. Jólastressið á Þollák og
aðfangadag er keyrt upp úr öllu valdi því
þetta eldar sig nefnilega ekki sjálft. Pabbi
er kannski ekkert að hitta mennina niðri
í bæ en pabbi er heldur ekkert að dansa
í kringum einiberjarunn með ungunum
heldur. Nei, á aðfangadag er pabbinn að
sjóða niður súrkál og rauðkál. Það er svín
í ofninum, svín á grillinu og svo er svín í
stórum potti á eldavélinni. Rjúpa á pönnu
og jafnvel smá hreindýrabiti sem bíður ró-
legur eftir að komast að kötlunum. Já og
nautakjötsflís – svona til öryggis. Þetta tek-
ur allt sinn tíma og hefur því miður ekki
alltaf fallið vel í kramið hjá hinum þremur
fjölskyldueiningunum sem verða samloku-
draumum fjölskylduföðurins að bráð. Svo
verður matseldin eiginlega alltaf til þess að
eitthvað annað mikilvægt klikkar. Yfirleitt
eitthvað sem gæti mögulega snert hina í
familíunni og þeirra ánægju af jóla-
matnum, já og jólunum sjálfum
yfir höfuð.
Eitt árið, þegar elda-
mennsk unn i va r
loksins lokið um
eða upp úr átta
og krakkarnir
löngu búnir að
borða grjóna-
graut í jóla-
matinn
(þau voru
hvort
sem er
of lítil til
að fatta
neitt um
jólamat),
spurði
móðir
barnanna
í sakleysi
sínu, þegar
hún horfði
y f ir kræs -
ingarnar sem
samanstóðu
af í það minnsta
fjórum tegundum
af keti og með því;
var ekkert með þessu,
kartöflur eða eitthvað? Nei,
þá gleymdist að sjóða þær og
brúna. Svo kolvetni kvöldsins var
samlokubrauð – ristað reyndar.
Næsta árið gleymdist sósan og eftir þau
voru nokkur sem fóru líka í súginn á einn
eða annan hátt. Drambsins vegna var hald-
inn fjölskyldufundur og blátt bann lagt á
að elda svona margar kjöttegundir á jólun-
um. Mér tókst þó að læða nokkrum bitum
undir radarinn árið eftir og hef aftur fært
mig talsvert upp á skaftið og geri fastlega
ráð fyrir að klúðra einhverju þessi jólin.
Það skiptir þó engu, því allt fyrirgefst á
jólunum.
Ég passa þó að eiga bæði forsoðin jarð-
epli og pakkasósu. Já og sveskjur. Það er
gott að eiga nóg af þeim, svona ef eitthvað
af kræsingunum festist á útleiðinni.
HELGARPISTILL
Haraldur
Jónasson
hari@
frettatiminn.is
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
32 viðhorf Helgin 6.-8. júlí 2012
Train Smarter with
the Kinetic inRide
and inRide App.
Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride
KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS
KINETIC ROAD MACHINE
+ inRIDE WATT METER
Smart-phone* based
costing hundreds more.
Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM
* Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart®
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
auglysingar@frettatiminn.is
Fréttatímanum
er dreift á heimili á
höfuðborgarsvæðinu
og Akureyri auk
lausadreifingar um land allt.
Dreifing með
Fréttatímanum á
bæklingum og fylgiblöðum
er hagkvæmur kostur.
Ert þú að huga
að dreifingu?