Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 22.12.2014, Qupperneq 32
Inn og út um jólin F Fólk byrjar yfirleitt að hlakka til jólanna þegar skammdegið byrjar að herja á, um og upp úr miðjum október. Svo, allt í einu, eru þau bara búin og ekkert stendur eftir nema nagandi samviskubitið yfir hversu mikið var borðað. Til hvers heldur fólk eiginlega að leiðinlegasti mánuður árs- ins, janúar, hafi verið fundinn upp? Það er því um að gera að njóta átorgíunnar í botn og borða helst of mikið í hvert eitt og einasta mál. Standa einfaldlega ekki upp frá ókláruðu fati. Þangað til engar buxur passa lengur. Enda einungis val hvers og eins að klæðast buxum yfir há- tíðirnar. Ég elska að borða mat – borða enda mik- ið og yfirleitt ekki það hollasta. Já, eins og hjá flestum, á þetta sérstaklega við í des- ember og alveg extra mikið yfir hátíðirnar. En það má segja að þetta reddist allt því mér finnst líka ljómandi gaman að kúka. Svona „ying yang“ dæmi. Hef lesið meira á klósettinu en af því og á þar yfirleitt alveg ljómandi stundir, einn með sjálfum mér og kannski skemmtilegu lesefni. Jólin eru því fyrir mitt leyti ein átorgía af söltum og reyktum mat. Já, og súkkul- aði. Það verður alltaf að vera súkkulaði. Aðfangadagur er ágætur en með öllu sínu stressi, löngum stundum við hlóðirnar og pakkabrjálæði – í bland við að sinna börn- um, í einhvers konar sturlunarástandi, er ekki svo mikið varið í hann. Nei, hjá mér byrja jólin ekki fyrr en á af- mælisdegi okkar manns, þeim tuttugasta og fimmta. Hann held ég heilagan með því að fara að sjálfsögðu ekki í buxur, horfa á sjónvarpið, hunsa bæði börnin og frúna, éta afganga milli tveggja brauðsneiða og já, sitja á klósettinu þangað til ég er hárs- breidd frá gyllinæð. Gæðastundir sum sé. En aftur að afgöngunum. Til þess að fá sem mest út úr jóladeginum þarf að vera nóg til. Ég elda ekki á jóladag. Nei, þá er tími fyrir bestu samloku ársins, jólalok- una. Stundum er heimabakað brauð en í ár er það aðkeypt en í lokuna fara þó stand- ard minnst þrjár tegundir af svínakjöti, eitt reykt, annað ferskt og svo einhvers konar skinka. Ásamt öllu öðru sem við á að éta, eins og osti, tómötum, heimalöguðu mæjó og Gray poupon, svo eitthvað sé nefnt. Svo náttúrulega gæða súrri gúrku til að narta í milli bita. Ekki þykir heldur verra að vera með smá nautakjöt eða nokkra bita af villi- bráð, góða sósu, heimalagað rauðkál og gljáðar kartöflur í eftirrétt, nú eða léttan forrétt. Svo súkkulaði á eftir – alltaf súkk- ulaði á eftir. En til að fá þennan matarjóladag minn, með minnst fimm kjöttegunum, þarf ég því miður að eyðileggja jólin fyrir öllum hinum á heimilinu. Jólastressið á Þollák og aðfangadag er keyrt upp úr öllu valdi því þetta eldar sig nefnilega ekki sjálft. Pabbi er kannski ekkert að hitta mennina niðri í bæ en pabbi er heldur ekkert að dansa í kringum einiberjarunn með ungunum heldur. Nei, á aðfangadag er pabbinn að sjóða niður súrkál og rauðkál. Það er svín í ofninum, svín á grillinu og svo er svín í stórum potti á eldavélinni. Rjúpa á pönnu og jafnvel smá hreindýrabiti sem bíður ró- legur eftir að komast að kötlunum. Já og nautakjötsflís – svona til öryggis. Þetta tek- ur allt sinn tíma og hefur því miður ekki alltaf fallið vel í kramið hjá hinum þremur fjölskyldueiningunum sem verða samloku- draumum fjölskylduföðurins að bráð. Svo verður matseldin eiginlega alltaf til þess að eitthvað annað mikilvægt klikkar. Yfirleitt eitthvað sem gæti mögulega snert hina í familíunni og þeirra ánægju af jóla- matnum, já og jólunum sjálfum yfir höfuð. Eitt árið, þegar elda- mennsk unn i va r loksins lokið um eða upp úr átta og krakkarnir löngu búnir að borða grjóna- graut í jóla- matinn (þau voru hvort sem er of lítil til að fatta neitt um jólamat), spurði móðir barnanna í sakleysi sínu, þegar hún horfði y f ir kræs - ingarnar sem samanstóðu af í það minnsta fjórum tegundum af keti og með því; var ekkert með þessu, kartöflur eða eitthvað? Nei, þá gleymdist að sjóða þær og brúna. Svo kolvetni kvöldsins var samlokubrauð – ristað reyndar. Næsta árið gleymdist sósan og eftir þau voru nokkur sem fóru líka í súginn á einn eða annan hátt. Drambsins vegna var hald- inn fjölskyldufundur og blátt bann lagt á að elda svona margar kjöttegundir á jólun- um. Mér tókst þó að læða nokkrum bitum undir radarinn árið eftir og hef aftur fært mig talsvert upp á skaftið og geri fastlega ráð fyrir að klúðra einhverju þessi jólin. Það skiptir þó engu, því allt fyrirgefst á jólunum. Ég passa þó að eiga bæði forsoðin jarð- epli og pakkasósu. Já og sveskjur. Það er gott að eiga nóg af þeim, svona ef eitthvað af kræsingunum festist á útleiðinni. HELGARPISTILL Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is Te ik ni ng /H ar i 32 viðhorf Helgin 6.-8. júlí 2012 Train Smarter with the Kinetic inRide and inRide App. Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS KINETIC ROAD MACHINE + inRIDE WATT METER Smart-phone* based costing hundreds more. Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM * Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart® Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.