Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 4
 Heilbrigðismál enginn jáeindaskanni er Hér á landi Domus í viðræðum um kaup á jáeindaskanna Einkafyrirtæki í heilbrigðis- þjónustu, Röntgen Domus, er í viðræðum við bandarískt fyrirtæki um að koma upp jáeinda skanna hér á landi sem er mikilvægt greiningar- og meðferðartæki vegna alvarlegra sjúkdóma á borð við krabbamein. Enginn jáeindaskanni er til hér á landi og eru sjúklingar sendir til Danmerkur í slíka rannsókn, þó aðeins einn af hverjum tuttugu sem þyrftu á því að halda. Jáeindaskanni er staðalbún- aður á sjúkrahúsum erlendis. F orsvarsmenn Röntgen Do-mus eru í viðræðum við bandarískt fyrirtæki um að koma upp jáeindaskanna hér á landi. Enginn jáeindaskanni er til hér á landi, þrátt fyrir að áform um kaup á slíku tæki hafi verið ofarlega á lista Landspítalans undanfarinn áratug. Jáeindaskanni (PET/CT) er myndgreiningartæki sem er mikil- vægt til greiningar á krabbameini og nýtist í meðferðum gegn því. Einungis tuttugasti hver sjúkling- ur sem notast þyrfti við greiningu í jáeindaskanna fær slíka þjónustu hér á landi. Íslenskir sjúklingar eru sendir til Kaupmannahafnar í greiningarskyni en þó mun færri en myndu njóta góðs af jáeindaskann- anum ef hann væri til hér á landi. Eyþór Björgvinsson, röntgen- læknir og stjórnarmaður í Rönten Domus, sem er einkarekið fyrir- tæki í heilbrigðisþjónustu sem sér- hæfir sig í myndgreiningu, segir að fyrirtækið hafi verið í viðræðum við bandaríska fyrirtækið í um ár og sé nú í viðræðum við heilbrigðisyfir- völd hér á landi til þess að tryggja rekstrarlegan grundvöll fyrir fjár- festingunni. Rannsóknir í jáeindaskanna eru gerðar með svokölluðum ísótópum, sem eru geislavirk efni, sérfram- leidd til þessa nota í þar til gerð- um línuhraðli. Línuhraðallinn og gerð efnanna er stærsti hluti fjár- festingarinnar og er talinn kosta um milljarð króna auk verulegs rekstrarkostnaðar því mjög sérhæft starfsfólk þarf til framleiðslunnar. Til þessa hefur verið talið ómögu- legt að koma upp jáeindaskanna hér á landi sökum þess hve mik- ill kostnaður er við ísótópafram- leiðsluna og hve erfitt er að flytja þá milli landa því þeir eyðileggist á fáeinum klukkustundum. Eyþór segir að nú sé ljóst að mögulegt sé að flytja ísótópa inn frá Osló og nýta til rannsókna hér. „Við höfum kynnt hugmyndir okkar fyrir heilbrigðis- ráðherra sem tók jákvætt í þær. Við þurfum hins vegar skuldbindingu frá ríkinu um að við gerðum 300 rannsóknir á ári til þess að af þessu geti orðið,“ segir Eyþór. Hann segir að Sjúkratrygging- ar Íslands geri ráð fyrir að senda 70 manns til Kaupmannahafnar á næsta ári til þessara rannsókna. Hver rannsókn kosti um 400 þús- und. „Rannsókn hér á Íslandi myndi kosta ríkið 500 þúsund, því kostn- aður okkar er hlutfallslega hærri en í Danmörku sökum fjölda rann- sókna,“ segir Eyþór. Pétur Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir að um 100 sjúklingar séu sendir utan árlega til þessarar greiningar en þörfin sé líklega um 2000. Einungis einn af hverjum tuttugu sjúkling- um sem ellegar gætu haft gagn af rannsókn með jáeindaskanna fær því slíka rannsókn. Að sögn Péturs verður heilsufars- legur ávinningur jáeindaskanna ekki metinn til fjár. „Þótt tæknin sé dýr mun jáeindaskanni þó einnig hafa jákvæð áhrif á kostnað í heil- brigðiskerfinu. Nákvæmari grein- ing leiðir til markvissari meðferð- ar og með jáeindaskanna er hægt að meta virkni meðferðar strax í upphafi hennar og þannig hægt að draga úr kostnaði við ný dýr lyf með því að gera notkun þeirra markviss- ari. Auk þess er hægt að draga úr fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vegna betri greiningar,“ segir Pétur. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir segir að erlendar rannsóknir sýni að hægt sé að fækka ónauð- synlegum skurðaðgerðum vegna lungnakrabbameins um 10 prósent með markvissri notkun jáeindask- anna. „Danir eiga fjölmarga jáein- daskanna en við engan. Fyrir tíu árum, þegar ég var nýkominn heim, var í alvöru verið að ræða hvort við ættum að eignast tvö eða þrjú slík tæki –en við erum ekki einu sinni að sjá til lands með að fá svona eitt tæki sem er hluti af nútímalæknisfræði og til á öllum stærri háskólasjúkra- húsum í nágrannalöndum okkar. Við verðum að sýna meiri stórhug í heil- brigðiskerfinu, líkt og tíðkaðist hér á árum áður,“ segir Tómas. „Það er rútína víða erlendis að sjúklingar með ákveðna tegund krabbameins, til dæmis lungna- krabbamein, séu alltaf sendir í greiningu í jáeindaskanna. Við erum að senda hluta okkar sjúk- linga, sem þurfa greiningu með já- eindaskanna, til Danmerkur með fylgdarmanni. Það er dýrt og eykur kvíða sjúklinga sem eru að takast á við erfiðan sjúkdóm og meðferð,“ segir Tómas. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Eyþór Björgvinsson, röntgenlæknir og stjórnarmaður í Rönten Domus, segir að fyrirtækið þurfi skuldbindingu frá ríkinu um rannsóknir svo hægt sé að ráðast í kaupin á jáeindaskannanum. Ljósmynd/Hari veður mánudagur Þorláksmessa aðFangadagur Fremur hvöSS NA-átt og SNjókomA N-til ANNArS úrkomulítið. höFuðborgArSvæðið: BJaRtviðRi. NorðAuStlæg átt og lítilSháttAr éljAgANg- ur NorðANtil ANNArS bjArtviðri. höFuðborgArSvæðið: BJaRtviðRi. breytileg átt og Dálítli él Fyrir NorðAN og AuStAN ANNArS léttSkýjAð. höFuðborgArSvæðið: LéttiR tiL. lægðagangur og kólnandi veður Næstu daga er ríkjandi norðlæg átt yfir landinu með kólnandi veðri. Snjókoma eða éljagangur um landið norðanvert í dag og á morgun, en léttskýjað syðra. Lægir talsvert annað kvöld, og á aðfanga- dag er útlit fyrir hæglætis veður og víða úrkomulítið, en þó einhver éljagangur með norður og austur- ströndinni. Það kólnar talsvert og má gera ráð fyrir frosti um allt land næstu daga. -2 -2 -2 -1 -2 -4 -2 -5 -3 -4 -4 -5 -6 -6 -4 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is Demantshringar frá 80.000 kr. ein ferð á jóladag Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður opin á jóladag, ólíkt því sem verið hefur síðustu ár. Opnunin er þó aðeins fyrir aðeins eina ferð en vél easyJet lendir í Keflavík um kaffileytið og fer aftur í loftið tíu mínútur í fimm. Þetta kom fram á túristi.is. jóladagatal á hólmavík Félagar í Leikfélagi Hólmavíkur flytja frum- samið útvarpsleikrit á netinu um þessar mundir. Jóladagatalið, eins og leikritið kallast, er í þrettán köflum og er einn kafli birtur á dag á Facebook- síðu leikfélagsins og á Youtube. Jóladagatalið var samið af nokkrum heimamönnum fyrir aldarfjórð- ungi og hefur verið sett á svið víða um land. mest ánægja með ráðherra- störf bjarna benedikssonar Mest ánægja mælist með störf Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahags- ráðherra. Þrír af hverjum tíu sem taka afstöðu eru ánægðir með störf hans, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Rúmlega 26% eru ánægð með störf Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismála- ráðherra, ríflega fjórðungur er ánægður með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra og um 24% með störf Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Um 22% eru ánægð með störf Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, ríflega 21% með störf illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra og rúmlega 19% eru ánægð með störf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkis- ráðherra. tæplega 19% voru ánægð með störf Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur þáverandi innanríkisráðherra og tæplega 17% með störf Sigurðar inga Jóhannssonar, bæði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og sem um- hverfis- og auðlindaráðherra. Mest óánægja mældist með störf Hönnu Birnu, ríflega 67% voru óánægð með störf hennar. Ríflega 63% með störf Sigurðar inga sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tæplega 62% með störf Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra og nær 58% með störf Sigurðar Inga sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Hátt í 57% eru óánægð með störf Gunnars Braga, nær 56% með störf Bjarna og Kristjáns Þórs, og rúmlega 54% með störf illuga. Loks eru tæplega 43% óánægð með störf Ragnheiðar Elínar og rúm 39% með störf Eyglóar. 4 fréttir Helgin 22.-28. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.