Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 36
Alltaf eitt autt sæti við jólahlaðborðið fyrir heimilislausa H jónin Agnieszka og Piotr Jakubek hafa búið á Íslandi í þrettán ár. Þau komu ekki hingað saman heldur hittust hér, þar sem þau unnu í fiski. Þau urðu ástfangin, eignuðust tvo drengi, stofnuðu verslun og eru hér enn. Hamingjusöm í Kópavogi. „Ég hafði reyndar séð hana þeg- ar ég var 18 ára á djamminu í lítilli borg 60 kílómetra frá heimabænum. Og ég man enn hvað mér fannst hún sæt,“ segir Piotr og hlær. Agnieszka segist ekkert muna eftir honum og þau hlæja enn meira. Byrjaði allt með bjór „Ég var með góða vinnu sem múr- ari úti og ætlaði bara að vinna hér yfir sumarið til að ná mér í auka- peninga, en hér er ég enn,“ segir Piotr og Agnieszka tekur undir. Þau unnu við hin og þessi störf þangað til þau tóku ákvörðun um að opna pólska verslun. Þau höfðu oft lent í því að langa í vörur sem ekki feng- ust hér og vissu að þau voru ekki ein um það. „Þetta byrjaði í raun með því að okkur vinina langaði í pólskan bjór,“ segir Poitr og hlær. „Við fórum að flytja inn hitt og þetta og á endanum vorum við komin með búð, í samstarfi við vinahjón okkar. Okkur langaði bara til að gera eitt- hvað nýtt og spennandi.“ Ákváðu að vera eftir þrátt fyrir kreppu Vinahjónin fluttur aftur til Póllands þegar kreppan skall á og nú reka Agniezka og Piotr verslunina ein. „Við ákváðum að vera áfram á Ís- landi þrátt fyrir kreppuna. Við erum ánægð hér og höfum komið okkur vel fyrir. Þetta er heimili drengj- anna okkar og það væri rosalega stór breyting fyrir okkur að fara,“ segir Agnieszka en þau eiga tvo drengi, Mateusz og Hubert. „Strákarnir eru með sitt líf hér, sinn skóla og sína vini og svo erum við með rekstur og húsnæði sem maður hleypur ekkert í burt frá. Svo finnst okkur líka bara gott að vera hér, við kvörtum ekki,“ segir Piotr. Mini market verslunin, sem er í Drafnarfelli í Breiðholti, gjör- eyðilagðist síðastliðinn vetur eftir íkveikju en með hjálp vina sinna tókst þeim að lagfæra hana og opna á ný í vor. „Við hugleiddum að hætta en ákváðum svo að halda bara áfram. Við spáðum í að flytja versl- unina í Hafnarfjörðinn en ákváðum að halda frekar áfram hér. Við viss- um að það gæti tekið langan tíma að byggja reksturinn upp á ný annars- staðar,“ segir Agnieszka. Tólf réttir á aðfangadag Agnieszka á tvær systur á Íslandi og Piotr á eina systur, tvo bræður og föður hér. Allir eru með fjölskyldur svo það er stór hópur sem hittist yfir jólin. „Jólin byrja á aðfangadag hjá okkur alveg eins og hér. Þau hefjast milli fimm og sex, það er borðað, síðan opnum við gjafir og svo end- um við kvöldið á því að fara í messu í Landakotskirkju.“ En það er eitt sem er ólíkt og það er maturinn, því við borðum ekki kjöt á aðfangadag, bara fisk og grænmeti og það eru alltaf tólf rétt- ir. „Það er einn réttur fyrir hvern lærisvein. Það er alltaf heit súpa á undan og einn aðalréttur sem er fiskur, heilsteiktur í ofni og svo eru hitt litlir grænmetisréttir, eins og rauðrófusúpa, fiskréttir, síld og „dömplings“, þ.e. fylltar hveitiboll- ur. Svo erum við með sætt heima- gert birkibrauð og allskonar salöt. En við setjum allt á borðið í einu þó það séu svona margir réttir því á jól- unum eiga allir að slaka á,“ segir Agnieszka. „Það er allt of mikið stress með svona marga rétti að vera alltaf að hlaupa fram og til baka úr eldhús- inu. Á jólunum eiga allir að sitja og slaka á,“ segir Piotr. „Já, það er líka svo notalegt að sitja bara og grípa það sem mann langar í, krakkar hafa heldur enga þolinmæði í að sitja og bara bíða eft- ir réttum. Við erum meira að segja með eftirréttinn á hlaðborðinu,“ segir Agnieszka en í eftirrétt er stór piparkaka og það er alltaf hvít- ur dúkur á borðinu. „Undir dúkinn setjum við svo smá hey og ofan á hann stóra oblátu, en það er gömul kaþólsk hefð sem hefur með frjó- semi að gera,“ segir Piotr. Tími fyrir afslöppun Önnur mikilvæg hefð á pólskum heimilum er að hafa alltaf eitt sæti við matarborðið autt. „Það er allt- af gert ráð fyrir því að einhver geti bankað upp á sem þurfi mat og skjól yfir jólin. Þetta er gert með heim- ilislausa í huga og einu sinni síðan við fluttum til Íslands höfum við getað notað stólinn. Þá kom pólskur strákur í búðina rétt fyrir jól sem ætlaði ekki að halda jólin svo við buðum honum til okkar. Það var mjög skemmtilegt, þetta var in- dælisstrákur en við vitum ekkert hvað varð svo um hann,“ segir Ag- nieszka. Hjónin eru sammála um það að það allra mikilvægasta við jólin sé afslöppun og Piotr ítrekar að það verði að eiga um alla. „Þetta er tími til að slaka á með fjölskyldunni en án þess að búa til stress, allir verða að geta slakað á og borðað vel.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hjónin Agnieszka og Piotr Jakubek halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á Ís- landi. Þau hafa búið hér í þrettán ár og segja hefðir hér líkar þeim pólsku en þó séu nokkrir siðir frá Póllandi sem þeim finnist gaman að halda í. Piotr og Agnieszka Jakubek með sonum sínum, Mateusz og Hubert, við jólatréð í stofunni heima. Samkvæmt pólskri hefð er tréð ekki skreytt fyrr en stuttu fyrir jól og þá gerir heimilisfaðir- inn það með börnunum á meðan húsmóðirin stússast í eldhúsinu. Tréð er skreytt með piparkökum og sælgæti sem má svo narta í yfir jólin. Mynd Hari 36 fréttir Helgin 22.-28. desember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.