Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 22.12.2014, Blaðsíða 23
lenska skáldverkið og höfuðverk Nóbelsskáldsins. „Ég upplifði snemma að fólk ruglaði saman upp- lifun sinni af bókinni og upplifun sinni af Bjarti í Sumarhúsum. Saga hans er hræðileg en hún er skrif- uð á svo guðdómlega fallegu máli. Þessi fegurð í texta Laxness dregur því í raun slikju yfir þá atburði sem eru að eiga sér stað. Því hefur líka verið velt upp að þarna hafi Lax- ness verið að gera stólpagrín að þessari rómantísku hefð og verið svar við lofgjörð Nóbelsskáldsins Knut Hamsun til heiðarbóndans. Það er sannarlega ekki eftirsókn- arverð mynd sem er máluð af lífinu í Sumarhúsum. Þegar vinna hófst við leikgerðina hugsaði ég strax að það þyrfti að vera leiðarstef að horfa handan fegurðarinnar, vera svolítið „brútal“ og leggja áherslu á hina harmrænu persónusögu.“ Þor- leifur er þekktur fyrir að fara óhefð- bundnar leiðir við uppsetningu verka og ætlaði til að mynda allt um koll að keyra þegar hann setti upp óperuna Leðurblökuna í Þýska- landi. „Sýningarnar mínar hafa oft vakið mikið umtal og ég vissi alveg að sú yrði raunin með Leðurblök- una. Ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir því að allir myndu tryll- ast. Fólk stóð upp og fór að rífast á meðan á sýningunni stóð. Þegar einn stóð upp og púaði stóð annar upp og hrópaði: Bravó. Íslenskir áhorfendur eru mun penni og ég er spenntur að sjá viðbrögðin. Ég get lofað því að þetta er grimm upp- setning en hún er líka mjög mann- leg,“ segir Þorleifur og játar því að þeim sem hafa sterk tengsl við sög- una gæti brugðið: „Ég get fullyrt að það eiga einhverjir eftir að þurfa að kyngja tvisvar. Við erum ekki að myndskreyta bókina sem þú last heima hjá þér. Það sem við erum að gera er að reyna að varpa ljósi á sambönd, atburði og setja í sam- hengi við söguna. Fólk er að borga sig inn í leikhús og mér ber skylda til að segja þeim eitthvað nýtt.“ Rétt eins og með Engla alheims- ins þekkja flestir upphaflega verkið og hafa flestir skoðun á því. „Eftir að ljóst var að Atli Rafn léki Bjart birtist áhugavert lesendabréf í Morgunblaðinu þar sem kvartað var yfir þessu leikaravali því Atli Rafn væri ekki nógu hávaxinn og ekki nógu ljóshærður. Mér finnst áhugaverð þessi hugmynd um að einhverjir sjái Bjart í Sumarhúsum sem hávaxið arískt glæsimenni en ég held satt að segja að sú mann- gerð hafi verið í miklum minni- hluta á heiðarbýlum á Íslandi á ofanverðri 19. öld. Sumir sjá Bjart hins vegar fyrir sér sem lítinn og pattaralegan og enn aðrir eru sann- færðir um að hann hafi verið afar beinaber. Bókin vekur sterk hug- hrif hjá fólki og skarpar, skýrar myndir. Mér finnst mjög gaman að setja upp verk sem liggur svona nærri þjóðarsálinni. Ég er auð- mjúkur en það er jafnframt spenn- andi að vita að væntingarnar eru gríðarlega miklar.“ Leikhúsið frekar en Legó Hann segir að við uppsetninguna hafi hann séð svo skýrt hvernig hann sjálfur stendur fyrir hið nýja leikhús þegar hann var að setja upp sýningu sem faðir hans lék aðal- hlutverkið í fyrir 15 árum. „Arnar var síðasti Bjartur í Sumarhúsum og nú er sonurinn að standa fyrir því að það er kominn nýr Bjartur. Ég er að taka við keflinu af foreldr- um mínum og á sama tíma er ég að staðfesta að eftir 15-20 ár verður það tekið af mér. Að hafa pabba í þessari sýningu hefur orðið til þess að ég upplifi mjög sterkt að nútíðin í dag er fortíð morgundagsins.“ Arnar bendir á að þegar Sjálf- stætt fólk var sett upp síðast hafi það þótt framúrstefnuleg sýn- ing. „Mér finnst spennandi sem leikara að taka þátt aftur nú því maður vill alltaf takast á við nýjar áskoranir. Ég er í raun og veru að jarða sjálfan mig og það er spenn- andi. Ég er á síðustu metrunum en þetta ferli lífsins er svo eðlilegt og jákvætt, og nauðsynlegt að taka þátt í því.“ Fæddist í leiktjöldum Þorleifur hefur verið viðloðandi leikhúsið frá unga aldri en hann var um 5 ára gamall þegar hann byrjaði að sitja úti í sal og fylgjast með þegar foreldrar hans voru að leika og leikstýra. „Ég var einmitt að segja við Önnu að koma með eldri strákinn á æfingu. Þetta er einfaldlega allt annar heimur,“ seg- ir Þorleifur en hann á tvo syni, er fósturfaðir 10 ára drengs og á ann- an þriggja ára með konunni sinni. „Mér fannst alltaf skemmtilegra að koma niður í leikhús eftir skóla en að fara heim að leika mér í Legó. Ég sat bara og horfði á. Síðan lék ég krakka í einhverjum sýning- um,“ segir hann en meðal annars lék hann í Pétri Gaut. „Ég verð að viðurkenna að ég velti aldrei fyrir mér hvað ég ætl- aði að verða. Þetta lá bara ljóst fyr- ir. Ég á marga vini sem hafa fetað sporin úr borgarasamfélaginu og yfir í listamannalífið og það hefur reynst þeim mörgum erfitt. Fjár- hagslegt öryggi er minna og lífið bara villtara. Mér fannst þetta hins vegar aldrei neitt mál því ég var alinn upp í þessu umhverfi. Fyrir mig hefði verið erfiðara að fara í hefðbundna vinnu. Ég var bara um daginn að segja konunni minni frá því að ég myndi ekki eftir því að hafa ekki verið yfirmaður á vinnu- stað. Meira að segja þegar ég vann í uppvaski á kaffihúsi upplifði ég aldrei að neinn gæti sagt mér fyrir verkum og var þar fljótt gerður að þjóni og svo yfirþjóni. Ég er á hár- réttum stað og er þakklátur fyrir að hafa aldrei verið aðstoðarleik- stjóri því ég veit að ég hefði verið hræðilegur í því.“ Arnar grípur inn í og segir að ör- lög Þorleifs hafi verið ráðin mun fyrr en hann geri sér grein fyrir. „Örlög hans voru ráðin þegar faðir minn fæddist í torfbæ lengst inni í Eyjafirði. Þar hafði verið sett upp leikrit og leiktjöld notuð til að þilja að innan baðstofuna. Það var þar sem faðir minn fæddist, í leiktjöld- um. Hann var áhugaleikari á Akur- eyri og ég byrjaði ungur að horfa á hann leika, svipað og Þorleifur síðar horfði á mig. Pabbi lék Ge- org í „Mýs og menn“ þar sem hann þurfti að skjóta Lenny, vin sinn. Það var mikið sjokk fyrir mig að sjá það en jafnframt mikil upplifun. Það var aldrei nein spurning hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Sautján ára gamall lék ég í verki með föður mínum, ég lék þar son hans og gat því í verkinu kallað hann pabba. Þarna leið mér vel og ég fann að þarna átti ég heima. Þor- leifur átti aldrei séns.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is viðtal 23 Helgin 22.-28. desember 2014 FORSALA HAFIN Á , OG FRUMSÝND 26. DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.