Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2014, Side 60

Fréttatíminn - 22.12.2014, Side 60
Þ að er brjálað að gera, er það fyrsta sem Gissur Páll Gissurarson segir þegar við hittumst. Maður er að þjóna jólagleðinni, svo hún verður oft útundan á heimilinu, en mér líður vel. Það er gefandi að vera í ös- inni og atinu sem plötuútgáfa er. Framboðið á jólaviðburðum á Ís- landi er eins og hjá milljónaþjóð, segir Gissur sem hefur verið að syngja alla aðventuna. Listin finnur sér alltaf vettvang og í dag eru að spretta upp heilu hersveitirnar af mögnuðu tónlist- arfólki um land allt. Krakkar í dag eru fáránlega klárir, þegar ég var lítill þá mátti maður ekki trana sér fram. Ef maður var ánægður með það sem maður gerði, þá var eitt- hvað verulegt að manni og ef þú fékkst athygli út á við, þá varstu í vondum málum, segir Gissur. Núna hefur þetta snúist við, sem gerir ungu fólki tækifæri til þess að vaxa og dafna í sinni list. Hæfi- leikar ná alltaf í gegn. Gissur Páll nam óperusöng á Ít- Maður er að þjóna jólagleðinni Tenórinn Gissur Páll Gissurarson gaf nýverið út plötuna Aría, þar sem hann syngur margar stærstu óperuaríur sögunnar við undirleik Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, undir stjórn Petri Sakari. Hann segir þetta einstakt tækifæri að fá að syngja þessar aríur með eins stórri og góðri sveit. Plötuna tók hann upp á þremur dögum og engar lagfæringar voru gerðar í eftir- vinnslu. Hann hafði sterkar skoðanir á því að gera þetta á gamla mátann. Tenórinn Gissur Páll með eiginkonu sinni, Sigrúnu Daníelsdóttur, og dætrum þeirra. Gissur Páll sendi nýverið frá sér plötuna Aría. Ljósmynd/Hari Ilmur af jólum Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur Lína langsokkur (Stóra sviðið) Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00 Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k. Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k. Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 http://www.borgarleikhus.is/syningar/oldin-okkar/ Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 27/12 kl. 20:00 aukas. Lau 10/1 kl. 20:00 Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00 ATH janúar sýningar komnar í sölu! Jesús litli (Litla sviðið) Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 20:00 100.sýning Mán 29/12 kl. 20:00 Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun! Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Fös 26/12 kl. 14:00 aukas. Aukasýning 26.des vegna mikillar eftirspurnar. Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl. alíu, en áður en hann fór þangað ætlaði hann að verða leikari. Ég fór í prufur í leiklistarskólanum eftir mína afplánun í mennta- skóla, segir Gissur kíminn, en hann er alinn upp í Kópavogi og gekk í MK. Ég komst nokkuð langt í prufunum, en sem betur fer datt ég út því annars væri ég ekki í tónlist. Tónlistin er eins og sníkill, maður getur ekki hætt, segir Gissur. Ég ákvað að fara í söngskólann til þess að læra að beita röddinni, því mér fannst því ábótavant hjá öllum leikurum á Íslandi. Ætlarðu að verða söngvari? Ég hóf nám hjá Magnúsi Jónssyni, sem er einn af okkar frumkvöðlum í óperuheiminum. Hann var alveg meiriháttar maður og það tókst mikill vinskapur með okkur, segir Gissur. Þegar ég var búinn að vera í tvö ár hjá honum þá sagði hann við mig, Gissur minn, nú þarftu að ákveða hvað þú ætlar að gera. Ætl- arðu að verða söngvari, eða ertu að læra söng til að hafa gaman? Ég tók ekki mikið mark á honum og ætlaði mér bara að láta hlutina þróast. Þá sagði hann að ég kæmi ekki aftur til hans í nám eftir sum- arið. Hann gaf mér tvo kosti. Annað hvort færi ég til Ítalíu í nám, eða ég færi í Háskólann að læra eitthvað gagnlegt. Hann sá að það bjó eitt- hvað í mér og vildi að ég tæki þetta föstum tökum, sem ég og gerði og flutti til Ítalíu, segir Gissur. Fyrir tilstilli konunnar minnar, í raun- inni, því mér fannst þetta fáránleg hugmynd, en hún hvatti mig áfram. Gissur er kvæntur Sigrúnu Daní- elsdóttur Flóventz og eiga þau tvö börn. Ég byrjaði að syngja 10 ára gamall í Kársneskórnum undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur og fann strax að þetta gerði mikið fyrir mig. Ég fékk hlutverk í Oliver Tvist hjá Þjóðleik- húsinu og þá var alveg vitað hvað ég vildi gera í lífinu, segir Gissur. Þar var Benedikt Árnason leikstjóri sem kenndi mér mikið. Hann gaf mér ómældan tíma og talaði alltaf við mig eins og ég væri lærður leik- ari. Gerði topp kröfur til mín, en um leið kenndi hann mér og sýndi mér marga hluti. Ég fór með honum í leikhús og meira að segja í matar- boð. Í dag mundi þetta samband þykja í hæsta máta óeðlilegt, segir Gissur. Datt í lukkupott Kristjáns Gissur fór til Ítalíu og í skóla í Bo- logna, þar sem hann var í námi í 5 ár. Það tekur um það bil 18 mínútur að verða ástfanginn af þessu landi, segir Gissur. Ég fékk kennara, konu sem er mjög umdeild og þykir hafa sérstakar skoðanir á söngvur- um, en ég hefði ekki getað hugsað mér betri kennara. Algert hörkutól. Ég ætlaði bara að græja þetta nám „en, to, tre“, eins og venjulega en hún var fljót að koma mér niður á jörðina. Allt sem maður hafði gert áður skipti ekki máli í þessu námi. Það er bara tekið mið af því hvað þú getur, ekki hvað þú gast. Eftir námið tók við áframhald- andi nám hjá Kristjáni Jóhannssyni á Ítalíu. Maður þarf að finna sér mentor eftir nám og ég hitti Krist- ján á tónleikum og hann spurði mig hvort ég væri búinn að finna minn, sem ég hafði ekki gert. Hann rétti út hendurnar og sagði mig hafa dottið í lukkupottinn, eins og hann er, segir Gissur. Við unnum eins og skepnur og hann kenndi mér mikið. Gissur kom heim fyrir 5 árum og hefur síðan sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Í dag er hann einn af okkar vinsælustu söngv- urum. Hann segir söngvara á Ís- landi ekki geta leyft sér að sérhæfa sig of mikið. Það er ekki hægt að syngja bara einhverjar aríur, mað- ur lifir allavega ekki af því, segir Gissur. Það sem er best við Ísland er það að maður getur tekið þátt í ótrúlegustu uppákomum, öllum á sama deginum, þess vegna. Það er svo gefandi. Maður er kannski að syngja lög eftir Bubba, Bach og Paul Simon á sama deginum og gerir bara sitt besta í þeim öllum. Það er það eina sem maður getur gert, segir Gissur Páll Gissurarson. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 60 menning Helgin 22.-28. desember 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.