Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.08.2014, Qupperneq 27

Fréttatíminn - 15.08.2014, Qupperneq 27
Nú í 1/2 lítra umbúðum E N N E M M / S IA • N M 59 75 5 band af því þegar puttinn á félagan- um skarst af og flaut í burtu á meðan blóðið sprautaðist úr hendinni og blandaðist sjónum. „Við erum alltaf með myndavélar á köfunarhjálminum svo það næst allt á myndband.“ Svona slys eru ekki óalgeng en ef þau koma upp þurfa kafararnir að reiða sig á sjálfa sig og félaga sína því það er engin leið að fara úr þrýstingnum á 100 metra dýpi beint í venjulegt andrúmsloft. Allir djúp- sjávarkafarar þurfa því að kunna að bregðast við ólíklegustu uppákomum við mjög erfiðar aðstæður. Auk þess að kunna skyndihjálp er til að mynda öllum skylt að læra að sauma saman sár og útlimi á búk. Hvað sem kann að gerast, hvort sem það er bein- brot, útlimamissir, köfunarveiki eða hjartastopp þá er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að komast undir læknishendur því það tekur um fimm til tíu daga að aðlagast aftur venjulegum þrýstingi og komast aftur undir bert loft. Á meðan verið er að aðlagast aftur venjulegum þrýstingi þurfa kafar- arnir að vera kyrrir í hylkinu og bíða. Björgvin segir biðtímann fara í að lesa og horfa á myndir og þáttaseríur á netinu, enda ekki pláss í hylkinu til að gera mikið annað. Hann segir það hafa komið sjálfum sér og öllum sem hann þekkja, mikið á óvart hversu vel hann þoli einangrunina, sérstaklega í ljósi þess að hann er þekktur fyrir að hafa litla eirð í sér og alltaf verið kall- aður ofvirkur. „Það er mjög skrítið en ég finn ekkert fyrir eirðarleysi í klefanum. Mér finnst hann eiginlega vera það besta við vinnuna því þá er ekkert áreiti eða vesen. Ég stilli mig bara inn á þetta og það virkar vel.“ Ekki nóg að vera líkamlega sterkur Klefanum þrönga deila níu karlmenn sem koma allsstaðar að úr heiminum. Björgvin segir stemninguna einkenn- ast af miklum karlhormónum. „Ég vinn mest með mönnum frá Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjá- landi, Suður-Afríku og Indlandi. Það eru nokkrir Bretar en annars eru alls ekki margir frá Evrópu í þessu. Þetta eru allt svakalegar „Alfa-male“ týpur og miklir sukkarar upp til hópa. Ég er hvíti hrafninn í hópnum því ég er sá eini sem fer bara heim til mín þegar vinnutörnin er búin. Flestir fara til Taílands eða Balí og liggja þar hauslausir þangað til peningurinn er búinn. Þeir horfa alltaf jafn hissa á mig þegar ég segist hvorki drekka né nota eiturlyf,“ segir Björgvin, og hermir eftir viðbrögðum Alfa karl- anna; „Why not??“ „Þeir bara skilja þetta ekki.“ „Það er auðvitað alveg svakaleg nánd í gangi inni í kassanum. Maður þarf að setja upp sparisvipinn þegar maður fer inn og passa vel allt sem maður segir og gerir þangað til mað- ur fer út. Ef eitthvað kemur upp á er ekkert hægt að hlaupa út, svo það er ekki nóg að vera líkamlega sterkur, þú þarft líka að vera andlega sterkur. Það eru aðallega nýju kafararnir sem „snappa“. Fá innilokunarkennd og verða að komast út eftir þrjá eða fjóra daga. Þá þarf að taka þrýstinginn af og allir missa úr vinnu svo sá maður verður ekki mjög vinsæll. Það er eng- inn þolinmæði fyrir svona gæjum og þeir fá aldrei vinnu aftur.“ Mikið hrútasamfélag Björgvin segir þessa andlegu hlið vinnunnar ekki vera kennda eða tekna fyrir í náminu. „Þetta er svo svakalegt hrútasamfélag að það dettur engum í hug að huga mikið að andlegum málefnum. Það er ekki beint mikið talað um tilfinningar í hylkinu. Umræðurnar snúast aðal- lega um Rolex úr og Porsche-bíla. Og samræðurnar fara allar fram með Ripp Rapp og Rupp röddum,“ segir Björgvin og hlær. Þegar þrýstingurinn í kassanum eykst þá eykst nítrógenið í loftinu. Þetta veldur því að kafararnir fá nítrógen eitrun sé ekki hleypt helíum inn í kassann til að jafna nítrógenið út. Þess vegna tala karlarnir allir eins og þeir hefðu sogið loftið úr gasblöðru. „Þetta var mjög fyndið fyrst en svo bara venst það eins og allt. Ég var eiginlega lengur að venj- ast því að koma til baka og fá aftur djúpu röddina. Mér leið alltaf eins og Elvis Presley fyrstu dagana,“ segir Björgvin, tekur eina laglínu með Elvis og skellir svo upp úr. Líður vel á kafi Björgvin er staddur á Íslandi, í lengsta sumarfríi sem hann hefur tekið í mörg ár, og það nýtir hann til að veiða. Segist líða best einhversstaðar út í miðri á að bíða eftir laxi. Eftir fríið fer hann svo heim til Noregs og bíður eftir næstu verkefnum. Hann fer oftast til Asíu en vill vera meira í Norðursjónum, því þar er mestan pening að fá. Hann vinnur að meðaltali í 8 mánuði á ári en restina tekur hann sér frí. „Ég er ekki kominn með fjölskyldu svo frítímann nýti ég til að ferðast en Ísland togar alltaf meira og meira í mig. Ég er orðinn svolítið rótlaus og draumurinn er að skjóta rótum hér í framtíðinni. Ég vissi auðvitað ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég tók þessa 90 gráðu beygju í lífinu, flutti til Noregs og fór í köfunina. En ég sé það núna að þetta var gott skref hjá mér. Þetta var eiginlega bara frábær ákvörðun. Svona vinna hentar manneskju eins og mér mjög vel, ég gæti aldrei unnið frá níu til fimm. Svo líður mér bara svo vel á kafi.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Djúpsjávarköfun er hæst launaða köfunarstarfið en tekjur fyrir reyndan kafara í góðri vinnu geta verið allt að 300.000 íslenskum krónum á dag. En starfið er jafnframt eitt það hættulegasta í heimi. Við djúpsjávarköfun eru líkur á vinnuslysum 40 sinnum meiri en í annarri verkamannavinnu og því er starfið talið það þriðja hættulegasta í Bandaríkj- unum, á eftir sjómennsku og trjáskurði. Aðeins fá slys tengjast köfuninni sjálfri eða köfunarveiki á meðan langflest dauðs- föll tengjast þeim þungu tólum og tækjum sem kafararnir vinna með við takmarkaða sjón og hreyfigetu. Sérfræðingar eru ekki sammála um hvort að mikill loftþrýst- ingurinn hafi áhrif á heilsu manna til lengri tíma en það hefur aldrei verið staðfest. Hér er Björgvin í gömlum kafarabúningi sem enn er notaður við loftköfun niður á 50 metra dýpi. Mér finnst það nú svolítið merkilegt að þegar ég byrjaði í skólanum höfðu aðeins tveir aðrir Íslendingar lagt djúpsjávar- köfun fyrir sig og þeir voru báðir úr Hveragerði, eins og ég. viðtal 27 Helgin 15.-17. ágúst 2014 Þriðja hættulegast starf í heimi fyrir 300.000 á dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.