Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2004, Side 12
MATTHIAS VEÐAR SÆMUNDSSON - MINNING
krefjandi: Ast, útlegð, tómhyggja, siðmenning, skepnuskapur, galdur og
trú. Skáldskapur var honum ástríða. Það breytir því ekki að Matthías var
brúarsmiður: kvikmyndir, myndhst, tónlist, leiklist, heimspeki, guðfræði,
galdrar og hugarfarssaga almennt áttu einnig hug hans og hjarta. Sam-
hliða ítarlegum skrifum um íslenskar bókmenntir og menningu lagði
hann sig markvisst eftir evrópskri hugmyndasögu og frásagnarhefð.
Hann auðgaði jaftiframt íslenska menningu með umfjöllun um og kynn-
ingu á hugmyndum og skrifum evrópskra hugsuða og skálda samtímans.
Ætli einn mikilhæfasti ffæðimaður samtímans á íslandi sé ekki fallinn frá.
Framlag Matthíasar til túlkunar og rannsókna í heimi hstar og hugvís-
inda er einfaldlega risavaxið. Um það vitna ekki aðeins bækur hans,
greinar, erindi, fyrirlestrar og vefritið Kistan, heldur einnig heilu aldirn-
ar sem hann skrifaði í Islenskri bókmenntasögu.
Matthías var hamhleypa til verka, það er ljóst og skipti þá htlu hvem-
ig viðraði í sálinni. Ef eitthvað, jók breyskleiki hans og ómæld lífsreynsla
skrif hans kynlegri dýpt. Það er ekki auðvelt að skilgreina fræðimennsku
af því tagi, ekki frekar en atburð á borð við þann þegar Matthías keyrði í
bíl niður Laugaveginn með górilluna í fanginu sem var lengi stofuprýði
heima hjá honum. I Reykjavík getur manifestó af þessu tagi dmkknað í
hlátrasköllum. Það er eðlilegt, eða allt þar til dýrasögur Kafka koma upp
í hugann. í einni þeirra má líta kynblending og stendur umrætt dýr stakt
í sköpunarverkinu. Það er köttur með lambssál, sannkallað furðuverk
sem grætur útlegð sína. Við fyrstu sýn virðist mannveran í sögunni
áþreifanlegri sköpun og meira í ætt við það sem í annarri bók er nefnt
höfðingi jarðarinnar. Hún sýnir gestum og gangandi dýrið og rejmir að
milda kvöl þess með því að finna handa því félaga. Það er eins og hún
þjóni sem umboðsmaður í dýraríkinu. Þrátt fyrir yfirbragð stigveldis em
mörkin þó óljós. Því hver grætur útlegðina? Er það mannveran eða dýrið
í kjöltu hennar? Nema manifestó Matthíasar umbreyti Laugaveginum í
krókódílastræti Bmno Schulz. I þeirri sögu er reyndar haldið lengra og
án fyrirheits ixm í furðuveröld mannlegrar tilvistar. Enginn fær neitt að
gert þegar stigveldið í sköpunarverkinu hrynur og höfðingi jarðarinnar
skreytir sig með eiginleikum skriðdýra, fugla og górillu.
Kannski fæddist Matthías líkt og Kristján Fjallaskáld með „hjartað
fullt af skáldskap“. Önnur orð koma upp í hugann, þau sem einnig má
finna í „Dimmir dagar“, inngangi Matthíasar að ljóðurn Kristjáns Jóns-
sonar: „Fjallaskáldið var útlagi eins og Byron og Heine. Hið innra. I ljóð-
io